Andvari - 01.01.2017, Side 131
130 SOFFÍA AUÐUR BIRGISDÓTTIR OG SNÆVARR GUÐMUNDSSON ANDVARI
sólarhring. Reikna. Þá í hásuðri í kvöld klukkan tíu mínútur og nítján tersíur
yfir eitt.
Er þetta ekki dásamleg þekking! Engin þekking er eins dásamleg og þekk-
ingin á stjörnunum.16
En hvað vitum við um stjörnuhimininn sem ofvitinn úr Suðursveit sá út
um þakgluggann á Bergshúsi, á horni Skólavörðustígs og Bergstaðastrætis,
þessa fallegu vetrarnótt í október árið 1911? Fyrst þarf að kanna hvar þak-
glugginn var staðsettur og það er einfalt mál því Þórbergur lýsir vistarverum
sínum í Bergshúsi af stakri nákvæmni, eins og hans er von og vísa. Herbergi
Þórbergs, sem síðar gekk undir nafninu Baðstofan, var uppi á lofti, undir súð
í vesturenda hússins og vissu dyrnar til austurs:
Fyrir framan herbergisdyrnar var dálítið þurrkloft með stögum og stórri grjót-
rullu, sem stóð undir norðursúðinni. [...]
Niður af miðju þurrkloftinu sunnan megin gekk brattur stigi með tíu
tröppum. Hann lá niður í stórt og bjart eldhús. [...]
Á þakinu yfir stiganum var einrúðu-gluggi, sem hægt var að opna og loka
eftir vild. Og þegar maður stóð á pallskörinni, gat maður teygt höfuðið upp um
gluggaopið og séð í þrjár áttir. Þessi gluggi var stjörnuturn minn í fjóra vetur.17
Úr „stjörnuturni“ sínum hefur Þórbergur því útsýn til stjarna frá norðnorð-
vestri til suðsuðausturs, á björtum vetrarkvöldum.
En að fleiru þarf að huga, meðal annars myrkrinu sem var ólíkt meira
í Reykjavík þá en nú er. Þá sáust nefnilega fleiri stjörnur því við góð skil-
yrði sjást margfalt fleiri en þar sem myrkrið er rýrt. Nú á dögum er þetta
nefnt myrkurgæði en þau ráðast meðal annars af því hversu tært loftið er yfir
tilteknum stað. Ýmsir þættir náttúrufars hafa áhrif á tærleika loftsins; ryk,
mistur, tunglskin, norðurljós og næturljómi en einnig manngerðir áhrifa-
valdar eins og mengun og raflýsing. Þá þarf að spyrja hvernig umhorfs var í
Reykjavík á þessum tíma og þá sérstaklega með tilliti til lýsingar sem hefur
áhrif á útsýn til stjarna.18 Um áramótin 1910-11 bjuggu um 11.600 manns í
Reykjavík. Frá árinu 1876 höfðu olíuluktir verið notaðar í bænum en það ár
voru sjö ljósker sett upp í Kvosinni. Þann 1. september árið 1910, ári áður
en elskan flutti inn í Bergshús, var hins vegar kveikt á gaslýsingu á götum
Reykjavíkur í fyrsta sinn. Við gasvæðinguna fjölgaði verulega ljósastaurum
í bænum og þótt slík lýsing væri kostnaðarsöm voru meira en tvö hundruð
ljósastaurar settir upp þetta ár. Lýsingin var þó spöruð eftir megni og til að
mynda var ekki kveikt á ljósunum ef tungl var fullt og einnig var lýsing
minnkuð ef snjór lá yfir. Rafala mátti finna á stöku stað en raflýsing varð
ekki almenn fyrr en með Elliðaárvirkjun árið 1921.19
Af þessu má vera ljóst að ekki hefur mikil ljósmengun spillt fyrir útsýni