Andvari - 01.01.2017, Blaðsíða 134
ANDVARI MEÐ STJÖRNUR Í AUGUNUM 133
fjarlæg að hann fær aldrei nálgast hana fullkomlega. Þórbergur dregur ítrek-
að fram þessar andstæður – nálægð og fjarlægð – og beinir athyglinni að lík-
ama Síríusar en stökum líkamspörtum stúlkunnar. Þegar hún „styður bendi-
fingrinum með listrænu hrifnæmi á kortið vestan við Síríus“31 þorir hann
ekki fyrir sitt „líf að koma með fingurinn nærri stjörnunni til að samgleðj-
ast með henni, að hún hefði hitt á rétta stjörnu“ en um hann fer „svitarakur
kippur, um leið og augu [hans] festust við þennan forkunnar-fagra meyjar-
fingur á alstirndu kortinu, þessa haglega gerðu nögl, þennan æskusindrandi
góm.“ 32 Á snilldarlegan hátt er lýst hvernig kynferðisleg spenna hleðst upp
á milli þeirra tveggja:
Og þarna hélt hún honum hreyfingarlausum og starði dreymandi út í loftið,
eins og hún væri að hugsa um eitthvað með tilfinningunum. Ég starði líka út
í loftið. Og loftið var fingurinn á kortinu. Við störðum í kross. Hún var orðin
blóðrjóð í framan, og hún andaði eins og hún væri hjartabiluð. Ætli hún sé að
hugsa svona sterkt um Síríus?33
Til að létta á spennunni vekur Þórbergur aftur athygli á fjarlægð og stærð
stjarnanna, talar um óendanlega stærð geimsins og kveður upp úr með
að það sé „ákaflega göfgandi fyrir andann að hugsa um stjörnugeiminn.
Það lyftir huganum svo hátt yfir smámuni hversdagslífsins og víkkar svo
mikið þennan þrönga sjóndeildarhring jarðheimsins og gerir mann djúpan,
víðfeðm an og siðferðislegan.“ Og þessari staðhæfingu fylgir hin óhjákvæmi-
lega spurning: „Hafið þér lesið kvæði Einars Benediktssonar?“34
Skáldskapur og stjörnufræði
Það er engin tilviljun að Einar Benediktsson er nefndur á nafn í þessu
samhengi. Eins og kunnugt er var Þórbergur heillaður af kvæðum Einars
á fyrsta áratug tuttugustu aldar og sú saga gekk að hann kynni þau flest
utanbókar.35 Áhrif Einars á fyrstu kvæði Þórbergs eru auðsæ þótt hann
hefði síðar „losast á einni nóttu, [...] undan þeim póetíska svindlara“ þegar
„engill einfaldleikans“ steig niður í hann, árið 1914.36 Líklega hafa hinar
mögnuðu náttúrumyndir sem einkenna ljóð Einars höfðað mjög til Þórbergs,
sem og hin lífræna heildarhyggja sem greina má í skrifum þeirra beggja
og það sem Einar Benediktsson kallaði „alveldissál“.37 Það má geta sér til
um að það hafi einkum og sér í lagi verið áhugi Þórbergs á stjörnufræði
og fyrirbærum himinhvolfsins sem dró hann að kvæðum Einars. Í Fjórðu
bók Suðursveitarbálksins segir Þórbergur frá hvernig Alþýðubók Þórarins
Böðvarssonar kynnti hann fyrir undrum náttúrunnar og segir hann bókina