Morgunblaðið - 17.03.2022, Side 65

Morgunblaðið - 17.03.2022, Side 65
MENNING 65 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARS 2022 B elfast er svarthvít og sykr- uð mynd af æskuárum leikstjórans, Kenneths Branaghs, í Belfast á Norður-Írlandi þegar átökin hófust árið 1969. Kvikmyndin fylgir mót- mælendafjölskyldu í verka- mannastétt í Belfast og er sögð út frá sjónarhorni níu ára drengs, Buddys (Jude Hill), sem er hress og skálduð útgáfa af Branagh sjálfum. Hann dregur upp fegraða mynd af æsku sinni í gegnum Buddy með því að einblína frekar á hina dag- legu hluti en átökin sjálf. Branagh hefur verið gagnrýndur fyrir að forðast fílinn í herberginu, þ.e. átökin sem áttu sér stað milli kaþ- ólskra og mótmælenda, og myndin sé þannig ópólitísk mynd um póli- tískt málefni. Buddy er hins vegar aðeins níu ára, hann er að segja söguna og þá fá aðrir, ekki síður mikilvægir, hlutir rými í sögunni eins og samræður hans við afa sinn á útiklósettinu eða bíóferð fjöl- skyldunnar á Chitty Chitty Bang Bang (Ken Hughes, 1968) þegar þau héldu að þau myndu detta úr sætunum þegar bíllinn flaug af stað. Ömmu og afa Buddys leika Judi Dench og Ciarán Hinds og gera það listilega. Þau vekja gleymdar æsku- minningar meðal áhorfenda þegar við gáfum okkur tíma til þess að eiga samræður við ömmu og afa og kaffiboðin breyttust oft í gistipartí. Barnshjarta Branaghs segir söguna og mýkir þannig brúnir kvikmynd- arinnar og um leið hjörtu áhorf- enda. Falleg kvikmyndatakan, tón- listin eftir Van Morrison og einföld leikmyndin hjálpa til við að segja þá sögu sem strákurinn vill segja. Eins og þegar hinn gullfallegi faðir hans (Jamie Dornan) gengur í átt að heimili sínu eftir tvær vikur vinn- andi á Englandi þá skýtur tökuvélin hann eins og hetju á heimleið, sem hann er í augum Buddys. Mamma hans (Caitriona Balfe) og pabbi fá einnig aldrei nafn í myndinni enda myndi Buddy aldrei kalla þau eitt- hvað annað en mamma og pabbi. Af hverju ætti Buddy að einblína á hið myrka þegar fegurðin blasir við honum eins og foreldrar hans sem minna helst á Gary Cooper og Grace Kelly? Branagh velur hvað tökuvélin fangar og hvað ekki enda er það hans réttur sem leikstjóri kvik- myndarinnar. Hið myrka er þó ekki ósýnilegt þótt fókus tökuvélarinnar sé annars staðar. Áhorfendur eru mjög meðvitaðir um áhyggjur fjöl- skyldunnar, hvort sem það er dvín- andi heilsa afa Buddys, peninga- áhyggjur eða ógnin sem stafar af hatri hóps mótmælendatrúaðra í garð nágranna sinna kaþólikka. Um leið og áhorfendur njóta hverrar mínútu í fylgd Buddys í gegnum Belfast er hnúturinn í maganum óumflýjanlegur. Leiðtogi mótmæl- endatrúaðra í illverkunum er Billy Clanton (Colin Morgan) og er hann sá eini úr þeim hópi sem áhorfendur fá að kynnast. Billy er sýndur sem erkióvinur og andstæða pabba Buddys og verður þannig eins kon- ar erkimynd af illmenninu sem Buddy les um í myndasögunum sín- um. Billy gefur pabba Buddys tvo valmöguleika; að ganga til liðs við þá eða borga sig út úr því, en pabbi hans gerir hvorugt. Pabbi Buddys er hetjan og Billy illmennið í sög- unni hans og þar af leiðandi í kvik- myndinni sjálfri. Eflaust þykir mörgum áhorfendum þetta fullmikil einföldun á átökunum í Norður- Írlandi sem mörkuðu breytingu í andrúmsloftinu