Fréttablaðið

Ulloq

Fréttablaðið - 02.12.2022, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 02.12.2022, Qupperneq 44
Biscotti 130 g smjör við stofuhita 120 g sykur 100 g púðursykur 1 msk. skyndikaffiduft 2 egg 2 msk. Grand marnier/Baileys/ Kahlúa 1 tsk. vanilludropar 300 g hveiti 1 ½ tsk. lyftiduft ½ tsk. salt 2 tsk. kanill ½ tsk. negull (malaður) 100 g möndlur 150 g dökkt toblerone með möndlum Það er um að gera að breyta til með súkkulaði og prufa eitthvað nýtt eða aðrar hnetur. Hitið ofninn í 170 gráður. Setjið bökunarpappír á bökunarplötu. Hrærið smjör, sykur, púður- sykur og kaffi saman þar til blandan verður ljós og létt. Bætið eggjum saman við, einu í senn og hrærið vel. Bætið við líkjör sem varð fyrir valinu ásamt vanillu- dropunum. Blandið hveiti, lyftidufti, salti og kanil saman í skál og blandið saman við deigið og hrærið varlega. Grófsaxið möndlur og súkkulaði og setjið saman við deigið og hrærið varlega þar til allt hefur náð að blandast vel saman. Setjið hveiti á eldhúsborðið eða bretti og hnoðið deigið léttilega svo það festist saman. Skiptið deiginu í 2 bita og formið hleifa úr því, um 10 cm á breidd og setjið á bökunarplötuna. Bakið í 25 mínútur. Takið hleifana út úr ofninum og látið kólna. Skerið hleifana í um 2 cm þykkar sneiðar og leggið á plötuna með sárið upp. Bakið í 10 mínútur. Snúið kökunum við á hina hliðina og bakið í aðrar 10 mínútur. Kælið kökurnar. Kökurnar eiga að vera stökkar og góðar. Sumt er þó alveg ómissandi á þessum árstíma eins og að hitta góða vini, fara út að borða góðan mat, smakka gott rauð- vín, hlæja og skemmta sér. Elín Albertsdóttir elin @frettabladid.is Margrét Eir Hönnudóttir, leik- og söngkona, hefur verið á þeytingi á milli Reykjavíkur og Akureyrar undanfarið enda fer hún með eitt aðalhlutverkið í söngleiknum Chicago sem Leikfélag Akureyrar setur upp. Hún gaf sér þó tíma til að spjalla aðeins um jólin. „Já, það er mikið að gera. Ég ætla samt að finna tíma til að skreyta,“ segir Margrét Eir. „Ég mæti á æfingar á Akureyri þrisvar í viku þannig að allt það sem ég er vön að gera á heilli viku færist nú yfir á tvo daga,“ bætir hún við. Margrét kennir söng í FÍH en þar styttist í tónleika hjá nemendum. Einnig stjórnar hún Kvennakór Kópavogs sem verður með tónleika fyrir jólin. „Ég er mikið á æfingum fyrir alls kyns aðra jólatónleika auk æfinganna á Akureyri. Síðan er ég sjálf með jólatónleika í Fríkirkj- unni í Hafnarfirði 21. desember sem eru árlega. Það eru hógværir tónleikar þar sem ég syng jólalög sem annars heyrast ekki mikið. Til dæmis írsk þjóðlög sem er búið að setja íslenskan texta við. Svolítið öðruvísi stemning,“ segir hún. Ómissandi á aðventu „Mér finnst afskaplega gaman á aðventunni þótt hún sé anna- söm. Sumt er þó alveg ómissandi á þessum tíma eins og að hitta góða vini, fara út að borða góðan mat, smakka gott rauðvín, hlæja og skemmta sér. Það er stór partur af mér að gera eitthvað skemmti- legt. Við hjónin förum alltaf með vinahjónum á jólahlaðborð. Við reynum að gera kröfur í valinu og prófa nýja staði. Ef við erum extra ánægð förum við kannski tvisvar á sama staðinn. Þetta höfum við gert á hverri aðventu í þrettán ár. Núna ætlum við að prófa Monkeys. Þeir eru ekki með týpískt hlað- borð heldur spennandi rétti,“ segir Margrét. Hægelduð hrossalund Það er ekki mikið um hefðir á jólunum í fjölskyldu Margrétar. „Við erum til dæmis ekki með hamborgarhrygg á aðfangadag. Brjálæðislega metnaðarfullur kokkur Það eru spennandi tímar fram undan hjá Margréti Eiri sem leikur eitt aðalhlutverkið í söngleiknum Chicago sem frumsýndur verður á Akureyri í janúar. Fyrst eru það allir jólatónleikarn ir í desember. FRÉTTABLAÐIÐ/ Börn mannsins míns eru upp- komin og eitt þeirra býr í Dan- mörku. Við höfum því bara verið tvö frá því að móðir mín lést fyrir tveimur árum. Satt að segja eigum við bara dásamlegar stundir tvö ein á aðfangadag. Ég hef stundum verið að syngja á aðfangadag í Grafarvogi kl. 18 og kem