Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2017, Blaðsíða 95

Andvari - 01.01.2017, Blaðsíða 95
94 HJALTI HUGASON ANDVARI Naumast þarf að taka það fram, að þessi nýja íslenzka prédikanabók er regluleg Únítara-postilla. En sú Únítaratrú, sem þar er boðuð, er allt öðru vísi að áferð og útliti en hin guðlastandi viðrstyggð, sem borin er á borð fyrir fólk í „Dagsbrún“ og þesskonar ritverkum. Það er samskonar Únítaratrú og sú, er Channing og aðrir hans líkar eru fulltrúar fyrir, skynsemistrú, sem menntuðum mönnum óneitanlega getr verið samboðin, en þá líka um leið skynsemistrú, sem miklu hættara er við að almenningr í kristnum söfnuðum glæpist á heldr en ófreskjunni, sem hér hjá oss Vestr-Íslendingum gengr undir sama nafni.54 Jón Helgason (1866–1842) prestaskólakennari og síðar biskup brást fyrst við predikunum Páls Sigurðssonar 1895 í ritdómi um Aldamót. Taldi Jón líkt og Friðrik J. Bergmann bókina sorglegt teikn tímans og áleit slíka húslestrabók ekki hafa komið út á Norðurlöndum í 30–40 ár. Á hann þar líklega við að fremur beri að líta á ræðurnar sem gamaldags eftirhreytu upplýsingarinnar en viðbrögð við nýjum tíma líkt og hér er gert. Hefði að hans mati verið æskilegt að bókin hefði aldrei „[…] sjezt á himni vorra íslenzku kirkjulegu bókmennta“!55 Kom þarna fyrst fram neikvæð innlend gagnrýni á ritið. Jón Helgason ritaði svo að nýju um postilluna í Ísafold snemma árs 1896. Sú grein var raunar að miklu leyti andmæli við ritdómi Matthíasar Jochumssonar í Þjóðólfi (sjá síðar). Virðist helst hafa vakað fyrir honum að minnsta kosti í fyrri hluta greinarinnar að bera af sér að hann hafi kall- að ræður Páls „kaldar“.56 Þau ummæli má enda fremur rekja til Friðriks J. Bergmann. Áleit Jón raunar að bókin mundi lítil áhrif hafa þar sem „[…] enginn þeirra manna, sem keypt hafa sjer ræður þessar til afnota við hús- lestra endist til að lesa þær til enda.“57 Ástæðuna taldi hann vera þá að kaup- endur mundu fljótt sjá að í bókinni væri ekki boðaður „evangelískur kristin- dómur“.58 Jón sparaði ekki púðrið og staðhæfði að […] að öll bókin spjaldanna á milli [væri] höfnun beggja höfuð-frumsetninga hinnar evangelisk-lútersku kirkju: að maðurinn rjettlætist af trúnni einni og að heilög ritning sje hin eina algilda regla og mælisnúra trúar og breytni.59 Gekk Jón svo langt að staðhæfa að hinn látni höfundur hefði ekki þekkt trú í kristilegum skilningi sem og að trú hans hefði beinst að allt öðru en Jesú Kristi sem syni Guðs og frelsara mannanna. Þá hafi hann fremur gengið út frá skynsemi sinni en Ritningunni sem viðmiðun í trúarefnum. Staðhæfði hann að þegar Páll vísaði til andlegrar útleggingar á boðskap ritningarinnar ætti hann ekki við annað en „[…] and[a] höfundarins sjálfs, sem hjer verður hæstirjettur í öllum efnum.“60 Jón taldi ennfremur að Páll misskildi herfi- lega allar helstu hugmyndir og persónur Biblíunnar og leyfði sér „barbar- ískar“ skýringar á orðum Ritningarinnar.61 Hann var því á allt öðru máli en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.