Andvari - 01.01.2017, Blaðsíða 40
ANDVARI BJÖRN ÞORSTEINSSON 39
leggur til atlögu við alla þá sem vildu ljá máls á því að gera hervernd-
arsamning við Bandaríkjamenn. Sérstaklega var honum uppsigað við
Jónas Jónsson frá Hriflu. Sú fullyrðing að Íslendingar yrðu ofurseldir
Rússum, ef hermenn Bandaríkjanna færu héðan af landi brott, væri
út í hött. Þessu hefði verið haldið fram í flestum dagblaðanna, meira
að segja í Alþýðublaðinu, og sýndi að andlegt ástand þeirra sem þar
störfuðu væri ekki upp á marga fiska. Ef Rússar ætluðu sér að ná til
Íslands, yrðu þeir fyrst að fara yfir önnur norræn lönd. „Þessar þjóð-
ir virðast [þó] ekki sjá þá ógnarhættu, sem þrumir yfir íhaldi þessa
lands.“ Höfundurinn telur sennilegast að það sem hrelli afturhaldið
svo gegndarlaust sé sú staðreynd að Sósíalistaflokknum hafi vaxið
allverulega fylgi hér á landi á undanförnum árum. Síðan spyr hann
hvernig borgaraflokkarnir á Íslandi ætli að ábyrgjast það að kommún-
istar komist ekki til valda í Bandaríkjunum. Hann viti ekki betur en að
þar séu sterkir kommúnistaflokkar. Sumir segi að þar sé einnig gróðr-
arstía nasismans. Þeir eru því að flýja úr öskunni í eldinn sem vilja fá
hingað Bandaríkjamenn. Þessari kjarnyrtu grein sinni lýkur hann með
svofelldum orðum:
Kjarni hverrar þjóðar er alþýðan. Flokkur hennar hefur ekki brugðizt málstað
hennar, og hún mun ekki bregðast landi sínu. Alþýðan, fjöldinn, sem byggir
þetta land, mun krefjast þess að öllum tilraunum erlendra ríkja til að fá fang-
stað á landi okkar verði vísað á bug, hvaða ríki, sem í hlut á. Eg vænti þjóð
minni lítilla heilla af íhaldinu og Framsóknarflokknum, en trúi því, að megin-
þorri af kjósendum þessara flokka sé enn svo hugar síns ráðandi, að pólitísk
loddarabrögð þeirra í sambandi við sjálfstæðismál þjóðarinnar finni ekki
náð fyrir augliti hans. Stjórnmálastefnur koma og hverfa, en sjálfstæðismál
Íslendinga er óbreytanlegt. Um það geta allir sameinazt.95
Björn lét ekki sitt eftir liggja í pólitískri orðræðu stúdenta á námsárum
sínum við Háskóla Íslands og skrifaði nokkrar greinar í málgögn þeirra.
Þær eru vissulega með fræðilegu yfirbragði, en pólitískur undirtónninn
leynir sér ekki. Fyrstu greinina á þeim vettvangi skrifaði hann í blað
róttækra stúdenta. Þar gerði hann sér lítið fyrir og tók til bæna virtan
kennara við Háskóla Íslands, Magnús Jónsson guðfræðiprófessor, fyrir
skoðanir sem hann hafði viðrað í Stúdentablaðinu árið áður. Grein pró-
fessorsins var svo umdeild að henni var í fyrstu hafnað af meiri hluta rit-
nefndar.96 Tilefni hennar var „flugvallarsamningurinn“, einnig nefnd-
ur Keflavíkursamningurinn, um brotthvarf bandarískra hermanna frá