Andvari - 01.01.2017, Blaðsíða 8
ANDVARI FRÁ RITSTJÓRA 7
undan að bregðast við framþróuninni og leggja til þjált og skiljanlegt tungu-
tak svo að fjalla megi um hvaðeina á íslensku. Um þetta hefur mikið verið
rætt og enginn hefur fjallað skilmerkilegar um það á síðustu árum en Eiríkur
Rögnvaldsson málfræðingur, sem brýnir stjórnvöld til dáða.
Auðvitað hættir fólk ekki að lesa þótt bóksala og bóklestur dragist saman.
Íslenskan er ekki að deyja eins og mátti skilja af viðbrögðum sumra í fjöl-
miðlum út af tíðindum í bókaheiminu. Við lesum nú fjöldamargt á rafrænum
brautum sem ekki kemst í bækur. Hins vegar getum við ekki leitt þennan
vanda hjá okkur. Við honum þarf að bregðast, greina vandann, ræða um
hann og koma okkur saman um viðbrögð við honum. Fyrir nokkrum árum
þóttust menn sjá að hverju stefndi í bóksölu. Þáverandi menntamálaráð-
herra setti nefnd eða „starfshóp“ eins og nú er kallað í að athuga málið og
gera tillögur um viðbrögð. Nefndin samdi skýrslu og sendi ráðherra. Hún var
sett ofan í skúffu og ráherrann hirti jafnvel ekki um að ræða við nefndina
um efni hennar! Formaður þessarar nefndar lét sér um munn fara að hann
hefði komist að því „að það var minni en enginn áhugi á skýrslunni í ráðu-
neytinu á þessum tíma“. Nú er annar ráðherra menntamála búinn að setja
„starfshóp“ í að búa til nýja skýrslu og móta nýjar tillögur. Við eigum eftir
að sjá hvort þeirri athugun verður fylgt eftir af meiri áhuga og metnaði.
*
Hér hefur verið rætt um ofurvald einnar heimstungu og að óæskilegt sé að
hún ýti öðrum tungumálum til hliðar. Einn merkasti atburður þessa árs á
Íslandi er einmitt táknræn staðfesting þess að menn vilja hamla gegn því að
svo fari. Það er bygging stórhýsis á svæði Háskóla Íslands sem nefnt hefur
verið Veröld – hús Vigdísar og var opnað á sumardaginn fyrsta. Húsið var
reist til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, fyrir for-
göngu UNESCO, menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Þar er nú að-
setur stofnunar í erlendum tungumálum sem stofnuð var við Háskóla Íslands
2001 og ber nafn Vigdísar. Húsið verður aðsetur kennslu erlendra tungumála
við þann háskóla. Veröld er sérkennilegt hús að gerð, setur mikinn svip á há-
skólahverfið og er ástæða til að binda góðar vonir við starf stofnunarinnar
þar í framtíðinni. Veglegra minningarmark um starf og framgöngu Vigdísar
forseta er ekki unnt að hugsa sér.
*
Á undanförnum árum, frá aldamótum, hefur mátt minnast ýmissa at-
burða sem gerðust fyrir réttri öld og mörkuðu ákveðin skref þjóðarinnar
inn í nútímann. Heimastjórnin 1904 markar þar upphaf. Landssíminn tók
til starfa 1906, Safnahúsið reis 1909, Háskóli Íslands var stofnsettur 1911,
Eimskipafélagið stofnað 1914, svo að fátt eitt sé talið. Félags- og stjórnmála-