Andvari - 01.01.2017, Blaðsíða 92
ANDVARI „...BILUÐ TRÚ OG BILAÐUR KRISTINDÓMUR...“! 91
Nokkuð var myrkt og hafði ég hönd á bók, sem ég hugði vera húslestrarbók
séra Páls í Gaulverjabæ. Á henni hefi ég haft nokkrar mætur. Þegar í ljósið
kom reyndist þetta samt vera Helga postilla Hálfdánarsonar, en ég skeytti því
engu og lét slag standa.32
Í ýmiss konar afmælis-, minningar og endurminningagreinum um fólk víða
að á landinu og vestanhafs af kynslóð Jónasar frá Hriflu og þeirri næstu á
eftir má stundum finna ummæli um að viðkomandi hafi alist upp við Páls-
postillu, oft í bland við Passíusálmana þótt verkin væru ólík hvað inntak og
boðskap varðar. Var þá almennt farið jákvæðum orðum um bókina og hún
talin hafa verið vekjandi bæði til trúar og frjálslyndis.33
Sem dæmi um hve bókarinnar var lengi minnst skal bent á að predikunin
„Skilyrði fyrir farsæld og frelsi“ var prentuð í jólahefti Tímarits iðnaðar
manna 1941 með þessum ummælum:
[postillan var] mjög mikið lesin um aldamótin og lengi þar á eftir, […] Hún
hafði mikil áhrif á trúarlífið í landinu og menn fundu að í ræðum [Páls] var
fólginn „heilagur, almennur, kristilegur sannleiki, eins og séra Eggert Briem
komst að orði um þær.“34
Last
Friðrik J. Bergmann brást við Páls-postillu í ársbyrjun 1895 í tímariti þeirra
vesturheimsklerkanna, Aldamótum. Taldi hann bókinni til tekna að búningur
predikananna væri betri en Íslendingar hefðu átt að venjast, þær væru al-
mennt þematískar og greinilega vel hugsaðar fyrirfram.35 Þarna er líklegt að
hann beri ræðurnar saman við predikanir íslenskra presta almennt en ekki
útgefin söfn. Miðað við þau hafði Páls-postilla fengið fremur slæma dóma
hjá Valdimar Briem og jafnvel Matthíasi Jochumssyni góðvini höfundar en
þeir voru annars jákvæðir í garð hennar. Óvíst er þó hve vel Friðrik var heima
á þessum vettvangi vegna langdvalar sinnar vestanhafs. Þá taldi Friðrik já-
kvætt að stíllinn væri miklu persónulegri og þess vegna áhrifameiri en ella,
sem og að „[…] eigin innri maður […]“ höfundarins kæmi fram í ræðunum.
Slíka einlægni taldi hann aðalsmerki góðs predikara. Friðrik taldi Pál þó
ekki hafa náð tökum á sannri ræðusnilld enda talaði hann nær eingöngu til
höfuðsins en ekki hjartans.36 Ætla má að þarna hafi dómar Friðriks fremur
verið litaðir af viðhorfum vestanhafs en hér á landi.
Verra taldi Friðrik að það væri „[…] biluð trú og bilaður kristindómur
[…]“ sem Páll hefði upp á að bjóða.37 Það skýrði hann meðal annars svo: