Fréttablaðið

Ulloq

Fréttablaðið - 02.12.2022, Qupperneq 15

Fréttablaðið - 02.12.2022, Qupperneq 15
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Framsóknar, Sjálfstæðisf lokks og Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs er kveðið á um að mönnun löggæslu á Íslandi þurfi að vera í takt við þarfir samfélagsins. Því þurfi að gera tímabundið átak með það að markmiði að fjölga í lögreglunámi á háskólastigi og tryggja þannig aukið öryggi og fagmennsku innan lög- reglunnar. Með fjölgun menntaðra lögreglumanna er unnt að bæta þjónustu, stytta rannsóknartíma og auka gæði lögreglustarfa. Viðvarandi mannekla Því miður hefur ekki tekist að draga úr manneklu meðal lögreglumanna hérlendis síðustu fimmtán ár. Ísland er með einna fæsta lögreglumenn í Evrópu miðað við höfðatölu og hvergi hefur lögreglumönnum fækk- að jafn mikið hlutfallslega sl. áratug og hérlendis. Mannekla kemur niður á almennri löggæslu, forvörnum og frumkvæðisvinnu og eykur álag á lögreglumenn. Samkvæmt skýrslum greiningardeildar ríkislögreglustjóra hefur fólksfjölgun, fjölgun ferða- manna og fækkun lögreglumanna komið niður á löggæslu, ekki síst í dreifbýli. Við vitum öll hversu mikilvægt það er að lögreglan búi yfir mennt- uðum lögreglumönnum, fjárveit- ingar til lögreglu hafa aukist síðustu ár og átaki hefur verið hrint í gang til þess að fjölga lögreglumönnum, en það mun þó taka nokkurn tíma þar til við komum til með að sjá þær aðgerðir bera almennilegan árangur. Nám til starfsréttinda tekur nú tvö ár og mögulegt er að bæta við sig einu ári til þess að ljúka náminu með BA- gráðu. En almennt tekur um 5 ár að mennta, þjálfa og byggja upp reynslu hjá lögreglumönnum. Enn eru nokkur ár í að búið verði að mennta og þjálfa nægilega marga lögreglu- menn svo gott sé. Lögreglan vill geta gert betur en þarf til þess verkfæri í töskuna. Svo að lögreglan og önnur lögregluyfirvöld geti verið í stakk búin til þess að mæta þeim miklu samfélagslegu áskorunum sem leiða af skipulagðri glæpastarfsemi, tækni- þróun, nýjum hugbúnaðarlausnum, hnattvæðingu og fjarskipta- og net- tengingu þarf að leita annarra leiða til þess að styrkja lögregluna og það getum við gert með því að nýta sér- fræðinga á öðrum sviðum í auknum mæli. Borgaralegir sérfræðingar Lögreglan á Akureyri auglýsti nýver- ið eftir rann sókn ar lög reglu mönn- um og borg ara leg um sér fræðing- um til að rann saka sta f ræn gögn, með áherslu á farsím a rann sókn ir. Meðal verk efna sér fræðing anna eru rann sókn ir sem krefjast auk- inn ar sér hæf ing ar og sérþekk ing ar. Til að mynda af rit un og rann sókn ir farsíma og annarra staf rænna sönn- un ar gagna og sam skipti við er lenda sam skiptamiðla og lög gæslu yf ir- völd með til liti til rétt ar beiðna. Þær menntunarkröfur sem gerðar eru fyrir borg ara leg an sér fræðing er mennt un sem nýt ist í starfi. Ég tel að við þurfum að nýta með fjölbreytt- ari hætti borgaralega sérfræðinga til greiningarvinnu hjá lögreglunni, þannig skapast betra ráðrúm fyrir lögreglumenn til þess að starfa á vettvangi. Auk þess er lögreglan sem stofnun svo miklu meira heldur en lögregla sem fer með lögregluvald, með því að styrkja stofnunina með þessum hætti má efla lögregluna sem heild á mun skemmri tíma. Mikilvægt er að gera greiningu á hvaða störf það eru sem hægt er að fela hinum borgaralegu sérfræðing- um, þannig má ná skilmerkilegum og markvissum árangri. Að lokum langar mig að árétta að á sama tíma og farið er í átak við að fjölga lögreglumönnum er það afar mikilvægt að halda utan um þá lög- reglumenn sem fyrir eru í starfi, en mannekla í lögreglunni er ein helsta uppspretta álags og streitu fyrir lög- reglumenn með tilheyrandi hættu á brottfalli úr stéttinni. Við megum ekki láta skort á lögreglumönnum verða til þess að við missum fleiri úr stéttinni. Þá er það mikilvægt að lögreglan finni og fái stuðning, hvort sem er frá yfirvöldum eða íbúum þessa lands til þess að sinna því mikilvæga starfi sem löggæsla er. n Lögregluna þarf að styðja og styrkja Ingibjörg Isaksen þingflokksformað- ur Framsóknar og fyrsti þingmaður NA-kjördæmis � 4. DESEMBER � KL. 14.00 � SILFURBERG JÓLAFJÖR með sölku sól Mannekla kemur niður á almennri lög- gæslu, forvörnum og frumkvæðisvinnu og eykur álag á lögreglu- menn. Nú rífa margir hár sitt og skegg, ef því er að skipta, út af nýafstaðinni Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, eða COP27. Það er hægur leikur í ljósi þeirrar ráðstefnu og alls þess sem er að gerast í heim- inum að tileinka sér mjög djúpa svartsýni þegar kemur að fram- tíðarhorfum varðandi líf á