Strandapósturinn - 01.06.2021, Page 161
160
Eftir að foreldrar mínir giftust og áttu heima í Lyngholti var farskólinn
oft þar til húsa og þá lenti það í auknum mæli á Helgu móður minni að
matreiða fyrir aðkomubörnin, auk heimafólksins og annast þau á annan
hátt eftir því sem henni var unnt. Það var oft erfitt fyrir hana, en þá var
þó faðir minn heima. Einnig sinnti hann sinni kennslu í sveitinni sem far-
kennari á öðrum bæjum og þá var hann að heiman.
Foreldrar mínir ráku smá búskap er þau bjuggu í Lyngholti, áttu oft
tvær kýr og fáeinar kindur og hjálpaði það til að láta enda ná saman við að
framfleyta fimm manna fjölskyldu. Heyjað var fyrir skepnurnar á sumrin í
Lyngholti og auðvitað varð að hirða um þær á veturna og þá var hann að
kenna annars staðar en heima. Veit ég að hann hafði af því áhyggjur að
vera ekki sjálfur til staðar til að sinna heimilinu og man ég að tvisvar réði
hann stúlkur úr sveitinni móður minni til aðstoðar á meðan við systkinin
vorum lítil. Það voru þær Sólbjörg Sigfúsdóttir frá Stóru Hvalsá og Oddný
Daníelsdóttir frá Fossseli. Þær voru þá mömmu til aðstoðar en þó ekki
nema önnur í einu. Fleiri komu þar líka til aðstoðar ef þurfa þótti. Já, að
mörgu var að hyggja svo að allt gengi upp.
Barnaskólinn á Borðeyri
Bjarni, faðir minn, var skólastjóri við barnaskólann á Borðeyri 1952–1957,
sem þá var heimavistarskóli. Skólaárið 1955–1956 kenndi Kristján Guð-
mundsson, f. 29. apríl 1929, við skólann í veikindaforföllum föður míns.
Skólaárið 1956–1957 starfaði faðir minn áfram og naut þar góðrar
aðstoðar Jónu Kristínar, dóttur sinnar, við kennsluna, reyndar sjálfur farinn
að heilsu. Fékk hann þá árs orlof á launum og fór síðan á eftirlaun.
Borðeyri við Hrútafjörð.