Morgunblaðið - 17.03.2022, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 17.03.2022, Qupperneq 40
40 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARS 2022 Nú er komið að því að kjósa í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borg- arstjórnarkosning- arnar í maí. Á und- anförnum vikum hef ég átt samtöl við fólk úr öllum borgarhverfum til að hlusta eftir því hvað það er sem brenn- ur á kjósendum. Þessi samtöl hafa verið mér innspýting og hvatning. Það er öflugur hópur sem nú býður sig fram í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins sem ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast. Ég trúi því að með framboði mínu sé ég að auka breidd, styrkja hópinn þann- ig að við náum til fleiri kjósenda og komum Sjálfstæðisflokknum aftur til forystu í borginni. Gerum Reykjavík framúrskarandi Mér finnst gott að búa í Reykjavík. Ég tel mig að svo mörgu leyti hafa dottið í lukkupottinn að hafa fæðst hér og alist upp. Hér er frelsi, hreint loft og vatn, vinir og fjölskylda allt- umlykjandi. Við búum við góðar aðstæður, sér í lagi í samanburði við önnur samfélög víðs vegar um heiminn. Hér er þó hægt að gera miklu betur. Reykjavík á að vera framúrskar- andi borg og við eigum að hafa metnað til að vera leiðandi, vera frumkvöðlar, vera framúrskarandi. Ég vil ganga fram með góðu for- dæmi, ekki síst fyrir börnin mín, og segi þeim að þau geti allt, ef þau vilji það nógu mikið og leggi sig fram. Að fara í framboð til að hafa jákvæð og uppbyggileg áhrif á samfélagið er fordæmi sem ég vona að þau taki til sín og með sér út í lífið. Hvatning til að taka ábyrgð á sjálfum sér, nær- umhverfinu og því sem þarf að breyta og bæta í samfélaginu er gott vega- nesti fyrir börn og ungmenni. Að trúa því að þú sem manneskja getir haft áhrif til hins betra. Það er grunn- urinn að mínu framboði. Betri rekstur er undirstaða öflugrar þjónustu Við rekstur á fjölbreyttu borgar- samfélagi er í ansi mörg horn að líta. Það þarf að sjá til þess að okkar besta fólk, börn og unglingar, séu sett í for- gang. Að grunnskólar og leikskólar séu í fremstu röð og aðgengi að list- sköpun, íþróttum og tómstundum sé tryggt fyrir öll ungmenni óháð fjár- hag. Bæta þarf starfsumhverfi leik- og grunnskólakennara, fólksins sem menntar börnin okkar og ver stórum hluta dagsins með þeim. Tryggja verður að þau sem byggðu upp borgina okkar og eru komin á efri ár geti elst með reisn og hafi fjöl- breytt val varðandi búsetuúrræði, að- gengi að miðlægri þjónustu og af- þreyingu við hæfi. Við viljum framsækna, skemmti- lega og lifandi menningarborg sem vex í takt við nútímann og hefur lýð- heilsusjónarmið og umhverfisvitund að leiðarljósi. Tryggja þarf möguleika fólks til að ákveða sjálft hvaða samgöngumáta það velur, gangandi, hjólandi, keyr- andi eða með almenningssamgöngum sem þarf að stórbæta. Í húsnæðismálum þarf að taka tillit til ólíkra óska fólks og þarfa, með þéttingu byggðar þar sem það á við í sátt við íbúa, sem og uppbyggingu nýrra hverfa. Ábyrgur og gegnsær rekstur er undirstaða blómlegrar borgar og það er brýnt að taka til hendinni í rekstri borgarinnar, minnka yfirbyggingu og setja aukið fjármagn í grunnstoðir og þjónustu við borgarbúa. Blómleg borg laðar að sér líf. Reykjavík á að vera spennandi og eft- irsóknarverður kostur fyrir alla; fólk, fyrirtæki, heimamenn og ferðamenn. Við viljum öflugt og fjölbreytt at- vinnulíf þar sem einstaklingar og fyrirtæki fá að vaxa og dafna án íþyngjandi boða og banna. Sköpum jákvæða hvata til uppbyggingar á ný- sköpun, hugviti og skapandi greinum. Í störfum mínum undanfarin ár hef ég öðlast dýrmæta reynslu í að leiða saman fólk með ólíkar skoðanir úr mismunandi áttum til að ná fram nið- urstöðu sem sátt er um. Að byggja undir góðar hugmyndir og koma þeim í framkvæmd, að greina kjarn- ann frá hisminu. Þannig mun ég áfram vinna og vonandi næstu árin fyrir íbúa í Reykjavík. Ég býð fram krafta mína í þágu borgarbúa, í þágu samfélagsins sem ég ólst upp í og geri það af fullum krafti og af hugsjón fyrir betra sam- félagi. Ég mun draga þennan vagn af öllum mætti fái ég til þess umboð ykkar og bið um stuðning í 2.