Fréttablaðið - 02.12.2022, Page 22

Fréttablaðið - 02.12.2022, Page 22
Flaggskip íslensku kabarett- senunnar, Reykjavík Kabarett, snýr aftur eftir langt hlé eftir barneignir og heimsfaraldur. Jóla- skórnir verða pússaðir, Hjössa er að strauja jóla-hlébarðabikiníið og Lalli töframaður brýnir heftibyss- urnar. Hópurinn verður í Þjóð- leikhúskjallaranum næstu þrjú föstudagskvöld ásamt glæsilegum gestum. „Það verða einhverjir algjörir töfrar þegar svona reynslu- bobbingar koma saman. Mikil fagmennska í ruglinu,“ segir Gógó Starr draglistamaður. „Það hefur mikið vatn runnið til sjávar frá fyrstu sýningu hópsins 2016. Þá voru engir að gera svona sýningar en nú eru þær orðnar fastur liður í skemmtanalífi landans,“ segir Ragnheiður Maísól sem er einn stofnenda hópsins. „Við erum langflest að koma fram í alls konar öðrum kabarettum, en þegar þessi hópur kemur saman, ég, Gógó Starr, Lalli töframaður og Margrét Maack, þá erum við Reykjavík Kabarett.“ Mikið verður um dýrðir, segja þau. „Giljagaur sýnir nýtt og mjög sexí atriði, Margrét Maack er að vinna í atriði um rjúpu og Kvartettinn Barbari verður með okkur á öllum sýningum.“ n Reykjavík Kabarett snýr aftur n Jólakabarett Nostalgískur risarækjukokteill með eitís-ívafi n Uppskriftin 2. des 3. des 4. des Föstudagur Laugardagur Sunnudagur Hvað er að gerast um helgina? n Jólamarkaður Skógarlundar kl. 14.00-16.00 Skógarlundur, Akureyri Skógarlundur er miðstöð virkni og hæfingar fyrir fólk með lang- varandi stuðningsþarfir. Húsið er rautt á litinn og staðsett á horni Dalsbrautar og Skógarlundar. Opið er í dag, föstudag og á morgun, laugardag. n Eldklárar og eftirsóttar – jóla- spuni kl. 17.30 Tjarnarbíó Eldklárar og eftirsóttar er sjálf- stæður hópur kvenkyns grínista sem sérhæfir sig í spuna. Þetta samansafn gáfuðustu, heitustu og fyndnustu kvenna landsins hefur það eitt að markmiði að kitla hláturtaugar áhorfenda. n Ari Eldjárn prófar nýtt grín kl. 20.00 Edinborgarhúsið, Ísafirði Sumt verður lesið af blöðum, annað samið á staðnum og brandararnir ýmist fyndnir eða ekki. Hér er um að ræða einstakt tækifæri til að reka augun inn á verkstæðið og sjá hvernig uppi- stand verður til og slípast. Hver og ein sýning er einstök. n Reykjavík JÓLAkabarett kl. 22 Þjóðleikhúskjallarinn Fram koma: Maísól, Lalli töfra- maður, Gógó Starr, Margrét Maack, Dan the Man, Júllala og Kvartett- inn Barbari. Sjá umfjöllun hægra megin á síðunni. n Vetrarfuglaskoðun fyrir krakka: Matseðill fuglanna kl. 11.00 Grasagarður Reykjavíkur Fuglalífið í Grasagarðinum og fuglafóðrun. Þátttakendur eru hvattir til að koma með kíki með sér en einnig verður hægt að fá lánaðan kíki á staðnum. n Jólagestir Gallery Ports og Laufabrauð kl. 14.00 Gallery Port, Laugavegi 32 Fjöldi listafólks tekur þátt og má þar finna bæði fulltrúa grasrótar- innar í íslenskri myndlist og svo margreyndari og eldri í hettunni. Ný verk munu bætast við á vegg- ina jafnt og þétt eftir því sem líður á aðventuna. n Nemendasýning hjá Dansi Brynju Péturs kl. 14 og 18 Íþróttahúsi Seljaskóla Besta danspartí ársins og ómiss- andi fyrir dansáhugasama! n Jólaboð Hinsegin kórsins kl. 16.00 Bústaðakirkja Þekkt dægurlög og klassísk jólalög sem við sönglum yfir kökubakstr- inum. Í öllu falli er nóg til frammi! n Freyðijól kl. 20.30 Bæjarbíó, Hafnarfirði Jólakabarettinn freyðijól undir stjórn Mc Gunnellu býður upp á stórkostlega skemmtun með daðrandi söng, glitrandi tónlist og swingandi bröndurum. n Grýla, Leppalúði og Svavar Knútur kl. 14.00 Þjóðminjasafnið Grýla og Leppalúði skemmta í Þjóðminjasafninu. Söngvaskáldið Svavar Knútur mun vísa þeim veginn með söng. n Opnar vinnustofur SÍM, kl. 14.00–18.00 SÍMhúsið, Seljavegi 32 Hægt verður að ganga á milli vinnustofa, spjalla við listamenn og kaupa sér myndlist fyrir há- tíðirnar. Léttar veitingar í boði. n Jólastjörnusmiðja Hönnunarsafn Íslands kl. 13 Myndlistarkonan Jóhanna Ásgeirs- dóttir leiðir