Morgunblaðið - 17.03.2022, Síða 48

Morgunblaðið - 17.03.2022, Síða 48
Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Fortíðin hittir framtíðina í Netflix- myndinni The Adam Project sem kom út á streymisveitunni í síðustu viku og hefur vakið töluverða at- hygli en leikstjóri myndarinnar er Shawn Levy, sem meðal annars leikstýrði 80’s hrollvekjugleðinni Stranger Things. Tímaflakkarinn Adam Reed, leikinn af Ryan Rey- nolds, ferðast 30 ár aftur í tímann og slæst í för með sjálfum sér, 12 ára gömlum, í von um að saman geti þeir bjargað framtíðinni. Ellen DeGeneres kallaði myndina E.T. okkar kynslóðar en henni hefur einnig verið líkt við Back to the Future. Kvikmyndagagnrýnandinn Ragn- ar Eyþórsson eða Raggi var mjög hrifinn af myndinni sem hann sagði stórgóða og frábæra afþrey- ingu þó að hann tæki fram að ekki væri um að ræða neitt meist- araverk – en hann rýndi myndina í Síðdegisþættinum hjá þeim Sigga Gunnars og Friðriki Ómari. Hann gaf myndinni þrjár stjörnur af fjórum. Scobell stjarna myndarinnar Allir voru kvikmyndaáhuga- mennirnir þrír sammála um að stjarna myndarinnar væri hinn 12 ára (nú 13 ára) Walker Scobell, sem leikur yngri útgáfu Adam Reed. Hann hefur sannarlega sleg- ið í gegn með hlutverki sínu sem er hans fyrsta hlutverk í kvikmynd en án vafa alls ekki það síðasta en hann á vafalaust framtíðina fyrir sér í Hollywood. „Hann er stjarna myndarinnar. Hann horfði víst á Deadpool alveg á fullu og át upp taktana hans Ryan Reynolds,“ útskýrði Raggi. Jennifer Garnier leikur móður Adams í myndinni, en yngri Adam er að glíma við sorgina eftir að hafa misst föður sinn (Mark Ruf- falo) skyndilega í bílslysi nokkru áður en Adam eldri kemur inn í líf hans. Zoe Saldana leikur Lauru, eig- inkonu Adams, sem hann vonast til að geta bjargað úr fortíðinni. Alltaf sama persónan Raggi sagði myndina halda vatni hvað varðar tímaflakk – fyrir þá sem pæla mikið í tímaflakki eins og hann sjálfur. Fannst honum myndin þó þjást mest fyrir eitt. „Fyrir það að Ryan Reynolds er svo rosa mikið að leika Ryan Rey- nolds. Af því að ég væri til í að sjá Ryan Reynolds í öðrum gír heldur en þessi persóna,“ sagði Raggi sem sagði Reynolds alltaf leika sama karakterinn. „Hann á meira inni en að vera þetta,“ sagði hann en bætti við: „En strákurinn í staðinn rífur þetta upp, að fá nýjan Ryan Rey- nolds í staðinn.“ Þá benti Raggi einnig á að eitt atriði í myndinni hafi verið örlítið sársaukafullt að horfa á en þar er tölvugrafík notuð til að yngja upp eldri konu – sem hittir yngri útgáf- una af sjálfri sér í myndinni. „Tölvuútgáfan af henni er svo vond. Það er eins og hún sé klippt út úr tölvuleik en gamla konan er eðlileg. Það er alltaf miklu betra að fá sér ungan leikara og gera hana eldri með förðun. Það „feik- ar“ þetta miklu betur en að fara í hina áttina og yngja fólk upp,“ sagði Raggi. Myndin, sem þó er bönnuð innan 12 ára, er nokkuð fjölskylduvæn og líklegt að eldri börn hefðu jafn gaman af henni og fullorðnir. „Maður hefur gaman að þessu sem fullorðinn en líka sem krakk- inn inni í manni. Hann [Adam yngri] kemst sem 12 ára strákur í framtíðarvopnin og fær að vera í pínu „byssó“. Ef ég væri krakki væri þetta geggjað,“ sagði Raggi glettnislega. James Gunn-fílingur Siggi Gunnars benti á að tónlist- in í myndinni væri alveg frábær en hún einkennist af frábærum slög- urum frá mismunandi tímaskeið- um. Hittarinn „Gimme Some Lovin’“ með The Spencer Davis frá 1967 hljómar á fyrstu sekúndum mynd- arinnar og setur strax stemn- inguna fyrir myndina í upphafi. Slagararnir „Let My Love Open the Door“ með Pete Townsend og „Let it Be“ með Matt Berninger spila líka hlutverk í myndinni. „Hún [myndin] er að taka svona James Gunn-fílínginn, að taka slag- arana, „Greatest hits“ á þessu tímabili til að aðeins poppa upp stemninguna,“ sagði Raggi og vís- aði í leikstjóra Guardians of the Galaxy, The Suicide Squad og þátt- anna Peacemaker, sem einmitt not- ast mikið við tónlist í sínum mynd- um og þáttum. „Þetta er svona næstum aðeins of mikið en vá mér líður svo vel að horfa á þetta og hlusta á þetta,“ bætti Raggi við. „Það lætur mann fá gleðitilfinn- ingu um allan kroppinn,“ sagði hann. Raggi: bbbn IMDb: 6,8/10 Rotten Tomatoes Kvikmyndagagnrýnendur: 68% Áhorfendur: 79% Bjargar framtíðinni með 12 ára sjálfum sér Netflix-myndin The Adam Project fékk fína dóma hjá Ragga, kvikmyndagagnrýnanda K100 en hann rýndi myndina, sem er ekta vísindaskáldskap- argleði, í Síðdegisþættinum í vikunni. Flottur hópur Frækinn hópur leikara tók þátt í The Adam Project sem þó var fyrsta mynd hins unga Walker Scobell. Ungstirni Walker Scobell átti stjörnuleik í myndinni þar sem hann lék 12 ára Adam sem hittir eldri útgáfu af sjálfum sér. Netflix The Adam Project kom út 11. mars síðastliðinn á streymisveitunni Netflix. Raggi rýnir The Adam Project Tímaflakk Adam Reed hittir sig sjálfan 12 ára gamlan í myndinni The Adam Project. AFP AFP MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARS 2022 www.gilbert.is FRISLAND 1941 TÍMALAUS GÆÐI VIÐ KYNNUM

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.