Fréttablaðið - 02.12.2022, Síða 14

Fréttablaðið - 02.12.2022, Síða 14
n Halldór n Frá degi til dags ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is, Lovísa Arnardóttir lovisa@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is. VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Í þessum ummælum kristallast helstu kostir eins farsælasta forsætis- ráðherra þjóðar- innar. Eftir situr ósjálfbær og óábyrg stefna. Sýndar- veruleiki í stað raun- veruleika- tengingar. Guðmundur Gunnarsson ggunnars @frettabladid.is Það er alltaf áhugavert þegar ríkisstjórnarflokkarnir reyna að beina sjónum almennings inn í sýndarveru- leika þeirra. Fullyrðingar eru settar fram og síðan treyst á að þær verði ekki skoðaðar, hvað þá leiðréttar. Vinstri græn töldu fólki trú um að þau ætluðu að hækka veiðigjöld nú í vikunni þegar raunin er sú að verið er að dreifa Covid-lækkun stjórnvalda í fimm ár. Þessi leikfimi þeirra líktist leit að syndaaflausn eftir stanslausa undanlátssemi gagnvart Sjálfstæðis- flokknum og stórútgerðinni. Stjórnarflokkunum gafst reyndar einnig færi á að samþykkja tillögu Viðreisnar. Hún fól í sér einfalda tæknilega breytingu við að gera útreikningana á aflaverðmæti gegnsærri, fyrirsjáan- legri og réttlátari með tengingum við fiskmarkaði. Það hefði þýtt hækkun veiðigjalda. Tillagan var ekki sögð tímabær (sígilt) og felld af stjórnarflokkunum. Því ekki má ógna stöðugleikanum við ríkisstjórnarborðið. Annað dæmi var þegar viðskiptaráðherra barði sér á brjóst um snilldina í hagstjórninni. Tekjuaukinn væri svo mikill. Hann er þó fyrst og fremst tilkominn vegna viðskiptahalla við útlönd. Í raun erlend og ósjálfbær lántaka þjóðarbúsins. Neysluskattstekjur ríkissjóðs hér eru því ósjálfbærar. Það skynsama við slíkar aðstæður er að nýta þann tekjuauka og greiða niður erlendar skuldir. Eitt af því sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sagði að hefði verið gert vel fyrir hrun var að nýta tekjur til að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Vaxtagreiðslur ríkissjóðs lækkuðu því verulega og það veitti dýrmæta viðspyrnu síðar. Þessi ríkisstjórn ætlar allt aðrar leiðir. Vaxtagjöld hafa stóraukist og eru nú þriðji stærsti útgjaldaliðurinn, verða tæpir 100 milljarðar á næsta ári eða svipað og fer í málaflokk aldraðra. Skýra framtíðarsýn er hvergi að finna í fjárlagafrumvarpinu, hvað þá umbætur á kerfum til að tryggja samkeppnishæf lífskjör. Pólitískt meirihlutasamstarf krefst málamiðlana en í þessu samstarfi virðist engin skýr ákvörðun hafa verið tekin um það hvernig ná eigi jafnvægi í ríkisfjármálum og forgangsraða fjárveitingum betur. Eftir situr ósjálf- bær og óábyrg stefna. Sýndarveruleiki í stað raunveru- leikatengingar. n Sýndarveruleiki Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar ÍÞRÓTTAVIKAN MEÐ BENNA BÓ FÖSTUDAGA KL. 21.00 Það má margt ráða af því hvernig valdamikið fólk talar um andstæð- inga sína. Sér í lagi þegar andstæðing- arnir velgja þeim hraustlega undir uggum. Gera sig jafnvel líklega til að hafa af þeim völdin. Um þetta vitna tvö nýleg dæmi úr heimi stjórnmálanna. Á fimm ára afmælisdegi ríkisstjórnarinnar var Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra spurð út í Kristrúnu Frostadóttur, nýkjörinn formann Samfylkingarinnar. Þingmanninn sem rýkur upp í vinsældum og virðist á góðri leið með að verða leiðandi afl á þingi. Um Kristrúnu sagði Katrín: „Hún er málefna- legur stjórnmálamaður sem mér hugnast vel.“ Bætti raunar um betur og sagðist standa keik andspænis leiftursókninni, þar sem það væri „hlutverk Kristrúnar að gagnrýna stjórnina“. Það verður að segjast eins og er að það er bragur á þessu viðhorfi. Í þessum ummælum kristallast helstu kostir eins farsælasta forsætis- ráðherra þjóðarinnar. Það er alltaf hægt að ganga að því vísu að Katrín muni tala af virðingu. Þá virðingu fær hún svo margfalt til baka í formi stuðnings sem nær langt út fyrir hennar eigin stjórnmála- flokk. Berum þetta nú saman við fræga ræðu for- manns Sjálfstæðisflokksins á landsfundi fyrir mánuði síðan. Þar sem hann ákvað að verja bróðurparti eigin predikunar í skeytasendingar og steinkast. Allir þeir sem honum stendur stuggur af fengu sinn skerf. Bjarni Benediktsson er afar fær stjórnmála- maður. En á framgöngu hans á þessum fundi var allt annar og síðri bragur en Katrín jafnan skartar. Þessi ólíku ummæli tveggja valdamestu ráð- herra þjóðarinnar sýna, svo ekki verður um villst, að Katrín Jakobsdóttir hefur yfirburðina. Hún ber af í ríkisstjórnarsamstarfi flokka sem helst vilja sem minnstu breyta. Þar sem varð- staðan er eini sýnilegi sameiningarflöturinn. En henni ferst verkefnið vel úr hendi vegna þess að hún hefur vit á að hampa þeim sem harðast að henni sækja. Sefar svo þess á milli samherjana sem reyna að hlaupast undan merkjum. Af yfirvegun og eins konar sýni- kennslu í leiðtogatilburðum. Það skiptir nefnilega svo ótrúlega miklu máli að skipstjórinn sé alltaf sá sem er stóískur. Þetta eru þeir eiginleikar sem gera Katrínu að leiðtoganum sem ríkisstjórnin þarf og þess vegna er hún farsæl. Annarra yrði ekki eins sárt saknað. n Leiðtogabragur gar@frettabladid.is Haglél Sá einkennilegi atburður varð á höfuðborgarsvæðinu í gær að haglél birtist eins og skrattinn úr sauðarleggnum og féll yfir land og lýð sem átti sér einskis ills von, vitanlega, og rak upp stór augu. Mun þetta hagl hafa sést víða, jafnvel á stöðum eins og Stokkseyri og Eyrar- bakka. Hvort þessi viðburður er undanfari þess að í vetur verði vetrarveður hér sunnan- lands er sennilega of snemmt að skera úr um. Hitt blasir við að forvígísmenn skíðasvæða hljóta að hafa hlaupið um fjöll með tunguna á undan sér til að reyna að krækja í þó ekki nema örlítinn part af dýrðinni. Fullveldi Fyrrum frídagurinn og virðu- legi húllumhædagurinn 1. desember var í gær og leið hjá að mestu óséður. Það er af sem áður var er háir og lágir, þó mest háir, tóku fullveldisdaginn alvarlega og minntust andak- tugir þrákelkni forfeðra okkar og formæðra í baráttunni fyrir sjálfræði þjóðarinnar. Nú er hins vegar að sjá að málsmetandi mönnum þyki orðið fullmikið veldi á landsins lýð og muni ekki unna sér hvíldar fyrr en tekst að vinda ofan af slíkum tilburðum, sem kunna ekki góðri lukku að stýra. n SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 2. desember 2022 FÖSTUDAGUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.