Andvari - 01.01.2017, Blaðsíða 51
50 GUNNAR F. GUÐMUNDSSON ANDVARI
Ferðaskrifstofu ríkisins að ferðin var farin. Þórhallur og Guðmundur
Þorláksson kennari voru fararstjórar, en þeim til aðstoðar er sagður
hafa verið Björn Þorsteinsson sagnfræðingur.135
Eflaust hefur Björn verið í ferð þessari sem fulltrúi Ferðaskrifstofu
ríkisins. En jafnframt má ætla að rannsóknir hans á siglingum
Englendinga og Þjóðverja hingað norður fyrr á öldum hafi ekki síður
vakið áhuga hans á Grænlandi. Næstu árin var hann tíður gestur í land-
inu sem fararstjóri íslenskra ferðamanna á vegum Flugfélags Íslands
og lét ekki sitt eftir liggja, þegar tækifæri gafst til að kynna land og
þjóð bæði í útvarpi og á mannamótum.136
Björn Þorsteinsson var að eigin sögn lofthræddur maður og hætti sér
ekki um þverhnípt björg og fjallsbrúnir. Að öðru leyti var hann djarfur
og framtakssamur í ferðum sínum. Vigdís Finnbogadóttir lýsir vini
sínum og frænda á þessa leið: „Hann var ákaflyndur og brennandi í
andanum, var alltaf fyrstur, í ferðum okkar um landið þá óð hann yfir
árnar á undan öllum öðrum. Það lýsir honum vel.“137
Kennari
Eins og áður hefur komið fram, gerðist Björn Þorsteinsson kennari
snemma á háskólaárum sínum og hélt því starfi áfram nánast til æviloka.
Flest árin kenndi hann í gagnfræðaskólum, lengst af í Gagnfræðaskóla
Reykvíkinga. Sá skóli var stofnaður 1928 að frumkvæði nokkurra
bæjarbúa sem sættu sig ekki við að börnum þeirra væri vísað frá
Menntaskólanum, jafnvel þó að þau hefðu staðist inntökupróf, því að
einungis takmörkuðum fjölda nemenda var hleypt inn í skólann hverju
sinni. Fyrsti skólastjórinn var einn fremsti menntamaður landsins,
Ágúst H. Bjarnason, fyrrverandi prófessor og rektor Háskóla Íslands, og
stýrði hann skólanum til ársins 1944. Ágústarskólinn, eins og hann var
oftast nefndur, var einkarekinn skóli og hafði aðsetur í Iðnskólahúsinu
við Tjörnina, þar til hann var fluttur í hús gamla Stýrimannaskólans
við Öldugötu 1945. Tveimur árum síðar var hann gerður að ríkisskóla
og nafni hans breytt í Gagnfræðaskóla Vesturbæjar. Haustið 1958 flutti
skólinn sig um set að Hringbraut 121 (JL-húsið), og þar var starfsemi
skólans til ársins 1964, þegar hann sneri aftur í gamla Iðnskólahúsið
og sameinaðist þar Gagnfræðaskólanum við Vonarstræti.138