Strandapósturinn - 01.06.2021, Page 152
151
Ragnars þar staddir og stukku þeir í sjóinn þeim til bjargar. Gústaf fór og
bjargaði Ragnari og Guðmundur (Mummi) bjargaði Hrólfi bróður sínum.
Öðrum þeim sem á bifreiðinni voru var einnig bjargað. Tveimur 14 ára
unglingspiltum, Sigvalda Loftsyni og Ragnari Þorkelssyni, var hjálpað upp
á bryggju en einn bjargaði sér með því að synda alla leið upp í fjöru, það
var Lýður Magnússon frá Kirkjubóli í Staðardal, seinna bóndi á Húsavík í
Kirkjubólshreppi.
Fljótlega eftir að flutt var í nýja húsið bættist við barnahópinn, Jónas
fæddist 1945, Baldur 1950 og Guðmunda 1952. Börnin þá orðin sjö.
Sumarið 1956 fékk Ragnar alvarlegt heilablóðfall. Þau hjónin voru þá
stödd í heyskap úti í Skeljavík þegar Ragnar hneig niður. Þuríður náði
að stoppa bíl sem var að koma eftir veginum og svo vel hittist á að í
bílnum voru tveir læknar, annar þeirra Theodór Skúlason, sérfræðingur
í lyflækningum sem hafði m.a. kynnt sér kransæðasjúkdóma. Ragnar var
þá fluttur á sjúkrahús í Reykjavík en kom aftur heim og fór að vinna við
afgreiðslustörf hjá Kaupfélaginu. Stuttu síðar fékk Ragnar annað áfall og
var í kjölfarið fluttur aftur suður á sjúkrahús og þaðan sendur á sjúkra-
hús í Kaupmannahöfn til uppskurðar. Læknir að nafni Bush skar hann
upp. Ragnar sagði þannig frá að þegar hann vaknaði eftir aðgerðina hefði
doktor Bush hoppað og hrópað af gleði og sagt að Ragnar væri fyrsti sjúkl-
ingurinn sem lifði af heilaskurð hjá honum, en þessi aðgerð var talin mjög
áhættusöm. Eftir að Ragnar kom heim til Hólmavíkur leið nokkur tími þar
til hann gat farið að vinna aftur. Í kjölfarið tók við erfiður tími hjá stórri
fjölskyldu, þar sem aðalfyrirvinnan var frá vegna veikinda í langan tíma.
Systkinin Ragnar Hafsteinn, Jón Ólafur, Jón Ormsson, Aðalheiður Benedikta og
Zakarías Halldór.