Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2017, Page 134

Andvari - 01.01.2017, Page 134
ANDVARI MEÐ STJÖRNUR Í AUGUNUM 133 fjarlæg að hann fær aldrei nálgast hana fullkomlega. Þórbergur dregur ítrek- að fram þessar andstæður – nálægð og fjarlægð – og beinir athyglinni að lík- ama Síríusar en stökum líkamspörtum stúlkunnar. Þegar hún „styður bendi- fingrinum með listrænu hrifnæmi á kortið vestan við Síríus“31 þorir hann ekki fyrir sitt „líf að koma með fingurinn nærri stjörnunni til að samgleðj- ast með henni, að hún hefði hitt á rétta stjörnu“ en um hann fer „svitarakur kippur, um leið og augu [hans] festust við þennan forkunnar-fagra meyjar- fingur á alstirndu kortinu, þessa haglega gerðu nögl, þennan æskusindrandi góm.“ 32 Á snilldarlegan hátt er lýst hvernig kynferðisleg spenna hleðst upp á milli þeirra tveggja: Og þarna hélt hún honum hreyfingarlausum og starði dreymandi út í loftið, eins og hún væri að hugsa um eitthvað með tilfinningunum. Ég starði líka út í loftið. Og loftið var fingurinn á kortinu. Við störðum í kross. Hún var orðin blóðrjóð í framan, og hún andaði eins og hún væri hjartabiluð. Ætli hún sé að hugsa svona sterkt um Síríus?33 Til að létta á spennunni vekur Þórbergur aftur athygli á fjarlægð og stærð stjarnanna, talar um óendanlega stærð geimsins og kveður upp úr með að það sé „ákaflega göfgandi fyrir andann að hugsa um stjörnugeiminn. Það lyftir huganum svo hátt yfir smámuni hversdagslífsins og víkkar svo mikið þennan þrönga sjóndeildarhring jarðheimsins og gerir mann djúpan, víðfeðm an og siðferðislegan.“ Og þessari staðhæfingu fylgir hin óhjákvæmi- lega spurning: „Hafið þér lesið kvæði Einars Benediktssonar?“34 Skáldskapur og stjörnufræði Það er engin tilviljun að Einar Benediktsson er nefndur á nafn í þessu samhengi. Eins og kunnugt er var Þórbergur heillaður af kvæðum Einars á fyrsta áratug tuttugustu aldar og sú saga gekk að hann kynni þau flest utanbókar.35 Áhrif Einars á fyrstu kvæði Þórbergs eru auðsæ þótt hann hefði síðar „losast á einni nóttu, [...] undan þeim póetíska svindlara“ þegar „engill einfaldleikans“ steig niður í hann, árið 1914.36 Líklega hafa hinar mögnuðu náttúrumyndir sem einkenna ljóð Einars höfðað mjög til Þórbergs, sem og hin lífræna heildarhyggja sem greina má í skrifum þeirra beggja og það sem Einar Benediktsson kallaði „alveldissál“.37 Það má geta sér til um að það hafi einkum og sér í lagi verið áhugi Þórbergs á stjörnufræði og fyrirbærum himinhvolfsins sem dró hann að kvæðum Einars. Í Fjórðu bók Suðursveitarbálksins segir Þórbergur frá hvernig Alþýðubók Þórarins Böðvarssonar kynnti hann fyrir undrum náttúrunnar og segir hann bókina
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.