Morgunblaðið - 17.03.2022, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 17.03.2022, Qupperneq 64
dýptina. „Þegar við hófum þessa veg- ferð rákum við okkur fljótt á það hversu lítið af upplýsingum hægt var að finna á netinu um vestfirsku skáld- in. Við lögðum því leið okkar á Bóka- safn Hafnarfjarðar og fundum hrein- lega fjársjóð í kjallara safnsins,“ segir Rakel og rifjar upp að þau Garðar hafi lagt mikla vinnu í ljóða- valið. „Það fór mikill tími í að finna ljóð sem við tengdum við og sem segja einhverja áhugaverða sögu,“ segir Rakel og bendir á að ljóðin séu líka mjög ólík í yrkisefni og stíl. „Saga ljóðanna og yrkisefni fær svolítið að ráða stemningu laganna hverju sinni,“ segir Garðar og rifjar upp að platan hafi að mestu verið samin á aðeins einni viku í sumar- bústað. „Við héldum nokkurs konar vinnusmiðju þar sem við sömdum þetta saman í góðu flæði. Oft byrjaði Gaddi á einhverju stefi og ég söng síðan laglínuna yfir það,“ segir Rakel. „Í raun má segja að hljóðheim- urinn hafi orðið til í kringum ljóðin sjálf, enda voru textarnir ávallt útgangspunkturinn. Það leynist svo ótrúlega mikil músík í þessum text- um sem auðveldar okkur að semja lögin,“ segir Garðar og tekur fram að þau Rakel hafi valið ljóð sem þeim fannst lagleg. Þegar blaðamaður hváir yfir orðinu útskýrir Garðar að hann sé þar að vísa til þess að ljóðin innihaldi góðan rytma. „Það er nefnilega kúnst að velja ljóð sem hægt er að búa til lag við. Það er ekki músík í öllum ljóðum,“ segir Rakel og nefnir sem dæmi að snúið hafi verið að finna laglegt ljóð eftir Jón úr Vör. „Það er oft erfitt að finna rytmann í hans ljóðum þar til við rákumst á „Kötu gömlu í kof- anum“, þar sem við bættist líka skemmtileg saga af norn,“ segir Rak- el og tekur fram að líta megi á plöt- una sem ákveðið andsvar við mildum og einföldum lagatextum í nútíma- popptónlist. Ákveðin fegurð í frelsinu „Það er svo gaman að miðla flott- um textum á fallegri íslenskri tungu. Það kom okkur skemmtilega á óvart þegar við fórum í tónleikaferðalagið fyrir vestan síðasta sumar hversu vel textarnir töluðu til áhorfenda,“ segir Rakel. „Á tónleikum kynnir Rakel hvert lag og gefur innsýn í tilurð ljóðanna, sögu þeirra og upplýsingar um höfunda textanna. Við fundum skýrt hvað áhorfendur voru þakklátir fyrir það,“ segir Garðar. „Í þeim skilningi eru tónleikar okkar alltaf líka hálfgerð sögustund þar sem við kynnum heiminn sem við erum að stíga inn í,“ segir Rakel. Þegar blaðamaður hlustaði á plöt- una leyndi leikhúsbakgrunnur Rak- elar og Garðars sér ekki í tónlistinni, en bæði starfa þau við Borgarleik- húsið, hún sem leik- og söngkona og hann sem hljóð- og tónlistarmaður. „Auðvitað hefur leikhúsið mikil áhrif á sköpun okkar. Ég er leikkona og þar af leiðandi sögumaður,“ segir Rakel og tekur fram að henni finnist spennandi að rannsaka hljóðheim raddarinnar. „Mér finnst röddin sem hljóðfæri ótrúlega áhugavert, ekki síst þar sem það býður upp á mjög mikla möguleika til túlkunar. Ég er sjálf mikið að kenna söng og nýti röddina auðvitað sem hljóðfæri í leik- húsinu. Ég er því sífellt að rannsaka hvaða hljóð hægt sé að búa til með röddinni,“ segir Rakel og bendir á að vissulega sé hún að stíga aðeins út fyrir rammann með því að senda frá sér tónlist þar sem hún sé ekki bara að syngja blítt og fallega. „Þegar ljóðið og lagið kalla á það þá bý ég til groddaleg, ljót og áhugaverð hljóð, samanber nornina í „Kötu gömlu í kotinu“,“ segir Rakel. „Hvað það varðar skilur þessi tónlist sig líka frá hefðbundna poppinu þar sem lengi hefur verið við lýði að allt eigi að vera fullkomið,“ segir Garðar. „Gaddi er líka mikill rokkari og smitar mig af því og litar alla okkar tónlist,“ segir Rakel. Talandi um tónlistarstíla þá eru lögin á plötunni allt frá því að vera melódískt popp og hörku rokk yfir í djass og blús. Eruð þið meðvitað að blanda saman stílum? „Við leitum í hljóðheim Nick Cave, Tom Waits og The Kills,“ segir Garð- ar. „Ég