Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2017, Blaðsíða 24

Andvari - 01.01.2017, Blaðsíða 24
ANDVARI BJÖRN ÞORSTEINSSON 23 frá tímabili sjálfstæðisbaráttunnar. Enn fremur væri mjög hæpið frá sjónarhóli sagnvísindanna að geta í eyðurnar, eins og Birni hætti til að gera. En höfundur ætti lof skilið fyrir að greina af mikilli alúð frá högum alþýðunnar og yfir heildina litið hefði hann leyst verk sitt prýðilega af hendi.43 Guðni Jónsson skólastjóri skrifaði einnig vinsam- legan ritdóm um bókina og fullyrti að Björn væri „mestur rithöfundur sagnfræðinga vorra, stíll hans myndríkur og fjörugur“.44 Í fyrrnefndri yfirlýsingu sinni um hlutverk sagnfræðinga kemst Björn svo að orði að sagan geti verið „hættulegt áróðurstæki, ef hún er misnotuð“. Ekki var laust við að Björn beitti sjálfur sagnfræð- inni í áróðursskyni í upphafi fræðaferils síns, enda freistingin mikil á þessum árum, þegar frelsi og sjálfsvirðing þjóðarinnar var talin í húfi. Snemma í október 1954 birtist í Þjóðviljanum grein sem bar heitið „Uppreistir og sigrar“, en undirtitillinn var „Oddaverjinn á Skálholtsstóli“. Í greininni er fjallað um atburði sunnanlands á síðari hluta 12. aldar, en hverjum lesanda ætti að vera ljóst að þarna er dregin upp samlíking milli fortíðar og samtíðar höfundar, þegar Björn og sam- herjar hans töldu að herveldið í vestri væri að seilast eftir áhrifum og aðstöðu hér á landi með aðstoð leppa sinna. Á 12. öld drottnaði norska flotaveldið á Norður-Atlantshafi, Rússar og Bretar áttu þá engan flota, og Bandaríkin voru ekki einu sinni til. Konungar af guðs náð sátu alls staðar að völdum á Vesturlöndum nema á Íslandi og Grænlandi. „Þar voru menn enn svo óguðlegir að meta frelsi meira en undirgefni og hlýðni, lífshamingju meira en ímyndaða sálarheill og neituðu því handleiðslu klerka og kennimanna í einkamálum.“ Í augum ráðandi yfirstéttar á Vesturlöndum hlutu Íslendingar að vera guðlaust sjálfræð- isfólk og stórhættulegir sálarheill kristinna þjóða. Þegar erkibiskupinn var orðinn æðsti maður Norður-Atlantshafsflotaveldisins, lét hann því bannfæringu dynja á Íslendingum og stefndi helstu höfðingjum þeirra á sinn fund. Síðan reynir höfundur að gera sér í hugarlund hvernig íslensku dagblöðin hefðu brugðist við slíkum tíðindum, ef þau hefðu þá verið til. Með sínu frjóa ímyndunarafli og hárbeittri glettni vafðist ekki fyrir Birni að kalla fram fréttatextann í málgögnum höfuðand- stæðinganna: Mér er sem ég sæi Morgunblaðið skýra frá atburðum á Íslandi á árunum 1170–’80: Hálfvilltir eyjarskeggjar svívirða kristindóminn, Íslendingar magn- aðir fídonsanda [svo] Múhameðs antikrists limlesta presta og brenna kirkjur,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.