Strandapósturinn - 01.06.2021, Page 173
172
Maður hét Gissur. Telja nokkrir hann Bjarnason verið hafa, og var hann
smali hjá Staðarklerki. Það var eitt sinn fyrripart vetrar að hann smalaði fé
sínu um móa þá er liggja norður frá Steingrímshaug og skammt er úr að
Þjóðbrókargili. Sér hann þá skessu mikla er skálmar að honum og nær hún
honum fljótlega og heldur honum. Er þar komin Þjóðbrók. Vill hún hafa
hann með sér til byggða sinna og verður svo að vera hvort sem honum
líkar betur eða verr. Er hann þar, þar til á Góu. Er þá stundum kalt í helli
kerlingar, er ís og snjór liggur á hauðri og inn flóann. Sækir þá Gissur las-
leiki og meðal annars lystarleysi mikið. Leitar kerling allra bragða við hann
og batnar ekki um að heldur. Kveðst hann muni helst geta etið hákarl ef
hún kæmi með hann, þó mætti hann alls ekki yngri vera en 12 ára gamall.
Kemur nú kerlingu ráð í hug, byrgir hellinn sem best hún kann og leggur
af stað norður yfir fjöll og dali og alla leið norður á Hornstrandir. Fær hún
þar hákarlslykkjur nokkrar og hverfur að því búnu hið bráðasta til baka.
Nú er að segja af Gissuri. Reynir hann að komast úr hellinum en gengur
treglega, kemst hann þó að lokum út og leggur þá hið bráðasta af stað í
áttina til Staðar. Er hann hefir gengið suðvestur yfir fjallið og er kominn
á hina svonefnda Teigabrún, heyrir hann að skessan er komin í kallfæri og
segir: ,,hérna er hákarlinn Gissur 12 ára gamall og 13 ára þó.“ Hleypur
Gissur nú hið mesta er hann má og naut hann þess að allbratt er ofan
Teigana á Stað og að kerling var lúin af göngunni. Kemst hann að kirkju-
garði á Stað og hendir sér inn af honum í ofboði. Stenst það á endum að
kerling dettur áfram á garðinn og er hann jafnan lágur þar síðan, missir
hún Gissurar inn yfir og nær hann í streng á annarri kirkjuklukkunni, er
í var hinu opna porti, er þá var fram af kirkjudyrunum og skyldi þar með
þeim.
Þjóðsaga
Sagan um Þjóðbrók