Fréttablaðið - 02.12.2022, Síða 8

Fréttablaðið - 02.12.2022, Síða 8
Hámark bóta verður þrjár milljónir í stað sex áður. kristinnhaukur@frettabladid.is STJÓRNSÝSLA Hæstu sanngirnis- bætur sem ríkið greiðir út verða þrjár milljónir í stað sex verði ný löggjöf Katrínar Jakobsdóttur for- sætisráðherra að veruleika. Þetta kemur fram í mati á áhrifum laga- setningar sem birt hefur verið í sam- ráðsgátt stjórnvalda. Til stendur að gera nýja heildar- löggjöf um sanngirnisbætur til að ná betur utan um allt fólk sem orðið hefur fyrir varanlegum skaða vegna of beldis eða misréttis hjá stofn- unum ríkisins eða sveitarfélaga. Löggjöfin mun einnig veita rýmri tímamörk en núverandi löggjöf nær einungis til brota sem framin voru til 1. febrúar árið 1993 og falla lögin úr gildi þann 31. desember árið 2023. Verður hún byggð á því kerfi sem verið hefur við lýði í Noregi um nokkurt skeið. Það er að nefnd tveggja dómara og tveggja þing- manna taki ákvörðun um bætur og ekki sé hægt að skjóta niðurstöð- unni til dómstóla. Í dag eru í gildi lög um sanngirnis- bætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum fyrir börn. Kemur þar fram að bætur til einstaklings skulu aldrei vera hærri en sex milljónir króna en hámarkið breytist á hverju ári miðað við vísitölu neysluverðs. Meðal þeirra stofnana sem greitt hefur verið út fyrir eru vistheimilið Breiðavík, Silungapollur, Kumbara- vogur, Bjarg og Heyrnleysingjaskól- inn. Í matinu kemur fram að ekki sé hægt að leggja mat á umfang kostnaðar við sanngirnisbætur á þessu stigi. „Þó má búast við að þar sem frumvarpið gerir ráð fyrir að hámarks bótafjárhæð sé óveruleg og þar sem ekki verður þá þörf á stórum, tímafrekum og fjárhags- lega dýrum rannsóknum varðandi tiltekna hópa, sem einnig mundu kalla á greiðslu bóta, verðir kostn- aður af lagasetningunni í lágmarki,“ segir þar. n Hámark sanngirnisbóta verði lækkað verulega kristinnhaukur@frettabladid.is ÁRBORG Bæjarráð Árborgar hafnaði ósk Rauða krossins í Árnessýslu um að kaupa gám til þess að geyma neyðarkerru félagsins. Þetta var ákveðið á fundi bæjarráðs í gær. Samkvæmt bréfi Rauða kross- ins er félagið í vandræðum með að geyma neyðarkerru sína. Er hún notuð þegar kemur upp einhvers konar vá í samfélaginu. Félaginu stendur til boða að kaupa gám það en á ekki nægan pening. „Við rekum okkar deild án allra styrkja, rekum hér litla verslun sem við notum í starfið okkar sem er til að stuðla að því að rjúfa félagslega einangrun,“ segir í beiðni Rauða krossins sem Erla Guðlaug Sigur- jónsdóttir deildarstjóri ritaði. Hún sá sér ekki fært að ræða málið við Fréttablaðið. n Árborg neitaði Rauða krossinum um kerrugám Bæjarráð hafnaði beiðnni í gær. Það eru hvergi leið- beiningar um að maður þurfi að slökkva á viðkvæm- um tækjum. Róbert Marshall, íbúi í Vestur- bænum Taka þarf rafmagn af íbúð eða húsi til þess að koma snjallmæli fyrir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Veitur hafna ábyrgð á skemmdum á raftækjum í tveimur íbúðum í Vestur- bænum, eftir að snjallmælar voru settir upp í annarri þeirra. Hátalarakerfi, dyra- bjalla og þvottavél fóru í skrall. kristinnhaukur@frettabladid.is NEYTENDUR Raftæki í tveimur íbúð- um eyðilögðust eftir uppsetningu snjallmæla frá Veitum. Virðist sem svo að raftækin hafi eyðilagst eftir að straumur var tekinn af íbúð og settur aftur á. Engar viðvaranir eru í leiðbeiningum Veitna um að verja þurfi raftæki við skiptin. Atvikið gerðist á heimili Róberts Marshall, fyrrverandi þingmanns og fjölmiðlamanns, á Melhaganum í Vesturbænum. Eftir að starfsmenn á vegum Veitna komu og settu upp svokallaða snjallmæla, til að mæla rafmagns- og vatnsnotkun, eyði- lagðist hátalarakerfi á heimilinu sem og dyrabjallan. Ekki nóg með það heldur eyðilagðist þvottavél í íbúð nágranna. Að öllum líkindum eru skemmd- irnar á rafmagnstækjunum afleið- ing þess að straumur var tekinn af og settur aftur á. En í þeim auglýs- ingum sem Veitur sendu var hvergi varað við að verja þyrfti raftæki. Aðeins að íbúar mættu búast við því að verða rafmagns- og vatns- lausir á meðan á skiptunum stæði. „Það eru hvergi leiðbeiningar um að maður þurfi að slökkva á við- kvæmum tækjum,“ segir Róbert, sem hefur rætt við bæði Veitur og tryggingafyrirtækið, VÍS, sem haf na bót aáby rgð. Nág ranni Róberts hefur einnig sent inn erindi vegna sinna skemmda. Hvað hátalarana varðar, sem eru að gerðinni Presonus, fékk sagan hins vegar farsælan endi en Hljóð- færahúsið bætti þá. „Ég fékk nýja hátalara endurgjaldslaust,“ segir Róbert. „Hljóðfærahúsið er með góða ábyrgðartilfinningu gagn- vart sínum viðskiptavinum og þjónustan er til fyrirmyndar.