Andvari - 01.01.2012, Síða 100
98
GUÐRÚN KVARAN
ANDVARI
Áherslan á bókmenntirnar kemur ef til vill ekki á óvart í þessari ræðu sem
haldin var í tilefni fimmtíu ára afmælis Hins íslenska bókmenntafélags en hún
sýnir þó vel hug Jóns til íslenskrar tungu.
I grein í Skírni 191117 rekur Björn M. Ólsen afskipti Jóns af Bókmennta-
félaginu og getur um útgáfur á þess vegum fyrir atbeina Jóns. Hann við-
urkennir að mörg af ritunum hafi ekki átt vinsældum að fagna hjá alþýðu
manna, sem ekki hafi kunnað að meta þau, eins og t.d. Skýrslur um lands-
hagi á Islandi, Tíðindi um stjórnarmálefni Islands og íslenskt fornbréfasafn,
en Hafnardeildin hafi gefið út aðrar góðar bækur undir stjórn Jóns sem voru
meira við alþýðu skap. Björn getur þeirra allra og áætlar að í forsetatíð Jóns
hafi félagið gefið út rúmlega 1650 arkir eða um 26400 blaðsíður.18 Ræðu Jóns
má því skoða sem hvatningu til félagsins að halda áfram bókaútgáfu og standa
þannig vörð um íslenska tungu.
Jón blandaði sér ekki, svo vitað sé, í íslensku stafsetningarumræðurnar á 19.
öld en fylgdi stafsetningu Rasmusar Rasks sem hann hafði lært hjá Sveinbirni
Egilssyni, ekki tillögum Fjölnismanna. Hann fyrnti stafsetningu sína í fyrstu
óþarflega, skrifaði t.d. -ligur í stað -legur og enn í stað hinn í fyrstu þremur
árgöngum Félagsritanna en hætti því síðan, en alla tíð ritaði hann bakfalls-é,
(= é). Um þetta sagði Finnur:
þar í var hugsun, (en í nútíðar-é engin); sömuleiðis broddaða stafi á undan ng (nk); það
er réttast.19
Þótt Jón hafi ekki skrifað neitt um íslenska stafsetningu sýnir ósk Færeyinga
um að Jón komi þar að stafsetningarmálum það traust sem borið var til Jóns
sem málvísindamanns og fræðimanns. Styðst ég þar við grein eftir Zakaris
Hansen í ritinu Málting.20 Þannig var að danska fornritafélaginu barst hand-
rit skrifað með þeirri stafsetningu sem Jens Christian Svabo, færeyskur mál-
vísindamaður, hafði búið til og byggðist á færeyskum framburði. Fyrir honum
lá að varðveita það sem hægt væri af kvæðum á færeyskri tungu. Þegar Carl
Christian Rafn, danskur fornfræðingur, hugðist gefa út Fœreyinga sögu í fær-
eyskri þýðingu leitaði hann til Rasmusar Kristjáns Rasks sem gerði breytingar
á tillögum Svabos. Þegar bókin var komin út töldu margir að nú væri færeysk
stafsetning komin í fastar skorður en svo var þó alls ekki og talsverðar deilur
spunnust fram og aftur. Einn þeirra sem blandaði sér í þær var N. M. Petersen
prófessor í Kaupmannahöfn. Hann leit svo á að ritmál byggðist á samanburði
á mállýskum, ekki á framburði einnar málýsku heldur á uppruna orðanna.
Nú barst danska fornritafélaginu til útgáfu handrit með töfraþulum skrifað
samkvæmt stafsetningu Svabos. Átti að prenta það í Annaler for nordisk old-
kyndighed og historie 1846. Carl Christian Rafn tók við því. Hann þekkti vel
deilurnar um færeyskt ritmál og sendi því Jóni Sigurðssyni þulurnar og bað