Fréttablaðið - 02.12.2022, Side 18

Fréttablaðið - 02.12.2022, Side 18
Á þeim tíma höfðum við skoðað 100 víta­ spyrnur sem Messi hafði tekið. Guðmundur Hreiðarsson Argen­ tínska þjóðin setur allt traust á Messi sem bregst stundum. Messi skaut til vinstri þegar Hannes varði en fór til hægri í fyrradag gegn Pól­ landi. Það er ekki fyrir alla að verja frá Lionel Messi á stærsta sviði fótboltans, sjálfu Heims- meistaramótinu. Hinum pólska Wojciech Szczęsny tókst hins vegar að endur- taka það sem Hannes Þór Halldórs son gerði svo eftir- minnilega árið 2018. hoddi@frettabladid.is Fótbolti Það var mikil pressa á Lionel Messi þegar hann steig á vítapunktinn á miðvikudag í Doha í Katar; Argentína varð að sækja úrslit gegn Póllandi til að komast áfram á Heimsmeistaramótinu. Þessi sama pressa var á Messi þegar hann steig á punktinn gegn Íslandi í Moskvu, sumarið 2018. Í bæði skiptin klikkaði þessi magnaði leik- maður á ögurstundu. „Þetta var öðruvísi markvarsla, spyrnan frá Messi var alls ekki slök,“ segir Guðmundur Hreiðars- son, fyrrverandi markvörður og markmannsþjálfari Jamaíka í dag um málið. Szczęsny varði virkilega vel frá Messi í stöðunni 0–0 en að lokum vann Argentína góðan sig ur sem skaut liðinu áfram. „Eins og Szczęsny segir sjálfur frá, þá er mikil vinna á bak við svona vítaspyrnur. Svo blandast auðvitað inn í þetta smá heppni.“ Guðmundur var markmanns- þjálfari íslenska liðsins á HM 2018 og segir mikla vinnu liggja á bak við svona hluti. „Á þeim tíma höfðum við skoðað 100 vítaspyrnur sem Messi hafði tekið, við tókum saman alla tölfræði um það hvar hann væri líklegastur til að taka sínar spyrnur. Fyrir fjórum árum fannst okkur það líklegast að þegar allt væri undir þá færi hann í hornið sem Hannes ver frá honum. Í æfingaleikjum miðað við töl- fræðina sem var þá, þá setti hann boltann yfirleitt í vinkilinn þar sem hann tók spyrnuna gegn Póllandi. Þetta er úti um allt hjá honum, Messi klikkar á svona 7–8 prósent- um af sínum vítaspyrnum, en hann heldur alltaf áfram að taka þær.“ Gríðarlegt stress Ljóst er að mikið stress gerir vart við sig hjá Messi þegar hann stígur á punktinn fyrir Argentínu, heil þjóð treystir á það að hann leiði liðið til sigurs á Heimsmeistara- mótinu. „Maður sér það í spyrnunni í gær að það er gríðarlegt stress og mikið undir. Maður sá sömu takta frá honum gegn Hannesi. Við sjáum andlitsdrættina hans, hann er gríðarlega stressaður. Hann dregur djúpt andann og blæs svo frá sér. Það er gríðarlega mikið undir, markvörðurinn tapar aldrei í svona aðstæðum.“ Guðmundur segir að varslan frá Szczęsny sé á heimsmælikvarða. „Tímasetningin í öllu hjá honum er frábær, hann fer af stað á sama augnabliki og Messi spyrnir í bolt- ann. Þetta er geggjuð markvarsla og þvílíkur kraftur í honum. Þetta er úrvalshæð fyrir mark- vörð, aðeins ofar eða neðar og þá ertu of seinn. Það var keimlíkur aðdragandi hvernig Hannes hegð- ar sér rétt fyrir spyrnuna og svo Szczęsny. Hann hoppar og lemur í slána, Hannes klappar saman höndum rétt áður en hann spyrnir. Hvort slíkt hafi áhrif er reyndar ómögulegt að segja.“ Messi stækkar augnablikið Það að verja frá Lionel Messi á þessu stærsta sviði fótboltans gerir augna- blikið enn stærra fyrir markvörð. „Það gerir þetta allt miklu stærra. Í tilfelli okkar Íslendinga og þá sér- staklega fyrir Hannes, þá er hans augnablik í mínum bókum stærra, Ísland nær þarna stigi í sínum fyrsta leik á HM. Það að verja á móti Messi er hins vegar alltaf stórt augnablik, sama hvernig úrslitin verða," segir Guðmundur, um augnablikin sem alla markverði dreymir um. n Í fótspor Hannesar á HM Eitt frægasta augnablik í íslenskri íþrótta- sögu var þegar Hannes Þór varði frá Messi sumarið 2018. Fréttablaðið/ Getty Pólski mark- vörðurinn var ekki lengi að lesa hvað Messi ætlaði sér að gera. Messi þekkir það vel að klikka á HM. Fréttablaðið/ Getty hoddi@frettabladid.is Fótbolti KSÍ hefur á undanförnum dögum verið að framlengja samn- inga við tæknifyrirtæki. Breyting- arnar í heimi íþrótta hafa verið hraðar á undanförnum árum og er nú allt greint í frumeindir. Til þess þarf tækni og búnað og KSÍ, sem var eftirbátur í þessum málum, hefur tekið stór skref fram á við undanfarin ár. Í vikunni hefur KSÍ framlengt samninga sína við FootoVision og Spiideo sem eru erlend fyrirtæki. FootoVision sér um gagnasöfnun og leikgreiningu í tengslum við leiki landsliða (optical tracking). KSÍ samdi við FootoVision til reynslu um mitt ár 2021 og nú hefur verið undirritaður samstarfssamn- ingur sem gildir til ársloka 2023. KSÍ framlengir samning sinn við Spiideo um þrjú ár. Spiideo er fyrirtæki sem selur fastar mynd- bandsupptökuvélar sem eru not- aðar til leikgreiningar á meðan á leik/æfingu stendur, og Spiideo búnaðurinn sér um upptökur og geymslu á upptökum. Laugardalsvöllur og um tuttugu aðrir vellir á Íslandi eru útbúnir myndavélum frá Spiideo. Í gegnum Spiideo á völlum félaganna er til að mynda möguleiki á að streyma leikjum yngri f lokka og gera þar með aðstandendum og stuðnings- mönnunum kleift að horfa á leiki í beinni útsendingu. n Tækni og takkaskór hjá KSÍ Sveindís Jane á landsliðsæfingu. Fréttablaðið/Valli Á undanförnum árum hefur tæknin orðið mikilvægt tól. 16 Íþróttir 2. desember 2022 FÖSTUDAGURÍþRóTTiR Fréttablaðið 2. desember 2022 FÖSTUDAGUR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.