Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2017, Blaðsíða 94

Andvari - 01.01.2017, Blaðsíða 94
ANDVARI „...BILUÐ TRÚ OG BILAÐUR KRISTINDÓMUR...“! 93 Þá taldi Friðrik það raunalegt að engin mótmæli eða aðvörun hefði birst við bókinni á Íslandi þar sem henni hefði hingað til aðeins verið hrósað.45 Síðla sumars 1895 var fjallað um predikanir Páls Sigurðssonar í Sameiningunni, tímariti hins evangelísk-lútherska kirkjufélags Íslendinga í Vesturheimi. Vafalítið hefur ritstjórinn, Jón Bjarnason, haldið um pennann. Jón taldi höfundinn hafa verið stórgáfaðan og fullan af áhuga fyrir „[…] vel- farnaði lands og lýðs […]“ og mælskari „[…] en nokkurs staðar kemur fram í íslenzkum prédikana-bókum frá þessari öld.“46 Ber þess að geta að þeir Páll voru giftir náfrænkum og ein af dætrum Páls bar nafn Lauru Michaeline, konu Jóns. Töluvert návígi var því milli þeirra.47 Þeir voru hins vegar ekki samherjar og skaut Páll nokkuð á skrif Jóns um kirkjumál.48 Predikanirnar taldi Jón öllum skiljanlegar og sagði að víða útskýri höfundur mál sitt „[…] með fögrum og heppilegum líkingum […]“; að hugsun hans sé alls staðar skýr og skilmerkileg og boðskapurinn víða sannfærandi.49 Hitt taldi hann galla að tengsl predikananna við einstaka ritningarstaði væru óljós og að þær stæðu „[…] yfir höfuð að tala miklu nær því, sem kallað er fyrirlestrar, kirkjumála-fyrirlestrar, en prédikanir.“50 Um efni bókarinnar almennt fórust Jóni svo orð: Og margt er þar nýtt og stór-uppbyggilegt, sem naumast hefir áðr verið tekið fram í íslenzkum prédikunum, að minnsta kosti ekki í þeim, sem standa í neinum öðrum af postillum vorum. En sá stóri galli er á bókinni, að aðalatriði kristindómsins, evangelíum endrlausnarinnar í Jesú Kristi, kemr þar hvergi fram. Því hefir í rauninni algjörlega verið stungið undir stól, og um leið er þá líka eðlilega slegið stryki yfir alla þá kristilegu trúarlærdóma, er því standa næst.51 Jón var því sammála Friðriki J. Bergmann um að Páll boðaði stórlaskaðan kristindóm. Jón viðurkenndi vissulega að Páll gagnrýndi sjaldnast höfuðlærdóma kirkj unnar beinlínis heldur léði hann þeim frekar algjörlega nýtt inntak. Þó taldi hann eina undantekningu frá þessu: Fordæmingarlærdómnum kristilega mótmælir hann harðlega og vill eins og í páskaræðunni alkunnu, sem út kom eftir hann um árið, telja öllum trú um, að menn geti ekki, þó þeir vilji, nema að eins um stundarsakir staðið móti hinum frelsandi kærleika guðs.52 Um áherslurnar er fram komu í bókinni ritaði Jón: „Um verklegar framfarir í borgaralegum efnum prédikar hann mikið, svo mikið, að líkamslífið jarð- neska sýnist nærri því bera allt annað ofrliði.“53 Heildarniðurstaða Jóns varð áþekk áliti Friðriks J. Bergmann:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.