Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.2021, Síða 164

Strandapósturinn - 01.06.2021, Síða 164
163 Helgasyni, sem kenndi smíðar og sá oft um viðgerðir á því sem aflaga fór í skólanum. Gott var að geta leitað til hans þegar eitthvað þurfti að lagfæra, en hann bjó í næsta húsi við skólann, í Ólafshúsi. Ólafshúsi hafði verið ætlað að vera bústaður skólastjóra skólans, en varð það aldrei því Bjarni faðir minn og ég bjuggum í Lyngholti. Ég hafði þó um tíma afnot af kjallara hússins og nýtti þá það pláss til að hýsa nokkra nemendur, sem ekki var hægt að hýsa í skólanum sakir þrengsla. Það stóð aðeins í stuttan tíma. Síðar var Lestrarfélag Bæjarhrepps í þessu húsi þar til það fluttist í nýja skólahúsið þar sem það er nú. Já, það voru oft margir nemendur samtímis í skólanum, þó ekki væru þeir allir í heimavistinni. Mörg börn áttu heima á Borðeyri og bjuggu þau að sjálfsögðu heima hjá sér. Ef ég man rétt voru einu sinni 22 nemendur samtímis í yngri deild og 16 í eldri deild. En þá voru ekki báðar deildirnar í skólanum á sama tíma. Já, það var oft þröng á þingi í gamla skólanum. Rétt er að geta þess að börnin voru yfirleitt heima hjá sér um helgar og sáu þá foreldrar þeirra um að sækja þau og skila aftur í skólann. Lengi var ég eini kennarinn við skólann. Þó ber að sjálfsögðu að nefna þrjá stundakennara, Rögnvald Helgason, sem áður er getið, Guðbjörgu Haraldsdóttur og Jenneyju Jónasdóttur sem kenndu handmennt. Þó ekki samtímis. Venjulegur skóladagur í gamla skólanum Kennsla hófst kl. 9:15, þá hafði verið kveikt á ljósavél staðarins og allir komnir á fætur og búnir að borða hafragrautinn hjá Önnu ráðskonu. Það voru þrjár kennslustundir fyrir hádegi og hver stund 45 mínútur með 15 mínútna hléi á milli. Hádegismatur var borðaður kl. 12 og síðan frí til kl. 13 og fóru allir út í hádeginu, nema sá sem átti að aðstoða í eldhúsinu við að þurrka upp eftir matinn, en börnin skiptust á að gera það. Klukkan 13 hófst svo kennslan að nýju og voru þá tveir tímar í kennslu og stóðu þeir til kl. 14:45. Eftir kl. 14:45 tók við langt frí og fóru þá allir út í hlaupaleiki, sem oftast voru annaðhvort stórfiskaleikur eða útilegumannaleikur. Reyndi ég að taka þátt í þeim með börnunum, ef ástæður leyfðu. Veit ég að við höfðum öll mikið gott af þeirri hreyfingu, ekki síst fyrir það að engin íþróttaaðstaða var í skólanum. Leikirnir fóru oftast fram við skólann og víðs vegar á Borðeyri,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.