Andvari - 01.01.2017, Side 95
94 HJALTI HUGASON ANDVARI
Naumast þarf að taka það fram, að þessi nýja íslenzka prédikanabók er
regluleg Únítara-postilla. En sú Únítaratrú, sem þar er boðuð, er allt öðru
vísi að áferð og útliti en hin guðlastandi viðrstyggð, sem borin er á borð fyrir
fólk í „Dagsbrún“ og þesskonar ritverkum. Það er samskonar Únítaratrú og
sú, er Channing og aðrir hans líkar eru fulltrúar fyrir, skynsemistrú, sem
menntuðum mönnum óneitanlega getr verið samboðin, en þá líka um leið
skynsemistrú, sem miklu hættara er við að almenningr í kristnum söfnuðum
glæpist á heldr en ófreskjunni, sem hér hjá oss Vestr-Íslendingum gengr undir
sama nafni.54
Jón Helgason (1866–1842) prestaskólakennari og síðar biskup brást fyrst við
predikunum Páls Sigurðssonar 1895 í ritdómi um Aldamót. Taldi Jón líkt og
Friðrik J. Bergmann bókina sorglegt teikn tímans og áleit slíka húslestrabók
ekki hafa komið út á Norðurlöndum í 30–40 ár. Á hann þar líklega við að
fremur beri að líta á ræðurnar sem gamaldags eftirhreytu upplýsingarinnar
en viðbrögð við nýjum tíma líkt og hér er gert. Hefði að hans mati verið
æskilegt að bókin hefði aldrei „[…] sjezt á himni vorra íslenzku kirkjulegu
bókmennta“!55 Kom þarna fyrst fram neikvæð innlend gagnrýni á ritið.
Jón Helgason ritaði svo að nýju um postilluna í Ísafold snemma árs
1896. Sú grein var raunar að miklu leyti andmæli við ritdómi Matthíasar
Jochumssonar í Þjóðólfi (sjá síðar). Virðist helst hafa vakað fyrir honum að
minnsta kosti í fyrri hluta greinarinnar að bera af sér að hann hafi kall-
að ræður Páls „kaldar“.56 Þau ummæli má enda fremur rekja til Friðriks J.
Bergmann. Áleit Jón raunar að bókin mundi lítil áhrif hafa þar sem „[…]
enginn þeirra manna, sem keypt hafa sjer ræður þessar til afnota við hús-
lestra endist til að lesa þær til enda.“57 Ástæðuna taldi hann vera þá að kaup-
endur mundu fljótt sjá að í bókinni væri ekki boðaður „evangelískur kristin-
dómur“.58 Jón sparaði ekki púðrið og staðhæfði að
[…] að öll bókin spjaldanna á milli [væri] höfnun beggja höfuð-frumsetninga
hinnar evangelisk-lútersku kirkju: að maðurinn rjettlætist af trúnni einni og
að heilög ritning sje hin eina algilda regla og mælisnúra trúar og breytni.59
Gekk Jón svo langt að staðhæfa að hinn látni höfundur hefði ekki þekkt trú
í kristilegum skilningi sem og að trú hans hefði beinst að allt öðru en Jesú
Kristi sem syni Guðs og frelsara mannanna. Þá hafi hann fremur gengið út
frá skynsemi sinni en Ritningunni sem viðmiðun í trúarefnum. Staðhæfði
hann að þegar Páll vísaði til andlegrar útleggingar á boðskap ritningarinnar
ætti hann ekki við annað en „[…] and[a] höfundarins sjálfs, sem hjer verður
hæstirjettur í öllum efnum.“60 Jón taldi ennfremur að Páll misskildi herfi-
lega allar helstu hugmyndir og persónur Biblíunnar og leyfði sér „barbar-
ískar“ skýringar á orðum Ritningarinnar.61 Hann var því á allt öðru máli en