Morgunblaðið - 17.03.2022, Page 30

Morgunblaðið - 17.03.2022, Page 30
Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Í Loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði hefur verið mikil vinna frá áramót- um og nánast stöðug allan sólar- hringinn síðan hrognavinnslan hófst. Spurður um markaði segir Friðrik Mar Guðmundsson fram- kvæmdastjóri að í heildina sé útlit fyrir að ágætt verð fáist fyrir afurðir. Erfitt sé með samanburð við síðasta ár þegar kvóti var lítill og tvö ár á undan var engin loðna veidd. Nú sé verð fyrir mjöl og lýsi hátt, mun lægra en í fyrra fyrir hrognaloðnu, óvissa sé með frosinn hæng sem meðal annars hefur farið til Úkraínu og Hvíta-Rússlands, og ekki sé á þessari stundu hægt að segja fyrir um verðmætustu afurð- ina, loðnuhrogn til Asíu. Magnið ræður miklu um verð „Um verð fyrir loðnuhrognin er lítið hægt að segja fyrr en fyrir liggur hvert framleiðslumagnið verður. Verður það 15 þúsund tonn eða 20 þúsund tonn, sem ég tel reyndar ólíklegt. Magnið hefur eðli- lega mikil áhrif á verðið, en loðnu- hrogn koma nánast eingöngu frá Ís- landi. Ég leyfi mér þó að vera þokkalega bjartsýnn,“ segir Friðrik. Loðnuvinnslan er með lítið hlut- fall loðnukvótans eða tæplega 1,8% af heildinni, rúm 11 þúsund tonn, sem skip fyrirtækisins, Hoffell SU 80, veiðir. Þá keypti fyrirtækið 15 þúsund tonn eða 40% af svoköll- uðum 5,3% potti og eru heimild- irnar því alls rúmlega 26 þúsund tonn. Hoffellið er búið að veiða 19.200 tonn og á eftir 7.200 tonn. Þetta segir þó aðeins hálfa sög- una og afkastagetan á Fáskrúðsfirði er talsvert meiri en sem þessu nem- ur. Þar er búið að landa um 45 þús- Langir dagar í loðnuvinnslu - Um 45 þúsund tonn komin á land á Fáskúðsfirði og mikil vinna - Þokkalega bjartsýnn á verð fyrir loðnuhrogn - Hrognaframleiðsla komin í um 10 þúsund tonn samtals - Gengið vel að fá skip í viðskipti Ljósmynd/Loðnuvinnslan Stund milli stríða Þorri Magnússon framleiðslustjóri og verkstjórarnir Steinar Grétarsson og Grétar Arnþórsson. Morgunblaðið/Albert Kemp Búbót Færeysku skipin Götunes og Þrándur í Götu lönduðu í vikunni. Friðrik Mar Guðmundsson und tonnum frá áramótum. Norð- menn lönduðu þar rúmum tíu þúsund tonnum og færeysku skipin Götunes, Þrándur í Götu og Finnur Fríði hafa landað um 10 þúsund tonnum, sem eingöngu hafa farið í hrognavinnslu. Þá hefur græn- lenska skipið Tasilaq einnig landað hrognaloðnu á Fáskrúðsfirði. Stöðugt á útkikki „Við erum með lítinn uppsjávar- kvóta og þurfum stöðugt að vera á útkikki og skjóta gæsina þegar hún flýgur yfir,“ segir Friðrik. „Okkur hefur gengið vel að fá skip í við- skipti og í hrognum erum við að nálgast 2.500 tonn, en í fyrra fryst- um við um 600 tonn. Þessum öflugu skipum Færeyinga hefur gengið vel og kvóti þeirra er eins og annarra miklu stærri en í fyrra. Þeir hafa lagt áherslu á hrognin í ár og að mestu landað hjá okkur. Norðmenn mega hins vegar ekki veiða eftir 22. febrúar og það sem þeir lönduðu hjá okkur fór að mestu í mjöl og lýsi.“ Friðrik áætlar að fyrir síðustu helgi hafi hrognaframleiðslan á landinu öllu numið um sex þúsund tonnum, sem er aðeins minna en framleitt var samtals síðasta vetur. Vel hafi síðan veiðst um helgina og þegar unnið hafi verið úr þeim afla MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARS 2022 „Almennt segjum við allt gott hér á Fáskrúðsfirði, það þýðir ekkert annað,“ segir Friðrik, framkvæmdastjóri Loðnuvinnsl- unnar. „Við vitum ekki frekar en aðrir hvað þessi vertíð stendur lengi og ég held það sé ekki al- mennilegt veiðiveður í kortunum fyrr en á laugardag, sunnudag. Þá er spurning hvort loðnan verður búin að hrygna og hvaða áhrif brælan hefur haft. Ég held að það sem var út af Snæfells- nesi um síðustu helgi geti þó verið óhrygnt,“ segir Friðrik. Um 170 starfsmenn vinna allt árið hjá Loðnuvinnslunni, sem er um 40% af vinnandi fólki í bæn- um. Fyrirtækið er langstærsti vinnuveitandinn á Fáskrúðsfirði. Allmargt fólk af erlendum upp- runa starfar hjá fyrirtækinu. „Margt af þessu fólki hefur verið hjá okkur í 15-20 ár og það er spurning hversu lengi við tölum um útlendinga í þessu sambandi. Staðreyndin er sú að þetta fólk kann vel til verka og er okkur lífsnauðsynlegt,“ segir Friðrik. Ekki vitað hvað vertíðin stendur lengi STÓR VINNUVEITANDI Vinir fá sérkjör Skráning á icewear.is FUNI dúnúlpa Kr. 33.990.- RUMUR flannel skyrta Kr. 9.990.- SÓLA zip-off göngubuxur Kr. 17.990.- Þín útivist - þín ánægja HVÍTANES Merínó hálsklútur Kr. 4.990.- HVÍTANES Merínó ennisband Kr. 2.990.- ATLI softshell buxur Kr. 17.900.- BRIMNE meðalþy göngus Kr. 2 S kkir okkar .150.- HVÍTANES Merino peysa Kr. 13.990.- HVÍTANES merino buxur Kr. 11.990.- SANDEY Flíshanskar Kr. 2.990.- Vefverslun:www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf S. 555 3100 · donna.is Honeywell gæða lofthreinsitæki Verð kr. 39.420 Hreinna loft - betri heilsa gæti magnið nálgast alls tíu þúsund tonn, sem samsvarar veiði á hátt í 70 þúsund tonnum af loðnu, sam- kvæmt upplýsingum Friðriks. Hver dagur dýrmætur Hann bendir á að menn hafi að- eins um tvær vikur í lok vertíðar til að veiða loðnu til hrognavinnslu og frátafir vegna veðurs hafi mikil áhrif eins og undanfarið. Einnig megi miða við að æskilegur hrogna- þroski til að frysta kvenloðnu sé um tvær vikur og þar hafi veður áhrif og áta. Hver dagur sé því dýr- mætur og frátafir undanfarið geti skipt miklu um lokaniðurstöðuna. Nú er eftir að veiða um 200 þús- und tonn af 685 þúsund tonna kvóta Íslendinga. Friðrik telur litlar líkur á að sá kvóti náist allur og það hafi áhrif á verð á afurðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.