Andvari - 01.01.2017, Blaðsíða 144
ANDVARI MEÐ STJÖRNUR Í AUGUNUM 143
uppgöngunni, og augu okkar myndu mætast á fjarlægri stjörnu lengst úti í
næturblámanum. Og þá ætlaði ég að taka utanum mittið á henni, svo að hún
dytti ekki niður úr stigagatinu, og ég ætlaði að segja við hana um leið: Sérðu
fögru stjörnuna, sem tindrar þarna í öllum hugsanlegum litum uppi yfir
strompnum á Bergsstöðum? Hún heitir Síríus. Og svo ætlaði ég að taka um
litlu hvítu höndina hennar og segja: Heldurðu, að við yrðum ekki sæl, ef við
ættum tvö ein heima á svona fallegri stjörnu?
Og ég sagði ennþá við sjálfan mig: Það hlýtur að vera eitthvað líkt þessu að
innganga í himininn eftir langt og þjáningarfullt dauðastríð hér á jörðinni.80
Enn hefur hann ekki gefið upp vonina um næturlanga heimsókn elskunnar
upp á þurrkloftið í Bergshúsi.
Að lokum skal athyglinni beint að annars konar ‚ást‘ en Þórbergur upp-
lifir í garð elskunnar; hinni jarðnesku, holdlegu ást. Þegar Þórbergur gengur
með kunningja sínum og fraukunni greiðviknu sem leið liggur upp í kirkju-
garðinn við Suðurgötu í Reykjavík, eins og lýst er í kaflanum „Fyrsta lyft-
ing mín“ í Ofvitanum, brjótast í honum andstæðar tilfinningar. Það er svalt
febrúarkvöld og „tungl vantaði aðeins eina nótt í fyllingu“ sem honum finnst
gefa „þessu nervösa ferðalagi full-opinberan blæ“.81 Honum verður hugsað
til sinnar hreinlífu Suðursveitar sem aldrei hafði verið „á kvennafari“ og
„aldrei þurft að sótroðna niður í tær frammi fyrir mellu“.82 En áður en hann
veit af er hann „farinn að þylja hástöfum í titrandi hrifningu“ erindi úr kvæði
Einars Benediktssonar um norðurljósin, sér til uppörvunar, (með smá hug-
leiðingum innan sviga):
Veit duftsins son nokkra dýrðlegri sýn
en drottnanna hásal í rafurloga?
Sjá grundu og vog undir gullhvelfdum boga! –
Hver getur nú unað við spil og vín? (Eða legið hjá mellu?)
Sjálf moldin er hrein eins og mær við lín, (ekki í portinu)
mókar í haustsins visnu rósum.
Hvert sandkorn í loftsins litum skín,
og lækirnir kyssast í silfurósum.
Við útheimsins skaut er allt eldur og skraut
af iðandi norðurljósum.
„Þetta var hreinsandi. Þetta var styrkjandi. Miklu betra en sálmar“ ályktar
hann að loknum ljóðaflutningnum og ætlar að halda áfram, en fær olnboga-
skot frá kunningjanum sem segir honum, á dönsku, að halda kjafti.83 En
þegar kom „að hinni praktísku hlið á viðfangsefni dagsins“84 bregður svo
við að allt hans „himneska póesí og öll [hans] heilögu máttarvöld voru sópuð
burtu eins og gamalt ryk af ljóra sálarinnar“85 eins og ætíð gerist í skáldævi-