Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2017, Blaðsíða 42

Andvari - 01.01.2017, Blaðsíða 42
ANDVARI BJÖRN ÞORSTEINSSON 41 Hann kveðst hafa sótt tíma hjá honum í guðfræðideild haustið 1943 og hafi kennsla hans verið ógleymanleg. Magnús fær síðan þá umsögn að hann hafi verið „fulltrúi hins glaða, milda og umburðarlynda kristin- dóms, hinnar stríðandi, listelsku kirkju og síðasti klassiskt menntaði íslenski stjórnmálamaðurinn, frjálsmannlegur og stór í sniðum“.99 Árið eftir að Björn lauk námi birtist eftir hann önnur grein í mál- gagni róttækra stúdenta. Nefndist hún „Jón Sigurðsson 1848“. Eins og nafnið bendir til, verður höfundi nokkuð tíðrætt um byltingarnar sem brutust út í álfunni snemma þetta ár og segir þær hafa orðið tilefni þess að Jón Sigurðsson skrifaði greinina „Hugvekja til Íslendinga“, sem kom út þá um vorið í tímaritinu Nýjum félagsritum. Þar er, að dómi Björns, kveðið upp úr um réttindi og kröfur þjóðarinnar til sjálfs- stjórnar, en Jón hafði annað og ekki síður mikilvægt að færa þjóð sinni líkt og Karl Marx og Engels heimsbyggðinni á sama tíma: Með Hugvekju sinni til Íslendinga gaf Jón Sigurðsson þjóð sinni stefnuskrá, sem gaf baráttu hennar og tilveru aukið gildi. Á sama hátt gáfu þeir Marx og Engels alþýðu allra landa stefnuskrá árið 1848, sem hefur sama gildi fyrir alþýðuhreyfinguna eins og hugvekja Jóns fyrir okkur Íslendinga. Með Kommúnistaávarpinu er lagður nýr grundvöllur að valdabaráttu alþýðunnar og sagan skoðuð í nýju ljósi. Eftir árið 1848 hefur barátta og byltingarstarf- semi hennar breytt um innihald. Hún er háð í raunhæfum tilgangi, og 1948 veit mikill hluti alþýðunnar, hvað gera skal, þegar sigur er unninn. Árið 1848 markar tímamót í sögu okkar Íslendinga, en þá verða einnig tímamót í sögu alls mannkynsins. Það ár hefst markviss frelsisbarátta hinna lægri stétta.100 Þriðju og síðustu greinina sem Björn samdi fyrir þetta blað, nefndi hann „Hugleiðingar um íslenzkar fornbókmenntir“. Þar ræðir hann um þennan sagnasjóð Íslendinga sem þjóðfélagslegt fyrirbæri og veltir því fyrir sér hvers vegna kunnátta í skrift og málvísindum hafi náð til stærri hluta almennings hér á landi en annars staðar á sama tíma. Bókmenntir þessar hafi orðið til á síðasta skeiði ættsveitasamfélags- ins, áður en auðug yfirstétt varð allsráðandi í landinu, þegar alþýðan og hinn almenni búþegn mátti sín enn nokkurs. Íslendingar ortu og rituðu fyrir norsku yfirstéttina um kónga og dýrlinga, en sjálfir áttu þeir sínar eigin hetjur, og þar á var mikill munur: Hetjur Íslendinga voru fólk, sem aldrei lét kúgast, aldrei lét ganga á rétt sinn og var ósnortið af umburðarlyndiskenningu yfirstéttar og kristindóms. Heiðurinn er íslenzku hetjunum fyrir öllu og þær krefjast skilyrðislaust uppreistar fyrir réttarskerðingu. Þar sem ríkisvald yfirstéttar hefur myndazt, er reynt að troða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.