Fréttablaðið - 02.12.2022, Page 32

Fréttablaðið - 02.12.2022, Page 32
Sætkartöflubaka með sykurpúðum og kornflexi Fyrir 4 1 meðalstór sæt kartafla 50 g smjör 80 g rjómi 2 egg Salt og pipar 1 msk. vanilludropar 100 g púðursykur 50 g smjör 100 g kornflex 100 g litlir sykurpúðar Sætkartaflan er bökuð heil í hýðinu í 1 klst. á 180°C. Skerið hana næst til helminga langsum og kreistið innihaldið í skál. Bætið út í rjóma, smjöri, eggjum, vanilludropum, salti og pipar meðan kartaflan er heit. Blandað vel saman og setjið í eldfast mót. Púðursykur og smjör er sett saman í pott og hitað upp að suðu. Bland- ið kornflexi saman við og dreifið blöndunni næst yfir sætkartöflu- bökuna. Toppið með sykurpúðum. Bakað við 180°C með blæstri þar til sykurpúðar verða gullinbrúnir eða í um 10-15 mínútur. Starri Freyr Jónsson starri @frettabladid.is Rósakálssalat með hnetum, parmaskinku og hunangi Fyrir 4 16 stk. rósakál Klípa af smjöri Salt 100 g heslihnetur 10 g ólífuolía 50 g parmaskinka 1 krukka truffluhunang Veltið heslihnetum upp úr ólífuolíu og ristið í ofni á 180°C hita í 10 mínútur. Brjótið svo niður með botni á potti. Par- maskinkan er skorin í strimla og sett á kalda pönnu. Hitið pönnuna á miðlungshita og hrærið í á meðan. Þegar par- maskinkan er orðin stökk og brúnuð er hún tekin af hitanum og sett í skál. Rósakál er snöggsoðið í sjóðandi vatni, sem hefur verið vel saltað, í 45 sek. Skerið endann af og skerið rósakálið til helminga. Leyfið pönnu að hitna við miðlungsháan hita með örlitlu af olíu. Rósakálið er sett á pönnuna með sárið niður og leyft að brúnast í ca. 1 mínútu. Bætið smjöri út á og salti eftir smekk. Lækkið hitann aðeins og leyfið rósakálinu að brúnast meðan hrært er í. Setjið rósakálið í skál og toppið með ristuðum hesli- hnetum, stökkri parmaskinku og trufflu hunangi. Matreiðslumeistarinn Ísak Aron Jóhannsson ætlar að hafa það náðugt um jólin í félagsskap sinna nánustu. Boðið verður upp á ljúffeng- ar veitingar, jólabjór verður smakkaður og árlegur göngutúr í náttúrunni er á dagskrá. Ísak Aron Jóhannsson, matreiðslu- meistari og meðlimur Kokkalands- liðsins, ætlar að verja jólunum með sínum nánustu. „Á Þorláks- messu held ég í þá hefð að fá mér skötu, sem mér finnst nauðsyn- legur forleikur að hátíðarmatnum. Aðfangadagurinn er dagurinn sem við eldum eitthvað öðruvísi, en þá er Wellington nautasteik, önd og hreindýr oftast á boðstólum. Svo bíða auðvitað allir eftir möndlu- grautnum. Á jóladag er boðið upp á hangikjöt með uppstúf.“ Utan ljúffengra veitinga ver Ísak oftast jólunum í að slaka á. „Þá daga reyni ég að stunda heilsurækt og fara í sund. Einnig er það hefð hjá mér og vini mínum að fara í langa göngutúra í nátt- úrunni og spjalla í leiðinni um lífið og hvernig næsta ár verður. Svo reyni ég að hitta vini mína og smakka jólabjór á góðu spila- kvöldi.“ Ísak Aron gefur lesendum hér uppskriftir að meðlæti með ólíkum jólasteikum, en einnig er hann með uppskrift að humar- súpu og döðlutertu á bls. 118.n Nýtt og spennandi meðlæti Gott með nautakjöti og puru steik Madeira-gljáð seljurót Fyrir 4 1 stk. seljurót Salt og olía 600 ml madeira rauðvín 25 g garðablóðberg 1 kanilstöng 4 anísstjörnur 250 g púðursykur 1 lítri kjúklingasoð 100 g klettasalat 40 g furuhnetur ¼ stk. fetaostkubbur Seljurótin er skræld í stóra kúlu, pökkuð í álpappír með salti og olíu og bökuð á 210°C í 2 klst. Á meðan er gljáinn gerður. Madeira vín er sett í pott og komið upp að suðu ásamt þurr- vörum og blóðbergi. Þegar vínið hefur soðið niður um helming er bætt við rest af hráefnum og því leyft að sjóða í dágóðan tíma. Þegar gljáinn hefur soðið niður um helming er hann sigt- aður og soðinn enn meira niður þangað til hann nær þykkri áferð. Smakkið til með salti ef þörf er á. Seljurótin er tekin úr ofn- inum og leyft að hvíla í álpapp- írnum í um 30-40 mínútur. Álpappírinn er næst tekinn af og seljurótin sett í eldfast mót. „Brennið“ seljurótina með eld- brennara allan hringinn. Berið næst gljáann á með pensli og að lokum er seljurótin „brennd“ aftur með brennaranum. Furuhnetur eru ristaðar á miðlungshita á pönnu og selju- rótin skorin í sneiðar. Kletta- salat er sett í skál, seljurótin er skorin í stóra bita og sett yfir salatið, fetaostur rifinn yfir og furuhnetum er dreift fallega yfir í lokin. Góð með lambakjöti og hnetu­ steik Góð með kalkúni Ísak Aron Jóhannsson er matreiðslumeistari og með- limur Kokkalandsliðsins. fréttablaðiðr/valli TIMBERLAND Í JÓLAPAKKANN Vatnsheldir úr gæðaleðri Stattu traustum fótum með Timberland 1. hæð Kringlunni / 1. hæð Smáralind timberland.is 533 2290 timberlandIceland 10 fréttablaðið 2. desember 2022jól 2022
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.