-3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 18. og 19. mars. Kæru Reykvíkingar! Eftir Birnu Hafstein » Tryggja verður að þau sem byggðu upp borgina og eru komin á efri ár geti elst með reisn og hafi fjölbreytt val varðandi búsetuúr- ræði. Birna Hafstein Höfundur er formaður FÍl – Félags íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum og í framboði í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík. birnahafstein@hotmail.com Starfsfólki borg- arinnar hefur fjölgað um 20 prósent á und- anförnum fjórum ár- um. Því fjölgaði sum sé mun meira en borgarbúum á sama tímabili. Fulltrúar atvinnu- lífsins hafa gagnrýnt þessa útþenslu sem bitnar oft á fyr- irtækjum en sem dæmi má nefna samráðsleysi borgarinnar við upp- lýsingatækniiðnaðinn þegar kemur að stafrænni umbreytingu Reykja- víkur. Verkefnið er eitt stærsta upplýsingatækniverkefni sem ráð- ist hefur verið í hér á landi og ljóst þykir að fyrirtæki í upplýs- ingatækniiðnaði hafa misst frá sér starfsfólk til hins opinbera vegna þess að borgin kýs að ráðast í samkeppni við einkaaðila í stað samstarfs. Skrifstofustjóri yfir skrifstofustjóra Í barnslegri bjartsýni mætti ætla að þjónusta og upplýsingagjöf borg- arinnar hefði batnað við allar þessar mannaráðningar, þar sem skrifstofustjóri er ráðinn yfir skrif- stofustjóra, verk- efnastjóri yfir verk- efnastjóra og upplýsingafulltrúi yfir upplýsingafulltrúa – það er þó fjarri lagi. Í að verða þrjá áratugi hefur Samfylkingin haldið nær óslitið um stjórn- artauma borgarinnar. Á þeim tíma hafa skuldir vaxið gríðarlega, kerf- ið þanist út og starfsfólki fjölgað án þess þó að íbúar borgarinnar hafi orðið varir við bætta þjónustu eða upplýsingagjöf. Á sama tíma hafa grunnskólar borgarinnar grotnað niður og myglað vegna viðhaldsleysis og ekki að sjá að yf- irvöld hafi skeytt um heilsu barna eða starfsfólks skólanna. Biðlistar leikskólanna lengjast í borginni og á meðan flest sveitarfélög landsins setja sér markmið um að innrita börn á leikskóla við 12 mánaða aldur eða yngri setur borgin sér það viðmið að innrita börn um 18 mánaða aldur og auk þess gengur illa að fá starfsfólk. Þjónustum borgarbúa en ekki báknið Þjónusta við fólkið í borginni hef- ur mætt afgangi þótt sífellt meiri peningum sé eytt í að stækka bákn- ið. Ég trúi því að með nýrri og lausnamiðaðri hugsun megi leysa vanda fjölskyldufólks, bæði hús- næðisvandann og seinagang í borg- arkerfinu, og eyða ákvarðanafælni. Undanfarin tvö ár hafa minnt okk- ur á það hvað borgir eiga að leggja áherslu á en það er þjónusta við fólk. Ég vil leggja mitt af mörkum til að taka til í borginni og bæta þjónustu við borgarbúa. Skrifstofustjóri yfir skrifstofustjóra Eftir Söndru Hlíf Ocares Sandra Hlíf Ocares » Þjónusta við fólkið í borginni hefur mætt afgangi þótt sífellt meiri peningum sé eytt í að stækka báknið. Höfundur býður sig fram í 3. sæti í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Þessi grein er rituð til stuðnings Hildi Björnsdóttur sem sæk- ist eftir 1. sætinu í próf- kjöri Sjálfstæðisflokks- ins sem fram fer föstudaginn 18. mars og laugardaginn 19. mars og leiða þannig lista sjálfstæðismanna í Reykjavík í vor. Ég hef fylgst með Hildi frá því hún gaf sig til starfa í stjórnmálum og hef