Andvari - 01.01.2017, Side 143
142 SOFFÍA AUÐUR BIRGISDÓTTIR OG SNÆVARR GUÐMUNDSSON ANDVARI
(ljónshalinn) í Ljóninu er heldur ekki smá í sniðum. Rykskífa er talin um-
lykja hana og gæti verið vísbending um að þar leynist einnig reikistjarna.73
Krabbinn er, eins og Meyjan (Jómfrúin) og Ljónið, eitt merkja dýrahrings-
ins. Norðurasninn (Asellus Borealis) og Suðurasninn (Asellus Australis) eru
hvor til sinnar höfuðáttar við Jötuna, stjörnuþyrpingu sem gríski stjörnu-
fræðingurinn Ptolemeus kallaði þokuhnoðrann í brjósti Krabbans.74 Báðar
þessar stjörnur eru stærri en sólin og skína skærar. Sökum fjarlægðar sýnast
þær hins vegar ekki bjartari en raun ber vitni. Krabbinn sást frá Bergshúsi
þegar líða tók á nóttina í október 1911 og hefði vafalítið verið spil á hendi,
áður en Síríus reis á loft.
Ef marka má frásögnina gerðist aldrei neitt á milli Þórbergs og elskunnar í
Bergshúsi þennan nýliðna vetur og elskan hefur því varla þegið boðið um að
bíða eftir komu Síríusar upp á næturhiminninn svo hún fengi litið stjörnuna
augum frá þakglugganum á þurrkloftinu. Þórbergur bindur engu að síður
vonir við að eitthvað muni gerast í heimboðinu þann 16. júní og leggur af
stað „í sjöunda himni“. En ekkert gerist, fremur en fyrri daginn, og „allur
þessi ástheiði hvíldardagur“ gengur til vesturs og hið „máttuga ljós himins-
ins stráði geislum kærleikans inn í hjörtu“ þeirra.75 Þegar hann kveður hana
áður en hann heldur á brott úr Hrútafirðinum yfir til Siglufjarðar „var þykkt
loft. Og það var norðanbræla. Og það var þoka í hæstu hlíðum“.76 Þegar
hann er kominn á sinn fyrsta gististað um nóttina er líðan hans ekki góð:
„Öll víðátta sálarinnar var eins og bráðið blýhaf, þar sem hvergi grillti fyrir
aðgreiningu lofts og lagar“.77 Upphafi næsta dags, fyrsta dagsins í fjarlægð
frá elskunni, lýsir Þórbergur sem fyrsta lífsdegi sínum á jörðinni.78 Elskan er
horfin sjónum, hann hefur stigið niður til jarðar.
Um haustið þegar Þórbergur hefur lokið sumarvinnunni á Akureyri, af-
ræður hann að koma við hjá elskunni á heimleiðinni til Reykjavíkur og legg-
ur á sig langa gönguferð í þeim tilgangi einum. Þegar þarna er komið sögu
er liðið tæpt ár frá kvöldinu þegar hann „varð annar maður“ og elskan var í
heimsókn í Baðstofunni í Bergshúsi. Eins og kunnara er en frá þurfi að segja
rennur hann af hólmi þegar heimreiðin að Bæ blasir við og lætur sig „líða
af stað inn þjóðveginn líkt og hálfóafvitandi“.79 Þegar hann hefur þannig
lúskrast framhjá bænum streymir um hann allan „djúp og hátíðleg rósemi“
eftir taugastríðið sem hafði vaxið með hverju því skrefi sem hann nálgaðist
bæinn áður. Núna, eftir framhjágönguna, getur hann byrjað á ný að byggja
sína loftkastala um það sem gæti mögulega gerst við endurfund hans og
elskunnar síðar um haustið:
Sálir okkar myndu að vísu ekki renna saman úti á hallarsvölum neinna
kammerjunkara. En við myndum standa hlið við hlið úti á þurrkloftinu fyrir
framan herbergisdyrnar mínar og teygja höfuðin upp um þakgluggann yfir