Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2017, Page 40

Andvari - 01.01.2017, Page 40
ANDVARI BJÖRN ÞORSTEINSSON 39 leggur til atlögu við alla þá sem vildu ljá máls á því að gera hervernd- arsamning við Bandaríkjamenn. Sérstaklega var honum uppsigað við Jónas Jónsson frá Hriflu. Sú fullyrðing að Íslendingar yrðu ofurseldir Rússum, ef hermenn Bandaríkjanna færu héðan af landi brott, væri út í hött. Þessu hefði verið haldið fram í flestum dagblaðanna, meira að segja í Alþýðublaðinu, og sýndi að andlegt ástand þeirra sem þar störfuðu væri ekki upp á marga fiska. Ef Rússar ætluðu sér að ná til Íslands, yrðu þeir fyrst að fara yfir önnur norræn lönd. „Þessar þjóð- ir virðast [þó] ekki sjá þá ógnarhættu, sem þrumir yfir íhaldi þessa lands.“ Höfundurinn telur sennilegast að það sem hrelli afturhaldið svo gegndarlaust sé sú staðreynd að Sósíalistaflokknum hafi vaxið allverulega fylgi hér á landi á undanförnum árum. Síðan spyr hann hvernig borgaraflokkarnir á Íslandi ætli að ábyrgjast það að kommún- istar komist ekki til valda í Bandaríkjunum. Hann viti ekki betur en að þar séu sterkir kommúnistaflokkar. Sumir segi að þar sé einnig gróðr- arstía nasismans. Þeir eru því að flýja úr öskunni í eldinn sem vilja fá hingað Bandaríkjamenn. Þessari kjarnyrtu grein sinni lýkur hann með svofelldum orðum: Kjarni hverrar þjóðar er alþýðan. Flokkur hennar hefur ekki brugðizt málstað hennar, og hún mun ekki bregðast landi sínu. Alþýðan, fjöldinn, sem byggir þetta land, mun krefjast þess að öllum tilraunum erlendra ríkja til að fá fang- stað á landi okkar verði vísað á bug, hvaða ríki, sem í hlut á. Eg vænti þjóð minni lítilla heilla af íhaldinu og Framsóknarflokknum, en trúi því, að megin- þorri af kjósendum þessara flokka sé enn svo hugar síns ráðandi, að pólitísk loddarabrögð þeirra í sambandi við sjálfstæðismál þjóðarinnar finni ekki náð fyrir augliti hans. Stjórnmálastefnur koma og hverfa, en sjálfstæðismál Íslendinga er óbreytanlegt. Um það geta allir sameinazt.95 Björn lét ekki sitt eftir liggja í pólitískri orðræðu stúdenta á námsárum sínum við Háskóla Íslands og skrifaði nokkrar greinar í málgögn þeirra. Þær eru vissulega með fræðilegu yfirbragði, en pólitískur undirtónninn leynir sér ekki. Fyrstu greinina á þeim vettvangi skrifaði hann í blað róttækra stúdenta. Þar gerði hann sér lítið fyrir og tók til bæna virtan kennara við Háskóla Íslands, Magnús Jónsson guðfræðiprófessor, fyrir skoðanir sem hann hafði viðrað í Stúdentablaðinu árið áður. Grein pró- fessorsins var svo umdeild að henni var í fyrstu hafnað af meiri hluta rit- nefndar.96 Tilefni hennar var „flugvallarsamningurinn“, einnig nefnd- ur Keflavíkursamningurinn, um brotthvarf bandarískra hermanna frá
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.