Fréttablaðið - 02.12.2022, Síða 38

Fréttablaðið - 02.12.2022, Síða 38
 Það finna margir fyrir streitu í aðdraganda jólanna enda er í nógu að snúast, svo sem gjafainnkaupum, bakstri, þrifum, matargerð, jólatónleikum, heimsóknum til vina og vandamanna, að kaupa í matinn og svo mætti lengi telja. gummih@frettabladid.is Á vefnum velvirk.is, sem er í umsjón forvarnasviðs VIRK starfs- endurhæfingarsjóðs, hafa verið tekin saman góð ráð sem geta komið að gagni fyrir jólin. Búðu til lista Listi er mikilvægur til að ná yfirsýn og öðlast hugarró. Gott er að byrja á listanum snemma þegar allt er enn spennandi og þú hlakkar til. Merktu við hver gerir hvað og láttu viðkomandi vita. Þú munt eflaust ekki ná að gera allt á listanum og það er í góðu lagi. Forgangsraðaðu Þegar listinn er svo að segja klár, renndu yfir hann og reyndu að forgangsraða og grisja. Þarf allt þetta meðlæti með steikinni, þarf að þrífa allt í hólf og gólf? Hvað má bíða fram yfir áramót? Fáðu hjálp Oft safnast verkefni upp hjá þeim sem skipuleggur og er með lengsta listann. Virkjaðu aðra heimilis- menn til að aðstoða. Það er sjálf- sagt að dreifa verkefnum og flestir hafa gaman af undirbúningi jóla í hæfilegu magni. Skipuleggið í sameiningu Það er gott og gagnlegt að fjöl- skyldan ræði saman um undir- búning fyrir jólin. Hvað á að vera í matinn, hugmyndir að gjöfum og hvaða jólamyndir á að horfa á (enn einu sinni!). Ræðið líka ef gera þarf breytingar á hefðum, það er merkilegt hvað margir eru vanafastir á jólum og því er gott að láta vita með fyrirvara ef bregða á út af vananum. Settu þér fjárhagsramma Það er aldrei jafn auðvelt að falla fyrir freistingum og á þessum tíma og því er það skynsamlegasta sem þú gerir að setja þér ramma fyrir útgjöld. Miðaðu við ákveðna upphæð í gjafir fyrir hvern og einn. Það gæti tekið aðeins lengri tíma að finna eitthvað sniðugt fyrir lægri upphæð, en oft verða gjafirnar persónulegri og meiri hugsun á bak við. Stilltu væntingum í hóf Þegar við hefjum undirbúning erum við óþarflega bjartsýn, við ætlum að hafa allt klárt, mála, þrífa eins og fagmenn og prófa allar uppskriftirnar sem við erum búin að safna. Allar gjafir verða úthugs- aðar og allir í góðu skapi, sem sagt hin fullkomnu jól! Því miður gengur þetta sjaldnast þannig fyrir sig, við gleymum að taka með í reikninginn að við höfum sáralít- inn tíma, allt mögulegt kemur upp á og við munum aldrei ná þessum markmiðum. Best er því að byrja á núllpunkti með væntingar – eða í það minnsta að hafa þær raun- hæfar. Hjálpið börnunum að stilla sínum væntingum í hóf. Skapaðu rólegar stundir Mikilvægt er að skapa rólegar stundir í aðdraganda jóla til að vinna gegn því áreiti sem dynur á okkur á þessum árstíma. Slökktu á síma, sjónvarpi og útvarpi þegar þú kemur heim og reyndu að ná áttum. Njóttu þess að hafa þögn eins lengi og þú mögulega getur. Farðu út og viðraðu þig, það skilar sér í meiri orku og jákvæðni. Gerðu góðverk Það er vel þess virði að bæta því á listann að gera eitthvað jákvætt fyrir þá sem eiga um sárt að binda. Þekkirðu einhvern sem er einn eða á erfitt yfir jólin? Gætirðu boðið þig fram í sjálfboðavinnu í nokkra tíma, keypt jólakort af góðgerðar- samtökum eða lagt þeim lið á annan hátt? Sýnt hefur verið fram á að með því að gera góðverk ertu ekki aðeins að láta gott af þér leiða, heldurðu bætirðu eigin líðan og dregur úr streitu. Fáðu krakkana í lið með þér og sýndu þeim hve gefandi er að aðstoða aðra. Hátíð barnanna Mikilvægt er að huga fyrst og Mikilvægt að skapa rólegar stundir Það er gott að fara í göngutúr og safna orku í aðdraganda jólanna. MYND/GETTY fremst að börnunum og þeirra upplifun í kringum jólin. Það er eitthvað við hátíðina sem gerir það að verkum að minningar henni tengdar greypast í hugann, oft dásamlegar, en því miður einn- ig slæmar. Nokkur okkar finna til kvíða þegar jólin nálgast, sem magnast upp í því jólavafstri og auglýsingaflóði sem nær útilokað er að komast hjá. Besta gjöfin til barnanna er tími, hlýja og óskipt athygli. Hreyfing og næring Reyndu að hreyfa þig reglulega og borðaðu skynsamlega. Þetta getur reynst erfitt á aðventunni, en þú færð aukna orku og vinnur gegn áhrifum streitunnar ef þú heldur þínu striki hvað þetta varðar. n 16 fréttablaðið 2. desember 2022jól 2022
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.