Fréttablaðið - 02.12.2022, Side 10

Fréttablaðið - 02.12.2022, Side 10
ser@frettabladid.is BÍLAR Sala nýrra fólksbíla í nóvem- ber jókst um 34,5 prósent miðað við sama mánuð í fyrra, að því er nýjar tölur Bílgreinasambandsins sýna, en alls voru skráðir 1.295 nýir fólks- bílar í mánuðinum en voru 963 á síðasta ári. Þessar tölur eru í nokkru sam- ræmi við sölu nýrra bíla það sem af er árinu í ár, en eftir fyrstu ellefu mánuði ársins hefur salan aukist um 31,5 prósent miðað við sama tímabil í fyrra. Í ár hafa selst 15.168 nýir fólksbílar samanborið við 11.531 nýjan fólskbíl í fyrra. Það sem af er ári hafa selst 6.068 nýir fólksbílar til einstaklinga en í fyrra á sama tíma var búið að selja 5.438 nýja fólksbíla, sem er vel ríf- lega ellefu prósenta aukning. Hlutfall rafmagnsbíla er hæst þegar heildarsalan eftir orkugjöfum er skoðuð, eða ríf lega 30 prósent. Tengiltvinnbílar koma þar á eftir með rösk 23 prósent af sölunni, sala hybrid-bíla er 18,5 prósent, en hlut- fall dísil- og bensínbíla er komið niður í 15 og ríf 12 prósent. n Sala nýrra bíla eykst um þriðjung Hlutfall dísil- og bens- ínbíla er komið niður í 15 og ríflega 12 pró- sent. Rannsóknarsetur verslunar- innar spáir því að jólaveltan aukist um 5 milljarða á þessu ári. Samkvæmt þessu dregst veltan saman að raunvirði um 1,7 prósent frá árinu 2021, sem reyndar fór fram úr væntingum. Íslenskar bækur og spil eru jólagjöfin í ár. kristinnhaukur@frettabladid.is olafur@frettabladid.is VERSLUN Sigrún Ösp Sigurjóns- dóttir, forstöðumaður Rannsóknar- setursins, segir að spá setursins um fimm milljarða króna aukningu í jólaverslun milli ára sé aðallega byggð á verðlagshækkunum og neysluhegðun einstaklinga á árinu. Mikill kraftur var í einkaneyslu á fyrri hluta ársins en dregið hefur úr á seinni hluta vegna hærra verðlags. Gert er ráð fyrir að smásöluvelta í nóvember og desember verði 123,7 milljarðar króna fyrir utan virðisaukaskatt. Jafngildir þetta að verslun vegna jólahalds verði 73.535 krónur á mann að meðaltali. Eða tæplega 295 þúsund krónur fyrir fjögurra manna vísitölufjölskyldu. Af meðaltalinu fara 28.844 krónur í dagvöru, svo sem matvæli, en 44.690 krónur í sérvöru, eins og jólagjafir. Á síðasta ári fór verslunin nokkuð fram úr spá Rannsóknarsetursins. Spáin hljóðaði upp á tæplega 4 prósenta aukningu en raunin varð rúmlega 7. Sigrún segir að spáin hafi verið nokkuð hógvær í fyrra og að áhrif faraldursins hafi verið vanmetin. Það er að faraldurinn, sem olli aukningu í veltu, hafi verið langlífari en búist var við. Rannsóknarsetrið sér skýr merki um að jólaveltan sé að dreifast. Það er að nóvember og desember séu jafnari en áður. „Síðustu tvö ár virðist jólaverslunin hafa færst að einhverju leyti framar, yfir á nóv- embermánuð,“ segir Sigrún. Líklegasta ástæðan séu stóru afsláttardagarnir, sem kenndir eru við Black Friday og Cyber Monday, og áherslu á netverslun. „Það er mjög merkilegt að sjá hvernig afsláttardagarnir hafa haft áhrif á neysluhegðun,“ segir Sigrún. Rannsóknarsetrið hefur mælt kortaveltugögn með daglegri tíðni undanfarin tvö ár.  Seinna í des- ember mun liggja fyrir hversu stórir afsláttardagarnir voru á þessu ári. Rannsóknasetur verslunarinnar hefur kveðið upp úr með það að jóla- gjöfin í ár er íslenskar bækur og spil. Af lað var upplýsinga frá neyt- endum með netkönnun sem Pró- sent framkvæmdi. Spurt var tveggja spurninga, annars vegar hvaða vörur/þjónustu fólk væri til í að fá í jólagjöf þessi jól og hins vegar hvað það langaði helst að fá íjólagjöf í ár. Rýnihópur á vegum Rannsókna- setursins hittist og ræddi rann- sóknarspurninguna „Hver er jóla- gjöf ársins?