því seint heim. Aðventan er annasöm svo það er frábært að eiga rólegt kvöld. Þótt ég sé búin að undirbúa veislumatinn, gera sósuna og þess háttar, er maturinn ekki fyrr en rúmlega átta. Og pakkarnir eru ekki teknir upp fyrr en á ellefta tímanum. Maðurinn minn, Jökull Jörgensen, er hárskeri og það er líka mjög mikið að gera hjá honum í desember svo það er kærkomið að eiga huggulegt kvöld,“ segir Margrét. „Ég er brjálæðislega metn- aðarfullur kokkur,“ segir Margrét hlæjandi. „Ég fletti blöðum og tímaritum í nokkrar vikur fyrir aðfangadag til að skoða eitthvað nýtt og spennandi. Ég býst við að ég verði með hægeldaða hrossa- lund núna. Ég set hana í kryddlög og sous vide en síðan fer hún á útigrillið ef veður leyfir. Þá verð ég með eitthvað svaðalegt meðlæti, smjörsteiktar gulrætur, ferskan aspas. Mig langar mikið að fara út fyrir þægindarammann núna og gera eitthvað alveg nýtt meðlæti. Ég þarf alltaf að vera að breyta til. Ég er ekkert sérstaklega hrifin af reyktum mat, fer ekki vel í mig. Það er samt alltaf gaman að smakka eina sneið af hangikjöti en það er nóg,“ segir Margrét og bætir við að amma hennar hafi alltaf verið með smjörgraut í forrétt þar sem mandlan leyndist, en uppskriftina kom hún með frá Danmörku og hún hefur fylgt fjölskyldunni. „Maðurinn minn er ekki hrifinn af graut og ég var vinsamlegast beðin að taka hann af matseðl- inum. Í grautnum er smjör, mjólk, hveiti, sykur og salt. Við erum hins vegar með möndluna falda í eftir- réttinum sem mjög oft er Tiramisu eða ís. Það er alltaf spenningur hvort okkar fær möndluna,“ segir Margrét og skellir upp úr. Skreyta úti og inni Þau hjónin eru dugleg að skreyta fyrir jólin, bæði innan- og utan- dyra. „Það er svo gaman að skreyta dásamlega fallega húsið okkar í Hafnarfirði. Þetta er svo dúllulegt hús sem hentar einstaklega vel til að skreyta. Við fluttum í húsið 2018 þannig að við erum alltaf að bæta við ljósum í garðinn. Ég set jólaljós í alla glugga og fer nokkrar ferðir í Garðheima og Blómaval fyrir jólin til að skoða. Þá geri ég alltaf fallegan jóla- og aðventu- krans. Ég er minna í litlum hlutum eins og jólasveinum og þvíumlíkt. Það er yndislegt að hafa mikið af logandi kertum. Þau gera svo fal- lega stemningu.“ Þótt það hafi verið mikið að gera hjá Margréti gaf hún sér afmælisferð til Balí til að endur- hlaða batteríin. Þar dvaldi hún í þrjár vikur í haust og sótti meðal annars jógatíma. „Ég varð fimmtug 1. ágúst og þá er tilefni til að halda afmæli. Ég hef reyndar ekki enn haldið upp á það með tónleikum en ætla að gera það á næsta ári. Ég gaf hins vegar út plötu á árinu með hljómsveitinni Thin Jim and the Castaways en maðurinn minn er bassaleikari í henni. Eitt sem mér finnst að maður eigi að gera á stórum tímamótum í lífinu er að fara út fyrir rammann og ögra sér á einhvern hátt. Gera eitthvað sem mann hefur dreymt um. Mig hefur lengi dreymt um Balí,“ segir Mar- grét og bætir við að hún hafi farið með vinkonu sinni. Afmælisferð til Balí „Við sáum auglýsta ævintýra- ferð til Balí og ákváðum að skella okkur. Þetta var bæði jóganám- skeið og alls konar upplifun. Ég féll fyrir staðnum, fólkið er yndislegt og trúir á karma. Það er afar þakk- látt fyrir alls konar smáa hluti í daglegu lífi. Maður endurnærist í svona ferð þótt ég hafi verið þreytt eftir ferðalagið. Mjög margt hugsa ég enn um og er að melta eftir þessa ferð. Eyjan er svo ólík öllu hér heima. Íslensk náttúra gefur mér alltaf andagift og er innblástur en Balí var allt annars konar. Frábær upplifun hinum megin á hnettinum.“ Biscotti fyrir jólin Margrét hefur gaman af því að baka fyrir jólin og gerir alltaf ítalskar biscotti sem eru afar vin- sælar með kaffinu á Ítalíu. „Þær eru alltaf svo góðar. Síðan geri ég alltaf jólakúlur eða jollakúlur, eins og maðurinn minn segir, en kökurnar koma úr hans fjölskyldu. Síðan er bara að njóta aðventunnar.“ n 22 fréttablaðið 2. desember 2022jól 2022
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.