jörðu. Ákaflega margt bendir til að mann- kynið sé að fara með vistkerfið til helvítis, og þegar þjóðir koma saman, eins og á ráðstefnunni, er eins og enginn ætli að gera neitt í neinu. Doðinn virðist algjör. Tafa- leikir eru spilaðir. Rifist er um orð í ályktunum á meðan jöklar bráðna, skógar brenna og lönd sökkva. Eða hvað? Áður en stokkið er út í skúr og náð í spjald og kúst- skaft til að búa til skilti til þess að skrifa á það „Þetta er búið“ til þess að standa með í úlpu í Skeifunni um helgina, er kannski mikilvægt að reyna að anda með nefinu eða hugleiða um stundarsakir í lótus- stellingunni á steini við hafið í nóvemberblíðunni. Ná áttum. Sjáum til. Jú, svartasta bölsýni á fyllilega rétt á sér. Hún er mjög skiljanleg. Í raun er hún óþægilega viðeigandi. Eins og staðan er núna, og miðað við núverandi útblástur gróðurhúsalofttegunda, stefnir í að hlýnun lofthjúpsins verði 2,8 gráður á þessari öld, miðað við upphaf iðnvæðingar. Það yrði full- komin katastrófa. Í löndum þar sem nú búa milljarðar manna yrði ólíft. Fólk stæði frammi fyrir því að flýja þau lönd eða svitna til dauða í banvænu samspili ofsahita og raka. Veröldin að öðru leyti myndi breytast í martraðarkennt óvissu- svæði veðurfarshörmunga af áður óþekktri stærðargráðu. Þetta er veröld barna okkar og barnabarna. Ofan á náttúruhamfarir munu bætast ógnir vegna félagslegs óstöðugleika, gríðarstórra strauma flóttafólks, stríðsátaka, hungurs- neyða og annars böls. Þau kerfi sem mannfólkið hefur búið sér til eru engan veginn í stakk búin til þess að takast á við þá áratugi af viðvarandi neyðarástandi sem eru í uppsiglingu. Önnur ástæða til að standa með skilti í úlpu yfir hátíðirnar fyrir utan búðir felst í því að ákaflega margar vísbendingar eru fyrir hendi um að mannkynið stefni alls ekki í rétta átt í aðgerðum sínum svo hægt verði að fyrir- byggja skelfingarnar. Olíufyrirtæki munda nú borana á áður ónýttum olíulendum í Afríku eins og enginn sé morgundagurinn og útblástur dregst ekki saman, þótt ríkis- stjórnir lýsi yfir háleitum mark- miðum í þá veru. Og stórþjóðum eins og Rússum og fleirum virðist einfaldlega slétt sama. Fara bara í stríð. Rúskí karamba, svo vitnað sé í Fóstbræður. Nýleg skýrsla um stöðu loftslagsaðgerða á heimsvísu hefur leitt í ljós að á engum kvarða af ríflega fjörutíu hafa þjóðir heims sýnt nægilegan árangur í loftslags- málum. Það er eins og ekkert liggi á. Allir sallarólegir. Á nokkrum kvörðum var stefnan beinlínis í ranga átt. Orð og ályktanir munu ekki leysa loftslagsvandann, heldur aðgerðir. Í raun þarf að breyta öllum kerfum og grundvallarhugs- unum. Veröldin þarf nýtt orku- kerfi, nýja tegund matvælafram- leiðslu, nýjar neysluhefðir og sumir segja jafnvel ný trúarbrögð, til þess að efla andann, byggð á lotningu fyrir náttúrunni og umhverfinu sem elur okkur og nærir. Þetta er soldið mikið. Fyrir þjóð sem getur ekki einu sinni selt hlutabréf í banka eða gert kjarasamninga hljómar þetta óyfirstíganlegt. Vísindasamfélagið segir að mannkynið hafi sjö ár. Ef ekki tekst að draga úr útblæstri um helming næstu sjö árin lokast gluggi. Þá fer hlýnun jarðar yfir eina og hálfa gráðu og vítahringir loftslagsbreytinga hefjast, sem leiða til enn meiri hlýnunar. Tökum þá upp léttara hjal. Núna setja ríkisstjórnir heims eina og hálfa trilljón Bandaríkjadala á ári hverju í það að beinlínis niður- greiða olíunotkun og skógareyð- ingar. Fyrir þann pening má kaupa Apple-fyrirtækið tvisvar og eiga afgang. Af bjartsýnum sjónarhóli – smá Pollíönnu – má segja að þarna sé jú krani sem kannski er hægt að snúa. Ef þessi peningur er settur í orkuskipti og umbreytingar, þá er von. Kannski er þetta að gerast. Á COP27 var ekki bara rifist um orð í ályktunum. Urmull af sam- þykktum milli alls konar aðila leit þar líka dagsins ljós, um uppbygg- ingu á hreinni orkuframleiðslu úti um allar jarðir. Sólar- og vindorka hefur aldrei verið ódýrari. Fjár- festingar í vistvænum verkefnum á heimsvísu hafa margfaldast. Kröfur ungs fólks og annarra um breytingar stigmagnast ár frá ári. Alveg eins og í náttúrunni, þar sem víxlverkun atburða getur leitt til veldisvaxtar í hörmungum, þá getur félagsleg víxlverkun alls konar atburða – umbreyting kerfa skapar velsæld sem skapar meiri getu sem skapar enn hraðari umbreytingu kerfa – líka skapað veldisvöxt framfara sem kannski mun bjarga veröldinni frá allra verstu hörmungunum. Í öllu falli má ekki missa vonina. Án hennar er ekkert. n Sjö ár Guðmundur Steingrímsson n Í dag FÖSTUDAGUR 2. desember 2022 Skoðun 13FréttabLaðið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.