Strandapósturinn - 01.06.2021, Page 150
149
Húnaflóa. Þeir náðu að komast fyrir Bjarnarneshöfða, sáu aldrei til lands
og komust við illan leik inn á Steingrímsfjörð. Þegar veðrinu slotaði voru
þeir strandaðir í Tungugrafarhólmanum. Í seinna skiptið komust þeir inn
fyrir Þorkelssker þegar drapst á vélinni. Albert Ingimundarson, sem var
háseti á bátnum, hrópaði að þá væri að reka upp á Göngustaðaboðann. Þá
á Ragnar að hafa sagt við Berta: ,,Haltu kjafti og komdu og hjálpaðu mér
hérna.“ Allt fór vel og þeir komust heim.
Eftir að sjómennskunni lauk réði Ragnar sig til Kaupfélags Steingríms-
fjarðar sem vörubifreiðastjóri. Stuttu síðar var Jónatan Benediktsson
orðinn kaupfélagsstjóri og til eru sögur af samskiptum þeirra þegar Ragnar
var að biðja Jónatan um ýmislegt í bifreiðina til þæginda. Ekkert útvarp
var í bifreiðinni og Ragnar óskaði eftir að úr því yrði bætt. Jónatan gaf
lítið út á það og spurði: ,,Getur þú ekki sungið strákur?“ Eins var þegar
Ragnari fannst vanta miðstöð í bílinn, þá spurðir Jónatan á svipaðan hátt:
,,Áttu ekki peysu strákur?“ Reyndar fór svo að Ragnar fékk bæði útvarpið
og miðstöðina.
Þegar Ragnar var fjármaður hjá Magnúsi Lýðssyni á Grundinni árið
1935, þá 17 ára, varð hann hrifinn af ungri stúlku, Þuríði Guðmunds-
dóttur. Hún var dóttir Vigdísar Guðmundsdóttur og Guðmundar Magnús-
Skipshöfnin á Guðmundi St-55. Efri röð frá vinstri.: Stefán Jónsson, Jón Ólafur
Ormson, Þorsteinn Guðbjörnsson, Bjarni Guðbjörnsson, Vilmundur Ingimarsson
og Pétur Bergsveinsson. Neðri röð frá vinstri: Ragnar Hafsteinn Valdimarsson,
Þórður Björnsson, Bjarni Halldórsson og Gunnar Guðmundsson.