Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2017, Blaðsíða 131

Andvari - 01.01.2017, Blaðsíða 131
130 SOFFÍA AUÐUR BIRGISDÓTTIR OG SNÆVARR GUÐMUNDSSON ANDVARI sólarhring. Reikna. Þá í hásuðri í kvöld klukkan tíu mínútur og nítján tersíur yfir eitt. Er þetta ekki dásamleg þekking! Engin þekking er eins dásamleg og þekk- ingin á stjörnunum.16 En hvað vitum við um stjörnuhimininn sem ofvitinn úr Suðursveit sá út um þakgluggann á Bergshúsi, á horni Skólavörðustígs og Bergstaðastrætis, þessa fallegu vetrarnótt í október árið 1911? Fyrst þarf að kanna hvar þak- glugginn var staðsettur og það er einfalt mál því Þórbergur lýsir vistarverum sínum í Bergshúsi af stakri nákvæmni, eins og hans er von og vísa. Herbergi Þórbergs, sem síðar gekk undir nafninu Baðstofan, var uppi á lofti, undir súð í vesturenda hússins og vissu dyrnar til austurs: Fyrir framan herbergisdyrnar var dálítið þurrkloft með stögum og stórri grjót- rullu, sem stóð undir norðursúðinni. [...] Niður af miðju þurrkloftinu sunnan megin gekk brattur stigi með tíu tröppum. Hann lá niður í stórt og bjart eldhús. [...] Á þakinu yfir stiganum var einrúðu-gluggi, sem hægt var að opna og loka eftir vild. Og þegar maður stóð á pallskörinni, gat maður teygt höfuðið upp um gluggaopið og séð í þrjár áttir. Þessi gluggi var stjörnuturn minn í fjóra vetur.17 Úr „stjörnuturni“ sínum hefur Þórbergur því útsýn til stjarna frá norðnorð- vestri til suðsuðausturs, á björtum vetrarkvöldum. En að fleiru þarf að huga, meðal annars myrkrinu sem var ólíkt meira í Reykjavík þá en nú er. Þá sáust nefnilega fleiri stjörnur því við góð skil- yrði sjást margfalt fleiri en þar sem myrkrið er rýrt. Nú á dögum er þetta nefnt myrkurgæði en þau ráðast meðal annars af því hversu tært loftið er yfir tilteknum stað. Ýmsir þættir náttúrufars hafa áhrif á tærleika loftsins; ryk, mistur, tunglskin, norðurljós og næturljómi en einnig manngerðir áhrifa- valdar eins og mengun og raflýsing. Þá þarf að spyrja hvernig umhorfs var í Reykjavík á þessum tíma og þá sérstaklega með tilliti til lýsingar sem hefur áhrif á útsýn til stjarna.18 Um áramótin 1910-11 bjuggu um 11.600 manns í Reykjavík. Frá árinu 1876 höfðu olíuluktir verið notaðar í bænum en það ár voru sjö ljósker sett upp í Kvosinni. Þann 1. september árið 1910, ári áður en elskan flutti inn í Bergshús, var hins vegar kveikt á gaslýsingu á götum Reykjavíkur í fyrsta sinn. Við gasvæðinguna fjölgaði verulega ljósastaurum í bænum og þótt slík lýsing væri kostnaðarsöm voru meira en tvö hundruð ljósastaurar settir upp þetta ár. Lýsingin var þó spöruð eftir megni og til að mynda var ekki kveikt á ljósunum ef tungl var fullt og einnig var lýsing minnkuð ef snjór lá yfir. Rafala mátti finna á stöku stað en raflýsing varð ekki almenn fyrr en með Elliðaárvirkjun árið 1921.19 Af þessu má vera ljóst að ekki hefur mikil ljósmengun spillt fyrir útsýni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.