Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2012, Blaðsíða 168

Andvari - 01.01.2012, Blaðsíða 168
166 HJALTI HUGASON ANDVARI Úr hópi Verðandi-manna héldu einkum Gestur Pálsson (1852-1891) og Einar H. Kvaran stefnunni á lofti í framtíðinni ásamt fleiri höfundum eins og t.d. Þorgils gjallanda (Jóni Stefánssyni, 1851-1915) sem runninn var upp úr róttækri frelsishreyfingu Suður-Þingeyinga.39 í verkum Gests og Þorgils gjallanda gætir félagslegs raunsæis og samfélagsgagnrýni sem beindist ekki síst að siðrænum stoðum samfélagsins og þeim stofnunum sem fóru með for- ræði á því sviði og þá einkum kirkjunni.40 Þorgils gjallandi lýsti t.d. hræsni og tvöföldu siðgæði sem hann taldi að gætti mjög meðal presta.41 Hjá Einari H. Kvaran gætti einkum sálfræðilegs raunsæis og siðrænnar ádeilu sem á síðari hluta ævinnar vék fyrir beinni boðun siðrænna gilda 42 Hélst það í hendur við að hann snerist til fylgis við spíritismann. Þegar tekið er tillit til þeirrar stöðu sem fyrrgreindir höfundar höfðu í samfélagsumræðunni má ætla að hug- myndir þeirra hafi mótað hugmyndaheim þjóðarinnar og fyllt upp í tómarúm sem skapaðist þegar dró úr áhrifum kirkjunnar eins og lýst var að framan. Aldamótin voru deiglutími er einkenndist af stöðnun og/eða hnignun á sviði kirkjuguðrækni, umræðum um aðskilnað ríkis og kirkju, vaxandi áhrifum raunhyggju auk annarra viðhorfa sem kenna má við nútímann. Jafnframt tóku að ryðja sér til rúms tvær stefnur á sviði guðfræði og trúarlífs sem líta má á sem andsvar kirkjunnar við þessari þróun. Er þar átt við aldamótaguðfræðina svokölluðu (einnig nefnd nýguðfræði og frjálslynd guðfræði) og spíritismann. Má líta á báðar stefnurnar sem tilraunir til trúvarnar í viðsjárverðum heimi þótt íhaldssamari armar í kirkjunni snérust vissulega til andsvara gegn báðum stefnunum.43 Haraldur Níelsson og Þórhallur Bjarnarson voru í hópi þeirra sem aðhylltust aldamótaguðfræðina sem m.a. beitti sögulega-gagnrýnum að- ferðum við biblíurannsóknir og -túlkun. Um hana verður ekki fjallað sér- staklega hér. Líta má svo á að forystumenn spíritismans með Harald í broddi fylkingar hafi leitast við að mæta vaxandi efasemdum og afneitun á kjarnaat- riðum kristinnar trúar, einkum ódauðleika sálarinnar og upprisunni, með því að leiða í ljós sannanir fyrir tilvist handanheimsins með aðferðum sem sam- tíminn gat viðurkennt. Þannig var spíritismanum stefnt gegn raunhyggjunni og þeirri efnis- og efahyggju sem henni fylgdi. Viðbrögð kirkjunnar við gagnrýn- um hugmyndastraumum aldamótanna fólust þannig í að leggja sambærilegar þekkingarfræðilegar forsendur til grundvallar og beita sambærilegum aðferð- um á sviði guðfræði og trúar og ríkjandi voru í hinum akademíska heimi og samfélagsumræðunni almennt og breiddust út á meðal almennings með auk- inni menntun og vaxandi fjölmiðlun. Þessi viðbrögð hafa ugglaust átt þátt í að íslenska þjóðin náði að samræma trúarlega hugsun og aukin áhrif raunhyggju og sýndi sig að vera trúuð þjóð umfram aðrar langt fram á tuttugustu öld þótt margir hafi aðhyllst „einkatrú“ í stað hefðbundinnar kristni. í þessu efni mun- aði mikið um framlag Haralds Níelssonar. Ævisöguritari hans hefði e.t.v. getað gert þessu hugmyndasögulega sjónarhorni hærra undir höfði í riti sínu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.