“ og þegar nokkuð var liðið á umræðuna voru niðurstöður könnunar prósents og upplýsingar frá verslunum kynntar á fundinum Flestir neytendur, 55 prósent, völdu bækur og spil á sinn óskalista, auk þess sem 13 prósent vilja helst af öllu fá bækur eða spil í jólagjöf. Hjá rýnihópnum kom fram að mikil áhersla væri á samveru og skemmtun og tíðarandinn kallar á aukinn léttleika eftir hörmungar undanfarinna ára. Þá mátti greina í umræðunum ákveðinn samhljóm um mikilvægi íslenska tungumáls- ins sem fellur vel að tíðarandanum en umræða um varðveislu þess hefur verið fyrirferðarmikil á árinu. Lestur bóka er mikilvægt vopn í baráttu fyrir varðveislu íslensk- unnar. Vísitala RSV um smásölu- veltu sýnir að velta bókaútgefenda hefur aukist verulega frá síðasta ári og raunar árlega síðustu fjögur ár. n Jólaverslun dregst lítillega saman og bækur og spil eru jólagjöfin í ár Síðustu tvö ár virðist jólaverslunin hafa færst að einhverju leyti framar, yfir á nóvem- bermánuð. Sigrún Ösp Sigurjónsdótt- ir, forstöðu- maður Rann- sóknarseturs verslunarinnar Velta hjá íslenskum bókaútgefendum hefur aukist jafnt og þétt síðustu fjögur árin og bókin virðist halda velli þrátt fyrir að neytendur geti valið úr sífellt fleiri kostum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI bth@frettabladid.is MÝRDALSHREPPUR „Það eru engar fréttir í bili, málið liggur inni hjá Skipulagsstofnun, segir Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri í Mýrdals- hreppi. Spenna er meðal íbúa á Suður- landi varðandi hvort stórfelldur áfor maður v ik ur út f lutning ur verður að veruleika. Niðurstaðan gæti haft gríðarleg áhrif á umferð á vegum auk margvíslegra annarra umhverfisáhrifa. Þýska f y rirtæk ið EP Power Miner als áformar efnistöku á vikri á Mýrdalssandi austan og suðaust- an við Hafursey við Háöldu. Vikur- inn yrði f luttur til Evrópu og víðar sem hráefni í framleiðslu á sementi. Fram kom í Fréttablaðinu í sumar að vikrinum yrði ef til vill Bíða eftir Skipulagsstofnun vegna vikurvinnslu Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri í Mýrdalshreppi ekið til Þorlákshafnar allan sólar- hringinn, stórir bílar færu um þjóð- veg eitt á kortersfresti allan sólar- hringinn. Margar umsagnir hafa borist samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins. Sem fyrr segir liggur álit Skipulagsstofnunar ekki enn fyrir. „Ég held það sé ómögulegt að segja til um hvort af þessu verður,“ segir Einar Freyr. n Alls voru 1.295 nýir bílar skráðir í nóvember miðað við 963 í fyrra. arnartomas@frettabladid.is NÁTTÚRA Nashyrningastofn Sim- babve telur nú yfir þúsund dýr, í fyrsta skipti í meira en þrjátíu ár. Heildarfjöldi nashyrninga í landinu er nú um 1.033 miðað við 887 dýr árið 2017. Tölurnar, sem teknar voru saman af sérfræðihóp um verndun afrískra nashyrninga, benda til þess að nátt- úruverndarstarf á svæðinu sé að bera ávöxt. Þá hefur tíðni veiðiþjófnaðar minnkað á undanförnum árum, eða síðan horn nashyrninganna voru eftirsótt á svarta markaðnum víða um heim. n Nashyrningastofn vex í Simbabve Svartir nashyrningar eru í útrým- ingarhættu. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY arnartomas@frettabladid.is KÍNA Kínversk yfirvöld munu slaka á sóttvarnaráðstöfunum sínum og fjöldaprófum vegna Covid-19 á næstu dögum. Þótt tíðni smits vegna faraldursins sé enn há hefur fjöldi borga lagst í tilslakanir eftir mikla reiði meðal íbúa vegna ráðstafana á borð við einangrun og útgöngubann. Þá segja ráðamenn að færri séu að veikjast af völdum veirunnar. Nú stendur til að einstaklingar sem greinist með veiruna geti verið í sóttkví heima hjá sér en á sumum stöðum hafði útgöngubann verið sett á heilu samfélögin ef að svo mikið sem eitt smit greindist þar innan. Kínverskur almenningur virðist hafa fengið sig fullsaddan af þessum takmörkunum vegna faraldursins og hafa mismikil mótmæli sprottið upp víðs vegar um landið, allt frá kerta- fleytingum og yfir í átök við lögreglu. Um er að ræða einhverja mestu borg- aralegu óhlýðni í Kína síðan að Xi Jinping tók við völdum 2012. Heilbrigðisyfirvöld vara þó við bakslagi vegna afléttinga en á mið- vikudag greindust um 36 þúsund ný smit af veirunni í Kína. Það er hæsta tala greindra á einum degi síðan far- aldurinn hófst en stór hluti smitaðra er þó með öllu einkennalaus. n Slaka á aðgerðum í kjölfar reiðibylgju Mótmæli í Tíbet vegna aðgerða kínverskra yfirvalda. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 8 Fréttir 2. desember 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.