Fréttablaðið

Ulloq

Fréttablaðið - 02.12.2022, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 02.12.2022, Qupperneq 4
Skothvellur heyrðist í dómssal Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og sérsveitin voru við æfingar hjá húsnæði Landsréttar í gærmorgun á sama tíma og aðalmeðferð í skotárásarmálinu á Egilsstöðum fór fram. Skothvellur heyrðist vel inn í dómssal og þurfti dómari að greina frá æfingunni í miðjum réttarhöldum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Pantanir fyrir hópa og fyrirtæki á hafsteinn@betristofan.com eða í síma 779 2416 Ég var nærri dauður úr læknamistökum. Óðinn Svan Geirsson. Akureyrskur bakari sér lífið í nýju ljósi eftir að hafa misst heilsuna. Stendur vaktina á ný með nýja mjöðm. bth@frettabladid.is AKUREYRI Óðinn Svan Geirsson hóf í gær nýjan kafla í fjölbreyti- legri atvinnusögu, þegar nýtt kaffi- hús var opnað á Akureyri þar sem brauðmeti er selt undir merkinu Óðinn bakari. Það þætti ekki endi- lega í frásögur færandi nema vegna þess að bakarinn er heimtur úr helju eftir langt veikindastríð. Óðinn útskrifaðist sem bakari árið 1980 og lærði síðar til kondi- tors í Danmörku. Hann hefur bakað úti um allan heim, meðal annars á frægu skíðasvæði í Noregi og verið í læri hjá Ítölum sem kenndu honum að baka focaccia. Stundum hefur Óðinn tekið sér hlé frá bakstrinum. Hann vann sem kokkur um borð í skipi hjá Eimskipi í fyrra þegar hann skar sig. Upp úr því fékk hann mikla verki og neydd- ist til að hætta störfum. Læknarnir fyrir norðan greindu ekki að hann væri kominn með sýkingu heldur dældu í hann meiri og meiri lyfjum, að sögn Óðins, einkum vegna mik- illa kvala í mjöðm. „Þeir voru farnir að leysa mig út með 100 parkódín forte töflur í einu. Svo var oxí, gabapentín og ég veit ekki hvað og hvað. Þetta var algjört helvíti,“ segir Óðinn. Hann léttist um tíu kíló og var hættur að líta glaðan dag. Það var ekki fyrr en hann var kominn í hjólastól sem hann fékk loks grein- ingu. Bráðaaðgerð var gerð á Sjúkra- húsinu á Akureyri og stóð tæpt. „Ég var nærri dauður úr lækna- mistökum,“ segir bakarinn. Óðinn segist hissa á læknum heilsugæslunnar að hafa ekki tekið blóðprufu þann langa tíma sem hann stríddi við veikindin. Þegar hann loks komst inn fyrir dyr spítal- ans hafi þó verið vel séð um hann. „En ég er ansi hræddur um að margir deyi á þeirri löngu leið sem virðist á þennan spítala.“ Óðinn segist aftur vera farinn að brosa. Vinnufær með nýja mjöðm og nýtt starf eftir hækjur og hjóla- stól. „Ég reyndi samt allan tímann að vera jákvæður þótt þetta væri erfitt skeið. Það kom sér vel þegar ég lá á lyfjadeildinni, sem er endastöð hjá mörgum.“ Bakarinn segist hafa fengið nýja sýn á lífið. Hann sé hættur að velta sér upp úr pólitík og njóti hverrar stundar. „Ég er þakklátur fyrir þessa reynslu og skil núna að hreyfi- og starfsgeta er ekki sjálfsagður hlut- ur,“ segir Óðinn Svan við bakara- ofninn. Það er einmitt brauðið sem hann lærði að baka hjá Ítölunum sem selst sem heitar lummur þessa dagana í hinu bjarta norðri, á Akur- eyri, í heimabæ laufabrauðsins. n Næstum dauður en rís nú upp með brauð að vopni Óðinn Svan Geirsson bakari missti heilsuna og upplifði helvíti. Nýir og spennandi tímar hafa nú tekið við. MYND/AÐSEND arnartomas@frettabladid.is SAMFÉLAG Jólaálfur SÁÁ kom fljúg- andi til byggða í gær, þar sem hann fékk far með þyrlu frá Norðurflugi. Anna Hildur Guðmundsdóttir, formaður SÁÁ, sótti álfinn og kom með hann á Vog í hádeginu. Á móti þeim tóku börn úr Skólakór Kárs- nesskóla ásamt Ásmundi Einari Daðasyni barnamálaráðherra og sungu jólalög fyrir viðstadda. Jólaálfasala SÁÁ hófst í gær, þar sem stendur til að afla fjár fyrir sál- fræðiþjónustu barna hjá SÁÁ. Álfa- salan stendur fram á helgi og verður sölufólk SÁÁ á fjölförnum stöðum um land allt. n Jólaálfurinn kom með Norðurflugi Jólaálfinum var vel tekið er hann birtist af himnum ofan. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK gar@frettabladid.is KJARAMÁL Hlé var gert á kjaravið- ræðum Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins í gær. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sem stendur utan þessara viðræðna, hvetur fólk til samstöðu. „Ætlar fólk að sætta sig við að auð- stéttin sigli hlæjandi fram hjá í góð- ærisfleyinu sínu á meðan að þau sem hafa svitnað fyrir hagvöxtinn eru skilin eftir í hriplekum báti?“ skrifaði Sólveig Anna á Facebook-síðu sína. Sagði Sólveig Anna að hagvöxtur á Íslandi í ár sé 7 prósent og 4,4 prósent í fyrra. Hagnaður fyrirtækja í Kaup- höllinni væri 34 milljörðum meiri nú en á sama tíma í fyrra. Það væri 30 prósenta hækkun. „Samtök atvinnulífsins reyna að troða upp á okkur 4 prósenta launa- hækkun. Í verðbólgu sem fer yfir 9 prósent. Verðbólgu sem étur upp kaupmáttinn okkar,“ skrifar for- maðurinn. „Ég vona að fólk skilji að við verðum að standa saman, vopnuð sjálfsvirðingunni og vitneskjunni um að við erum ómissandi í allri verðmætasköpun þjóðfélagsins.“ n Fólk verði að standa saman Sólveig Anna Jóns- dóttir, formaður Eflingar 2 Fréttir 2. desember 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.