“ Samkvæmt Rún Ingvarsdóttur, sérfræðingi í samskiptamálum hjá Orkuveitu Reykjavíkur sem á Veit- ur, er búið að skipta um 24 þúsund snjallmæla á veitusvæði Veitna, þar af um 17 þúsund rafmagnsmæla. Verkefnið hófst í janúar á þessu ári og stefnt er að því að ljúka því árið 2025. „Veitum er ekki kunnugt um nein atvik eða ábendingar um að mæla- skipti hafi haft áhrif á önnur raf- tæki á heimilum fólks sambærileg málinu sem spurt er um,“ segir hún. VÍS hafi tekið afstöðu til málsins og hafnað bótakröfu. „Skoðun á umræddu atviki leiddi ekkert óvenjulegt í ljós eða að uppsetning á mælum hefði skemmt raftæki.“ Aðspurð um hvers vegna fólki sé ekki bent á að slökkva á viðkvæm- um raftækjum meðan snjallmælar eru settir upp og að hvort ekki sé ástæða til þess að endurskoða verk- lagið, einkum í ljósi þess að raftæki í annarri íbúð skemmdust, segir Rún að verkferlarnir séu skoðaðir reglulega. Meðal annars eftir að ábendingar berast. „Á meðan á mælaskiptum stend- ur þarf að taka rafmagnið af við- komandi íbúð eða húsi, en raftæki eiga að þola fyrirvaralaust straum- leysi, sem gerist reglulega á hverju heimili,“ segir Rún. „Þó þekkjast dæmi þess að gömul tæki þoli það illa. Það hefur þó ekkert með upp- setningu á snjallmælinum að gera enda breytir mælirinn ekki spennu á húsinu.“ n Raftæki eyðilögðust eftir að Veitur settu upp snjallmæla á Melhaganum Veiði á rjúpum lýkur næstu daga. bth@frettabladid.is SKOTVEIÐI Þrír dagar eru eftir af rjúpnaveiðitímabilinu að með- töldum deginum í dag. Veiðarnar hafa gengið ágætlega að sögn Áka Ármanns Jónssonar, formanns Skotvís, en aðeins hefur verið leyfilegt að skjóta rjúpur hálf- an daginn hluta vikunnar. „Þetta hefur verið kropp en menn hafa fengið í jólamatinn,“ segir Áki Ármann. Mjög óvenjulegt veðurfar var í nóvember og ekki hagfellt veiði- mönnum því rjúpan leitar hærra upp í fjalllendi þegar snjóleysi er eins og nú. Hins vegar á milt veðurfar þátt í að lítil sem engin brögð hafa verið að því að veiðimenn hafi týnst með tilheyrandi veseni. Áki Ármann segir að seinni ár heyri það reyndar til undantekn- inga að veiðimenn týnist. GPS-tæki hafi komið sterk inn og menn séu almennt betur búnir en áður. Formaður Skotvís áætlar að um 30.000 rjúpur verði skotnar þetta árið. Stofninn hafi líklegast verið vanmetinn en lítið sé af ungfugli eftir afföll í sumar. „Menn eru steinhættir að selja fugl, sem betur fer," segir Áki Ármann, spurður hvort sölubannið hafi verið virt. n Rjúpnaveiðin á landinu hefur gengið áfallalaust gar@frettabladid.is BJÖRGUN Klukkan rétt rúmlega 10 í gærmorgun barst beiðni frá erlendum ferðamanni í Land- mannalaugum. Hann hafði fest bíl sinn í á, að því er sagði í tilkynningu frá Landsbjörg. Flugbjörgunarsveitin á Hellu sendi bíl eftir manninum, sem var einn á ferð og hafði gist í Land- mannalaugum um nóttina. Þar hafði snjóað og vaxið í ám. Er hann hugðist fara til baka hafði hann fest bílinn í árkvísl. Bíllinn náðist á þurrt en var skilinn eftir. n Einn í vanda á miðhálendinu Gisti í Landmannalaugum og festi svo jeppann í á. MYND/LANDSBJÖRG gar@frettabladid.is ÚKRAÍNA Dmítríj Peskov, tals- maður Vladímírs Pútín, segir Rússa ekki lengur hafa það að markmiði að steypa forseta Úkraínu, Volo- dímír Zelenskíj, af stóli. Pútín vilji beinar samræður við Zelenskíj. „Þeir vilja sennilega fá vopnahlé, úr því að stríðið gengur svona illa,“ hefur Verdens Gang eftir finnska her naða r f r æði ng nu m I l ma r i Käihkö. „Hann reynir bara að blekkja til að kaupa tíma,“ segir hins vegar Svíinn Stig Fredrikson sem er sér- fræðingur í málefnum Rússlands. n Pútín sé að plata 6 Fréttir 2. desember 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.