Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2017, Blaðsíða 137

Andvari - 01.01.2017, Blaðsíða 137
136 SOFFÍA AUÐUR BIRGISDÓTTIR OG SNÆVARR GUÐMUNDSSON ANDVARI vísindamanninum Christiaan Huygens (1629-1695).48 Tíminn sem þarna er nefndur er reyndar fjarri raunveruleika nútímans og byggir á viðmiðum þeirra tíma. Mun betri þekking er á fjarlægðum stjarna en þá var. Byssukúla Huygens ferðast einungis á 1% þess hraða sem hraðskreiðustu geimkannar sem eru á leið út úr sólkerfinu ferðast á. Á hraða byssukúlu Bjarnar, sem Þórbergur notar sem samlíkingu, tæki um 13,3 milljón ár að ferðast frá jörðu til Síríusar. Vafalaust má rekja saman fleiri líkindi í myndmáli hjá þeim Birni Gunnlaugssyni, Einari Benediktssyni og Þórbergi Þórðarsyni. Einföld ástæða þess er að þeir deila fagurferðilegum og vísindalegum áhuga á fyrirbærum náttúrunnar á himni sem og á jörð. Og eru allir að auki haldnir djúpri þörf til að íhuga tengsl manns, náttúru og hins guðlega. Minna má aftur á lýsingu Þórbergs á „útgliðnun eður mikilli gisnun allra líkamlegra takmarka“; þá tilfinningu hans sem er undanfari þess skáldlega innblásturs sem fæðir af sér kvæðið „Nótt“ að „allt væri að gliðna í sundur eða renna saman í einhverja óendanlega, volduga, ólýsanlega milda einingu, sem eins og væri ekkert, en fæli þó í sér ívist allra hluta“. Sterkir hugmyndalegir þræðir liggja á milli þessarar lýsingar og alheimssálar Einar Benediktssonar og má einnig rekja þá þræði til rómantískrar náttúruspeki sem aftur liggja líka inn í kvæði Bjarnar Gunnlaugssonar.49 Segja má að Einar Benediktsson viðurkenni áhrif Bjarnar á skáldskap sinn þegar hann yrkir um hann lofkvæði í 8 erindum sem birtist í ljóðabókinni Hvömmum árið 1930, rúmri hálfri öld eftir andlát Bjarnar. Fyrsta erindið er svona: Hann fagnaði náttheima dýrð eins og degi. Hans dragandi þrá var hið alstirnda kveld. Þá skyggnist hans andi um skaparans vegi, skírður og sýkn vóð hann ljósberans eld. Aldrei var tengdari hugur hjarta. Háspeki lífs skein af enninu bjarta. Og Ísland hann steig undir stjarnasveigi. Sú stórdáð skal aldrei úr minnum felld.50 Aftur að útsýninu úr þakglugganum á Bergshúsi Fyrir þann sem kann einhver skil á stjörnuhimninum eins og hann blasti við Þórbergi þann 20. október árið 1911 vaknar sú spurning hvers vegna aðeins örfáar stjörnur séu nafngreindar í frásögn hans í Ofvitanum. Auk Síríusar talar Þórbergur aðeins um Sjöstjörnuna og stjörnurnar Hamal og Sheratan í Hrútsmerkinu og nefnir á einum stað Betelgás sem er vegna stærðar sinn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.