dáðst að elju hennar, hugmyndaauðgi og persónu- legum styrk til að gegna leiðtoga- hlutverki í stjórnmálum. Það gleður mig ósegjanlega hvað kynsystrum mínum hefur gengið vel í prófkjörum í Sjálfstæðisflokknum nú síðvetrar. Sjálfstæðisflokknum og stuðningsmönnum hans var á tímabili legið á hálsi að styðja ekki nægilega við bakið á konum sem buðu sig fram til trúnaðarstarfa á vettvangi stjórn- málanna, enda þótt hann hafi í sögu- legu samhengi veitt konum pólitískan framgang umfram aðra flokka. Nú hafa kjósendur Sjálfstæðisflokksins, ungir sem aldnir, valið nýjar kyn- slóðir til starfa í stjórnmálum og hafa séð hvað fjölbreytni skiptir máli í því vali; í þágu vinnubragða, málefna, áherslna og jafnvel einnig kjörþokka lista í framboði! Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi, lögfræðingur og stjórnmálafræð- ingur var kjörin í borg- arstjórn fyrir fjórum ár- um og vakti strax athygli fyrir mikinn metnað fyrir hönd borg- arinnar og borgarbúa og framkomu sem einkenn- ist af einurð, rökfestu og þekkingu. Hún tekur slaginn, gagnrýnir óhik- að það sem betur má fara og fylgir sannfær- ingu sinni. Hún hefur sýnt mikla leiðtogahæfi- leika og ég treysti henni best allra til að skapa góða liðsheild félaga sinna, takast á við mótherja okkar í kosn- ingabaráttunni í vor, leiða Sjálfstæð- isflokkinn til sigurs og gegna emb- ætti borgarstjóra næsta kjörtímabil. Glæsilegri og klárari borgarstjóri er vandfundinn. Ég hvet því alla þá sem taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í lok vikunnar til að kjósa Hildi Björns- dóttur í 1. sætið. Hildur í 1. sætið Eftir Ástu Möller Ásta Möller »Ég treysti henni best allra til að skapa góða liðsheild og leiða Sjálfstæðisflokkinn til sigurs. Höfundur er fv. þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. asta@investis.is Jákvæð karl- mennska er andsvar við þeirri skaðlegu karlmennsku sem krefur karla og drengi um að bæla niður tilfinningar, fela þær, gefa þeim ekki gaum, tala ekki um þær og leita sér seint eða síður aðstoðar vegna vanlíðan. Það er ekki veikleiki eða merki um aumingjaskap að upplifa eða tjá tilfinningar á einlægan og ber- skjaldaðan hátt. Þvert á móti nær- ir það þrautseigju, tengsl og sterka sjálfsmynd. Þessa viku fer fram átak undir merkjum jákvæðrar karlmennsku til að normalísera tilfinningar karla og drengja. Það er ekki bara nauðsynlegt að strák- ar fái að rækta með sér heilbrigt og eðli- legt tilfinningalíf fyrir þeirra eigin lífsgæði, heldur styður það einnig við jafnrétti. Að geta og mega sýna samkennd, hluttekn- ingu, auðmýkt og ást er nauðsynleg færni til að geta átt í nán- um tengslum við aðra. Hvort sem um ræðir fólk sem er ólíkt okkur, vini, maka eða börn. Tilfinningar eru mikilvægar og við eigum ekki að grafa undan þeim. Ég hvet pabba, afa og alla karla til að líta inn á við og leyfa sér að finna til, sjá eigin tilfinningar og upplifa þær. Ég hvet þá til að tala um eigin líðan, æfa sig í að setja tilfinningarnar í orð við börn sín og barnabörn, maka, vini og sam- starfsfélaga. Ég hvet þá sem orðið hafa fyrir áföllum eða eru að glíma við vanlíðan til að segja ein- hverjum frá því og jafnvel leita sér faglegrar aðstoðar. Það krefst hugrekkis að ber- skjalda tilfinningar sínar. Leyfum okkur að sjá og tjá tilfinningar okkar og normalíserum þannig til- finningar strákanna okkar. Eftir Þorstein V. Einarsson Þorsteinn V. Einarsson »Ég hvet pabba, afa og alla karla til að líta inn á við og leyfa sér að finna til, sjá eigin til- finningar og upplifa þær. Höfundur er umsjónarmaður Karlmennskunnar. thorsteinnv@karlmennskan.is Leyfum strákum að sjá og tjá tilfinningar LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.