og voru upphaf þriggja áratuga ófriðar. Einhverjir myndu gagnrýna föður hans fyrir að taka ekki afgerandi afstöðu og flokka hann í kjölfarið sem hluta af vandamálinu og á þessi gagnrýni rétt á sér en Buddy er bara níu ára. Hans upplifun er líka gild. Branagh leyfir sér að dvelja í völdum augnablikum og kynnir áhorfendum þá borg sem hann man eftir og má segja að kvikmyndin sé eins konar ástarbréf til Belfast. Undir öllu sakleysinu snýst Belfast um þá hjartnæmu upplifun að þurfa að yfirgefa eigin upprunastað, æskustöðvarnar. Myndin heiðrar þau sem hafa verið, og eru enn, á flótta frá eigin heimilum vegna póli- tísks eða félagslegs umróts, sér- staklega þau sem urðu fyrir beinum áhrifum af Norður-Írlandsdeilunni. Í lok myndarinnar birtast textar sem koma þessum skilaboðum á framfæri: „Fyrir þá sem urðu eftir, fyrir þá sem fóru og fyrir þá sem við misstum.“ Mynd Branaghs, Belfast, er til- nefnd til sjö Óskarsverðlauna, þar á meðal fyrir bestu mynd, og því ljóst að kímni og jákvæðni Buddys hefur brætt fleiri hjörtu en mitt kalda, íslenska hjarta. Barnaleg ballaða Hjartnæm „Barnshjarta Branaghs segir söguna og mýkir þannig brúnir kvikmyndarinnar og um leið hjörtu áhorfenda,“ segir um kvikmyndina Belfast eftir Kenneth Branagh sem fjallar um uppvaxtarár hans í Belfast. Bíó Paradís Belfast bbbbn Leikstjórn: Kenneth Branagh. Handrit: Kenneth Branagh. Aðalleikarar: Jude Hill, Lewis McAskie, Caitriona Balfe, Jamie Dornan, Judi Dench og Ciarán Hinds. Bretland, 2022. 98 mín. JÓNA GRÉTA HILMARSDÓTTIR KVIKMYNDIR Í nýju sýningarrrými í Grafarvogi, Café Pysju á Foldatorgi, hefur ver- ið opnuð sýning á verkum eftir Ás- mund Ásmundsson myndlistar- mann. Ásmundur var áberandi í myndlistarlífinu hér á landi um langt árabil en hefur síðustu ár ver- ið búsettur í Noregi. Í tilkynningu segir að verkin á sýningunni hafi hann teiknað og séu myndirnar í senn „pólitískar, tilvistarlegar og goðsögulegar, með vísanir í ýmsar áttir, tíma og rúm; rómverska heimsveldið, kólóníalisma, okkar tíma og heimsendi – það sem kalla mætti seríu eða albúm af táknum og fyrirbærum“. Í Café Pysju er ætlunin að sýna verk samtímalistamanna og er opið frá fimmtudegi til sunnudags frá 10 til 18. Vísanir Verk eftir Ásmund á sýningunni. Verk Ásmundar sýnd í Café Pysju Guðrún Elsa Bragadóttir flyt- ur fyrirlestur í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns- ins í hádeginu í dag, fimmtudag, kl. 12 og er það fimmti fyrir- lestur í röðinni „Hinsegin Ísland í alþjóðlegu sam- hengi“. Fyrirlestur Guðrúnar Elsu, sem er á ensku, fjallar um hinsegin kvenleika í kvikmyndum Kristínar Jóhannesdóttur. Í tilkynningu segir að flókið samband okkar við kven- leikann sé tekið til skoðunar um leið og valkosta við hið karllæga sjónmál er leitað í formi hinsegin framsetningar á kvenleika. Fyrirlestrinum, sem er á ensku, verður einnig streymt. Hinsegin kvenleiki í myndum Kristínar Guðrún Elsa Bragadóttir Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ HERCULE POIROT ER MÆTTUR Í SÖGU AGATHA CHRISTIE Í LEIKSTJÓRN KENNETH BRANAGH SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI 86% EMPIRE TOTAL F ILM VARIET Y “ONE OF THE BEST SUPERHERO MOVIES EVER MADE” “A masterpiece.”

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.