myndi segja að við náum ágætri fjölbreytni,“ segir Rakel. „Við erum heldur ekki að elta einhvern ákveðinn stíl heldur gerum það sem okkur langar hverju sinni,“ segir Garðar. „Í raun má segja að það birt- ist ákveðin fegurð í því frelsi sem við höfum. Við erum bara að leika okkur og höfum þar fullt frelsi þar sem lög- in eru okkar og við erum sjálf að taka upp og framleiða. Fyrst og síðast finnst okkur hrikalega skemmtilegt að semja og taka upp tónlist. Við von- um auðvitað að fólk njóti þess að hlusta, en það er bara hreinn bónus,“ segir Rakel. „Annað sem við erum að vinna með er einföld og hrá umgjörð laganna,“ segir Garðar. „Við vildum ná þeirri stemningu að lagið væri í raun flutt í rauntíma. Við tókum þetta nánast allt upp í stúdíóinu sem við erum búin að koma okkur upp hér á heimilinu okkar hér í Hafnarfirði. Þannig að þetta er svona beint frá býli þar sem við gerum allt sjálf og einnig beint frá hjartanu,“ segir Rak- el. Reiknið þið með að vinna fleiri plötur eftir sama konsepti? „Já, við erum þegar farin að horfa á næsta stað, sem væri þá Norður- land. Sem fyrr myndi verkefnið byrja með því að við förum á Bókasafn Hafnarfjarðar og skoðum norð- lenskar perlur og skemmtilegar sög- ur,“ segir Garðar og bætir við: „Það er allt enn í mótun enda langar okkur fyrst að fylgja þessari plötu vel eftir, m.a. með endurteknu tónleika- ferðalagi á Vestfjörðum næsta sumar þar sem okkur langar að spila færri og stærri tónleika.“ Morgunblaðið/Eggert „Beint frá hjartanu“ - Hljómsveitin ÞAU sendir frá sér sína fyrstu plötu sem nefnist ÞAU taka Vestfirði og inniheldur frumsamda tónlist við ljóð vestfirskra skálda - Fundu fjársjóð í kjallara Bókasafns Hafnarfjarðar Afslöppuð Rakel Björk Björnsdóttir og Garðar Borgþórsson, sem skipa dúóið ÞAU, á heimili sínu í Hafnarfirði þar sem er einnig heimastúdíó þeirra. VIÐTAL Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Tilurð plötunnar má rekja til þess að við fórum í tónleikaferðalag um Vest- firðina síðasta sumar,“ segir söng- og leikkonan Rakel Björk Björnsdóttur sem ásamt tónlistarmanninum Garðari Borgþórssyni skipar hljóm- sveitina ÞAU sem nýverið sendi frá sér tólf laga plötu sem nefnist ÞAU taka Vestfirði og m.a. er aðgengileg á Spotify. Platan inniheldur frumsamin lög þeirra við ljóð eftir vestfirsk skáld en ÞAU munu fylgja útgáfunni eftir með tónleikum í Bæjarbíói miðviku- daginn 6. apríl kl. 20 undir yfirskrift- inni: „ÞAU taka Bæjarbíó“ þar sem píanóleikarinn Agnar Már Magnús- son kemur fram með þeim. Á plöt- unni leika hins vegar með þeim Hjörtur Ingvi Jóhannsson á píanó og Aron Steinn Ásbjarnarson á saxófón. „Það var í raun hálfgerð tilviljun sem réð því að við fórum í þetta ferðalag. Vinur okkar, Ingimar Ingi- marsson, orgelleikari á Reykhólum, skipulagði tónleikaferðalagið á Vest- fjörðum með okkur og spilaði með okkur á þeim 14 stöðum þar sem við komum fram,“ segir Rakel. „Upp- haflega ætluðum við bara að spila vestfirska tónlist, en svo fæddist sú hugmynd að grafa upp þessi gömlu skáld og gera tónlistina bara sjálf, sem er auðvitað miklu skemmti- legra,“ segir Garðar. Mikilvægt að velja lagleg ljóð Meðal höfunda ljóðanna á plötunni eru Eiríkur Örn Norðdahl, Guð- mundur Ingi Kristjánsson, Halla skáldkona, Jakobína Sigurðardóttir, Jón úr Vör, Ólína Þorvarðardóttir og Steinn Steinarr. „Lögin og ljóðin veita innsýn í sögu, menningu og líf fólks í landinu okkar á ólíkum tímum. Þarna sameinast gamlar raddir og ungar í blóma. Þannig má segja að fortíðin hitti nútíðina,“ segir Rakel og tekur fram að það sé einstaklega gaman að syngja svona safaríka texta þar sem tækifæri gefst til að fara á 64 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARS 2022 Fiskislóð • Bíldshöfði • Smáratorg • Helluhraun • Baldursnes www.gaeludyr.is Með kaupum á 100 lítra+ fiskabúrum fylgir afsláttarkort sem veitir 20% afslátt af öllu í fiskadeild í 30 daga
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.