Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2017, Blaðsíða 8

Andvari - 01.01.2017, Blaðsíða 8
ANDVARI FRÁ RITSTJÓRA 7 undan að bregðast við framþróuninni og leggja til þjált og skiljanlegt tungu- tak svo að fjalla megi um hvaðeina á íslensku. Um þetta hefur mikið verið rætt og enginn hefur fjallað skilmerkilegar um það á síðustu árum en Eiríkur Rögnvaldsson málfræðingur, sem brýnir stjórnvöld til dáða. Auðvitað hættir fólk ekki að lesa þótt bóksala og bóklestur dragist saman. Íslenskan er ekki að deyja eins og mátti skilja af viðbrögðum sumra í fjöl- miðlum út af tíðindum í bókaheiminu. Við lesum nú fjöldamargt á rafrænum brautum sem ekki kemst í bækur. Hins vegar getum við ekki leitt þennan vanda hjá okkur. Við honum þarf að bregðast, greina vandann, ræða um hann og koma okkur saman um viðbrögð við honum. Fyrir nokkrum árum þóttust menn sjá að hverju stefndi í bóksölu. Þáverandi menntamálaráð- herra setti nefnd eða „starfshóp“ eins og nú er kallað í að athuga málið og gera tillögur um viðbrögð. Nefndin samdi skýrslu og sendi ráðherra. Hún var sett ofan í skúffu og ráherrann hirti jafnvel ekki um að ræða við nefndina um efni hennar! Formaður þessarar nefndar lét sér um munn fara að hann hefði komist að því „að það var minni en enginn áhugi á skýrslunni í ráðu- neytinu á þessum tíma“. Nú er annar ráðherra menntamála búinn að setja „starfshóp“ í að búa til nýja skýrslu og móta nýjar tillögur. Við eigum eftir að sjá hvort þeirri athugun verður fylgt eftir af meiri áhuga og metnaði. * Hér hefur verið rætt um ofurvald einnar heimstungu og að óæskilegt sé að hún ýti öðrum tungumálum til hliðar. Einn merkasti atburður þessa árs á Íslandi er einmitt táknræn staðfesting þess að menn vilja hamla gegn því að svo fari. Það er bygging stórhýsis á svæði Háskóla Íslands sem nefnt hefur verið Veröld – hús Vigdísar og var opnað á sumardaginn fyrsta. Húsið var reist til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, fyrir for- göngu UNESCO, menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Þar er nú að- setur stofnunar í erlendum tungumálum sem stofnuð var við Háskóla Íslands 2001 og ber nafn Vigdísar. Húsið verður aðsetur kennslu erlendra tungumála við þann háskóla. Veröld er sérkennilegt hús að gerð, setur mikinn svip á há- skólahverfið og er ástæða til að binda góðar vonir við starf stofnunarinnar þar í framtíðinni. Veglegra minningarmark um starf og framgöngu Vigdísar forseta er ekki unnt að hugsa sér. * Á undanförnum árum, frá aldamótum, hefur mátt minnast ýmissa at- burða sem gerðust fyrir réttri öld og mörkuðu ákveðin skref þjóðarinnar inn í nútímann. Heimastjórnin 1904 markar þar upphaf. Landssíminn tók til starfa 1906, Safnahúsið reis 1909, Háskóli Íslands var stofnsettur 1911, Eimskipafélagið stofnað 1914, svo að fátt eitt sé talið. Félags- og stjórnmála-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.