Fréttablaðið - 02.12.2022, Page 3

Fréttablaðið - 02.12.2022, Page 3
Síðasta áratuginn hafa flest börn komið frá Tékklandi, yfir tutt- ugu að tölu, og vekur athygli að aðeins eitt barn hefur komið frá Kína frá því árið 2016. 2 6 3 . T Ö L U B L A Ð 2 2 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s F Ö S T U D A G U R 2 . D E S E M B E R 2 0 2 2 Ljóðför um lendur óttans Sykurlausi sælkerinn Menning ➤ 22 Lífið ➤ 28 Laugavegi 174, 105 Rvk. www.hekla.is/idBuzz Frumsýning á morgun frá kl. 12-16 Nýr rafmagnaður Möndlubásinn verður á staðnum. Grýla og Leppalúði, elsta ofurpar Íslands, mættu í Ráðhús Reykjavíkur í gær þegar Jólaskógurinn í Tjarnarsalnum var opnaður með tilheyrandi grenilykt. Leik- skólabörn mættu til að hlusta á hjúin rausa um syni sína, jólasveinana, auk þess sem boðið var upp á heitt súkkulaði og með því. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Jólablaðið 2022 Jólablaðið fylgir blaðinu í dag JÓL Veglegt jólablað fylgir Frétta- blaðinu í dag. Þar er að finna skemmtileg jólaviðtöl, matar- og bakstursuppskriftir, innlit á jóla- skreytt heimili og hugmyndir að jólaskreytingum og föndri. Lesendur blaðsins ættu því að geta fundið efni við sitt hæfi því fjöl- breytileikinn er mikill. n Mjög hefur dregið úr ætt- leiðingum til Íslands á síðustu árum vegna breyttrar fjöl- skyldustefnu kínverskra stjórnvalda og ótryggs ástands í Austur-Evrópu. ser@frettabladid.is SAMFÉLAG Ekkert barn hefur verið ættleitt frá útlöndum til Íslands á þessu ári, en engin dæmi eru um slíkt það sem af er þessari öld – og raunar einnig ef litið er til síðustu áratuganna fyrir aldamótin. Ástæðu þessa má einkum rekja til þess að kínversk stjórnvöld hafa á seinni árum losað um hömlur á fjölda barna sem foreldrum þar í landi er heimilt að eignast og ala upp. Þar við bætist ótryggt ástand í austurhluta Evrópu, en f jöldi barna, einkum úr hópi Rómafólks sem er stærsti minnihlutahópur í Evrópu, hefur verið ættleiddur frá Tékklandi á síðustu árum. Athygli vekur raunar hvað ætt- leiðingum hér á landi hefur fækkað mikið á þessari öld. Árið 2007 voru yfir tuttugu börn ættleidd hingað til lands, langflest frá Kína, og næstu fimm árin voru kínversk börn í meirihluta þeirra sem hingað komu til nýrra foreldra, ef árið 2008 er undanskilið, en þá komu öll ættleiddu börnin, þrettán að tölu, frá Indlandi. Síðasta áratuginn hafa flest börn komið frá Tékklandi, yfir tuttugu að tölu, og vekur athygli að aðeins eitt barn hefur komið frá Kína frá því árið 2016. Allt bendir til þess að árið í ár skeri sig algerlega úr hvað þessar ættleiðingar varðar og að ekkert barn verði ættleitt frá útlöndum til Íslands. n Ekkert barn ættleitt á árinu MEÐ KONFEKTHNETUM FÓLK „Við höfum alltaf verið opin með þetta heima og við höfum allt- af getað rætt þetta,“ segir Stefanía Mjöll Gylfadóttir, sem frumsýnir í dag leikverk sem byggir því er amma hennar var myrt í Öxnadal árið 1996. Leikritið er skrifað frá sjónarhóli föður Stefaníu, Gylfa Þórs Þorsteins- sonar, aðgerðastjóra yfir móttöku Úkraínumanna. Það var bróðir ömmu Stefaníu sem myrti ömmu hennar. „Þetta er nú bróðir minn, ég þekki hann og þetta verður allt í lagi,“ voru að sögn Gylfa síðustu orð móður hans, sem reyndust al röng. „Ég man við- brögðin hjá pabba þegar ég las handritið í fyrsta sinn fyrir hann,“ segir Stefanía. SJÁ SÍÐU 26 Semur um morðið á ömmu sinni
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.