smiðjuna. Jólastjörnur í anda Einars Þorsteins, hönnuðar og stærðfræðings. Smiðjan er ætluð allri fjölskyldunni og þátt- taka ókeypis. n Líður að tíðum, aðventu- tónleikar kl. 17.00 Hallgrímskirkja Aðventutónleikar er ríkur þáttur í starfi kóra Domus vox og Mar- grétar J. Pálmadóttur. Efnisskráin inniheldur klassísk lög með kær- leiksríkum boðskap jólanna. n Diddú – Jólastjarna í 25 ár kl. 20.00 Harpa Diddú stígur á stóra sviðið í Hörpu í tilefni þess að metsöluplatan Jólastjarna frá árinu 1997 er 25 ára um þessar mundir. Platan verður flutt í heild sinni auk uppáhalds- jólalaga Diddúar. Jólalög á Apótekinu Austurstræti 16, 101 Reykjavík Karlakór Kjalnesinga lítur inn á Apótekinu á laugardag klukkan 14. Þeir syngja fyrir utan og verða svo með stuttar innkomur í eftirmiðdaginn á meðan fólk nýtur veitinga. „Maður saknaði auðvitað alls konar viðburða í faraldrinum og karlakórsheimsóknin var það sem kom með jólin svolítið til okkar,“ segir Bergdís Örlygs- dóttir á Apótekinu. „Svo er þetta æðisleg leið til að fagna því að jólaseðill- inn okkar er kominn á fullt.“ Jólaseðillinn er bland af hefðbundnum jólaréttum og einkennisstíl Apóteksins. „Svo má ekki gleyma jólakúlunni – sem er sérstakur eftirréttur hjá okkur í desember.“ Jólatetími á Fjallkonunni Hafnarstræti 1-3, Reykjavík Jólatetíminn á Fjallkonunni er samansafn smárétta sem er æðislegt að njóta í eftirmið- daginn. Desemberkvöldin eru jafnan troðbókuð, svo eftirmið- dagurinn er fínn til að gera vel við sig, fyrir eða eftir jólagjafa- innkaupin, í lok vinnudags eða í upptakti jóladjammsins. Vel útilátið og skemmtilegir réttir. n friminutur@frettabladid.is Rækjukokteillinn klassíski er algjör nostalgía og á vel við sem forréttur með helgarmatnum. Rækjukokteillinn er forréttur sem naut mikilla vinsælda á sjöunda og áttunda áratugnum í Norður- Evrópu og Bandaríkjunum og var fastur liður á matseðlum flestra veitingahúsa. Í Bandaríkjunum er „shrimp cocktail“ gerður með risarækjum sem bornar eru fram með rauðri „cocktail“-sósu sem yfirleitt samanstendur af chili- sósu, tabasco, Worchester og smá sítrónu. Evrópski rækjukokteillinn er aftur á móti upprunalega frá Bret- landi og þar eru notaðar rækjur eins og við þekkjum þær sem bornar eru fram með sósu sem heitir „Marie Rose“ en sú sósa er einnig stundum kölluð „kokteil- sósa“. Samkvæmt heimildum um sögu sósunnar er breska matar- konan Fanny Cradock yfirleitt talinn höfundur þessarar sósu. Hún naut mikilla vinsælda í matar- gerð á fyrstu áratugunum eftir seinni heimsstyrjöldina. Gaman er að geta þess að Marie Rose-sósan er náskyld Þúsundeyjasósunni. Hér er komin uppskrift að klass- íska rækjukokteilnum með risa- rækjum sem bráðnar í munni. Risarækjukokteill fyrir 4–6 450 g eldaðar risarækjur, þíddar 4 dl Marie Rose sósa/Þúsundeyja- sósa (sjá uppskrift til hliðar) 1-2 stk. sítrónur ½ agúrka 1 stk. salatblaðhaus Handfylli af steinselju eða sprettum 1–2 stk. ferskt smátt saxað chili, má sleppa Marie Rose-sósan 2 dl majónes að eigin vali 1–2 msk. sýrður rjómi að eigin vali 1,5 dl Hunts tómatsósa Væn skvetta (eða tvær) af Worches- ter-sósu Skvetta af Tabasco Sítrónusafi eftir smekk Byrjið á því að píska saman majónes, sýrðan rjóma og tómat- sósu. Bætið Worchester-sósu og tabasco saman við. Kreistið smá sítrónusafa út í og pískið vel saman. Geymið í kæli. Setjið síðan rækju- kokteilinn saman. Það er gaman að bera hann fram í kokteil- glasi en auðvitað má líka hafa réttinn á diski. Fyrst eru salatlauf/blöð sett í botninn á glasinu. Það er hægt að nota lambhagasalat, salat- blöndu, romaine eða jafnvel gróf saxað jökla- salat. Þá er skammtur af risarækjum settur ofan í og á barminn á kokteilglasinu ásamt sítrónu- og gúrkusneið- um, sósan yfir og loks skreytt með smátt söxuðu chili, sprettum og/eða steinselju. n 4 kynningarblað A L LT 2. desember 2022 FÖSTUDAGUR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.