Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2017, Blaðsíða 159

Andvari - 01.01.2017, Blaðsíða 159
158 AUÐUR AÐALSTEINSDÓTTIR ANDVARI Margræð ör Bækur Auðar Övu eru fullar af margræðum vísunum og táknum. Oft er les- andanum bent á mögulegar túlkunarleiðir. Í Ör fáum við til dæmis að vita að nafnið Jónas þýðir dúfa og að Ebeneser merkir hinn hjálpsami, auk þess sem bæði Nietzsche og Heidegger eru nefndir á nafn. Hún gengur þó kannski hvað lengst í fjórðu bók sinni, Undantekningunni (2012). Undirtitillinn er de arte poetica sem vísar til klassískra verka Aristótelesar og Hórasar um skáld- skaparlistina, enda er bókin að stórum hluta sjálfsaga (e. metafiction) þar sem sálgreinirinn, fjölskyldu- og hjónabandsráðgjafinn og rithöfundurinn, hin dvergvaxna Perla, býr í kjallaranum í húsi aðalsögupersónunnar, Maríu, fylgist vandlega með skilnaði og fjölskylduflækjum á efri hæðinni og skrifar um leið verk sem ýmist virðist stjórna framvindunni eða byggja á henni. „Það er varla að maður þori lengur að stinga niður penna af ótta við að það sem maður skrifar rætist á efri hæðinni“ (173), segir hún en mætir jafnframt stundum með stílabók og penna til að punkta niður tilvitnanir í Maríu, sem er að hennar mati „fagurfræðileg persóna“ samkvæmt skilgreiningu frá sér- fræðingi í Nietzsche (173). Tilvitnun í Hin hýru vísindi Nietzsches í upphafi þeirrar bókar undirstrikar einnig hvernig skáldskapur og líf byggja sífellt hvort á öðru: „Við viljum verða ljóðskáld okkar eigin lífs fyrst og fremst í hinum smæstu og hversdagslegustu atriðum.“ Það er ef til vill ekki skrítið að Auður Ava hafi svo mikið dálæti á verkum Nietzsches, þar sem heimspeki og skáldskapur, líf og frásagnarlist fléttast saman í fjörugu og ögrandi samspili og hlutum er gjarnan snúið á haus til að hrista upp í hefðbundinni hugsun lesandans. Þetta gerir hún sjálf af mikilli list. Persónur eiga sér oftar en ekki óvæntar hliðar – enginn er fyrirsjáanleg staðalmynd. Í Ör er móðir Jónasar stærðfræðingur með sérlegan áhuga á styrjöldum og vinur hans Svanur á sér tvö ólík áhugasvið sem hann tvinnar saman eftir mætti, vélknúin farartæki og stöðu kvenna í heiminum. Leikur að margræðni er að sama skapi eitt af höfuðeinkennum á verkum Auðar Övu, eins og sjá má m.a. á titlum bóka hennar. Afleggjarinn (2009) vísar bæði til rósaafleggjara sem söguhetjan plantar í erlendum garði og til barns sem getið er óvart í gróðurhúsi en höfundur bregður á leik með fleiri möguleika þegar hún talar t.d. um afleggjara á hraðbraut. Það eru einnig margar undantekningar í Undantekningunni; María er t.d. eina konan sem Flóki hefur elskað, undantekningin í lífi hans, en Perla er líka undantekn- ing; dvergur og kvenrithöfundur. Titillinn á nýjustu skáldsögu Auðar Övu, Ör, vísar til líkamlegra og andlegra öra eins og fram kemur í texta fremst í bókinni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.