Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2017, Side 11

Andvari - 01.01.2017, Side 11
10 GUNNAR F. GUÐMUNDSSON ANDVARI Þorvaldur Bjarnarson, prestur að Melstað í Miðfirði. Björn var næst- elstur fjögurra barna þeirra Þorsteins og Þuríðar. Elst var Helga, síðar húsfreyja á Bessastöðum í Miðfirði, en yngri voru Gyðríður (Gyða), húsfreyja í Hafnarfirði, og Högni sem lést ungur við nám.1 Björn Þorsteinsson sleit ekki barnsskónum í Flóanum, því að fjöl- skyldan fluttist brátt yfir í Rangárþing þar sem faðir hans ætlaði sér að verða „stórbóndi á mikilli jörð“ og keypti hann jörðina Vetleifsholt í Ásahreppi. En búskapur þar reyndist Þorsteini ekki eins happa- sæll og vonir stóðu til, grasnytjar rýrar auk þess sem hann, að eigin sögn, lenti í klóm svikulla manna sem höfðu út úr honum fé. Á sama tíma skildi hann við konu sína, og sneri hún aftur til fyrri heimkynna norður í landi, en Björn sonur þeirra var sendur í fóstur til Kristjáns Kristjánssonar og Guðrúnar konu hans í Efri-Gróf í Flóa.2 Þau Kristján og Guðrún urðu síðar tengdaforeldrar Þorsteins.3 Sumarið 1925 varð Þorsteinn fyrir því áfalli að missa heilsuna við að hlaða ásamt fleiri mönnum varnarvegg fyrir Djúpós í Rangá sem átti það til að flæða út á Safamýri og valda þar miklum búsifjum. Honum var því nauðugur einn kostur að bregða búi og fylgja ráði Guðmundar Hannessonar læknis um að halda sig frá erfiðisvinnu næstu tvö árin.4 Þá brá hann á það ráð að hefja viðskipti með sláturfé og annan varn- ing fyrir bændur og útvega þeim síðan í heildsölu ýmsar nauðsynjar úr kaupstað. Til þess keypti hann landspildu við brúarsporð Ytri-Rangár og reisti þar fyrstu húsin. Þetta var upphafið að kauptúninu Hellu árið 1927. Björn kom aftur heim úr vistinni í Efri-Gróf og var eftir það næstu árin hjá föður sínum og stjúpmóður, Ólöfu Kristjánsdóttur. Samhliða versluninni rak Þorsteinn búskap á nýbýlinu Heiðarbrún í landi Árbæjar handan ár. Fleiri börn bættust smám saman við á heim- ilinu, hálfsystkini Björns: Sigurður, Kristín og Sigríður.5 Verslun Þorsteins á Hellu gekk í fyrstu bærilega, en á kreppuárun- um varð hann fyrir þungum áföllum. Hann tapaði miklu, þegar ullar- verð féll um næstum helming, og töluverður hluti eigna hans voru við- skiptakröfur sem erfitt reyndist að innheimta. Það kom því ekki annað til greina en að hætta verslunarrekstri og reyna fyrir sér að nýju við bústörfin. Áður en til þess kom, tókst honum að gera upp við lánar- drottna sína og ganga skuldlaus frá borði. Sumarið 1935 fékk Þorsteinn jörðina Selsund við Heklurætur til ábúðar og keypti hana hálfa nokkru síðar á móti J. C. Klein kaup- manni sem hugðist reisa sumarbústað á sínum helmingi jarðarinnar.6
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.