Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2017, Blaðsíða 143

Andvari - 01.01.2017, Blaðsíða 143
142 SOFFÍA AUÐUR BIRGISDÓTTIR OG SNÆVARR GUÐMUNDSSON ANDVARI (ljónshalinn) í Ljóninu er heldur ekki smá í sniðum. Rykskífa er talin um- lykja hana og gæti verið vísbending um að þar leynist einnig reikistjarna.73 Krabbinn er, eins og Meyjan (Jómfrúin) og Ljónið, eitt merkja dýrahrings- ins. Norðurasninn (Asellus Borealis) og Suðurasninn (Asellus Australis) eru hvor til sinnar höfuðáttar við Jötuna, stjörnuþyrpingu sem gríski stjörnu- fræðingurinn Ptolemeus kallaði þokuhnoðrann í brjósti Krabbans.74 Báðar þessar stjörnur eru stærri en sólin og skína skærar. Sökum fjarlægðar sýnast þær hins vegar ekki bjartari en raun ber vitni. Krabbinn sást frá Bergshúsi þegar líða tók á nóttina í október 1911 og hefði vafalítið verið spil á hendi, áður en Síríus reis á loft. Ef marka má frásögnina gerðist aldrei neitt á milli Þórbergs og elskunnar í Bergshúsi þennan nýliðna vetur og elskan hefur því varla þegið boðið um að bíða eftir komu Síríusar upp á næturhiminninn svo hún fengi litið stjörnuna augum frá þakglugganum á þurrkloftinu. Þórbergur bindur engu að síður vonir við að eitthvað muni gerast í heimboðinu þann 16. júní og leggur af stað „í sjöunda himni“. En ekkert gerist, fremur en fyrri daginn, og „allur þessi ástheiði hvíldardagur“ gengur til vesturs og hið „máttuga ljós himins- ins stráði geislum kærleikans inn í hjörtu“ þeirra.75 Þegar hann kveður hana áður en hann heldur á brott úr Hrútafirðinum yfir til Siglufjarðar „var þykkt loft. Og það var norðanbræla. Og það var þoka í hæstu hlíðum“.76 Þegar hann er kominn á sinn fyrsta gististað um nóttina er líðan hans ekki góð: „Öll víðátta sálarinnar var eins og bráðið blýhaf, þar sem hvergi grillti fyrir aðgreiningu lofts og lagar“.77 Upphafi næsta dags, fyrsta dagsins í fjarlægð frá elskunni, lýsir Þórbergur sem fyrsta lífsdegi sínum á jörðinni.78 Elskan er horfin sjónum, hann hefur stigið niður til jarðar. Um haustið þegar Þórbergur hefur lokið sumarvinnunni á Akureyri, af- ræður hann að koma við hjá elskunni á heimleiðinni til Reykjavíkur og legg- ur á sig langa gönguferð í þeim tilgangi einum. Þegar þarna er komið sögu er liðið tæpt ár frá kvöldinu þegar hann „varð annar maður“ og elskan var í heimsókn í Baðstofunni í Bergshúsi. Eins og kunnara er en frá þurfi að segja rennur hann af hólmi þegar heimreiðin að Bæ blasir við og lætur sig „líða af stað inn þjóðveginn líkt og hálfóafvitandi“.79 Þegar hann hefur þannig lúskrast framhjá bænum streymir um hann allan „djúp og hátíðleg rósemi“ eftir taugastríðið sem hafði vaxið með hverju því skrefi sem hann nálgaðist bæinn áður. Núna, eftir framhjágönguna, getur hann byrjað á ný að byggja sína loftkastala um það sem gæti mögulega gerst við endurfund hans og elskunnar síðar um haustið: Sálir okkar myndu að vísu ekki renna saman úti á hallarsvölum neinna kammerjunkara. En við myndum standa hlið við hlið úti á þurrkloftinu fyrir framan herbergisdyrnar mínar og teygja höfuðin upp um þakgluggann yfir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.