Fréttablaðið

Ulloq

Fréttablaðið - 02.12.2022, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 02.12.2022, Qupperneq 46
 Eftir að pakkar hafa verið teknir upp spilum við gjarnan borðspil, stundum langt fram eftir nóttu. Sú hefð skapaðist með nýjum fjölskyldumeðlimum. Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir, ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar, segir að aðventan skipi sérstakan sess hjá sér. Þegar jólaljósin kvikna í borginni og lýsa upp skammdegið vakna minningar um góða tíma. elin@frettabladid.is Það hefur verið annasamt í þinginu að undanförnu og verður fram til jóla. Ganga þarf frá fjár- lagafrumvarpi næsta árs áður en þingmenn fara í jólafrí. Áslaug Arna segist ætla að njóta aðvent- unnar eftir fremsta megni þrátt fyrir annir. „Ég hef ekki komist í að skreyta í kringum mig heima en mér finnst mjög skemmtilegt að sjá jólaljósin í borginni,“ segir hún og bætir við: „Ég er þó búin að kaupa nokkrar jólagjafir. Ég gríp gjarnan tækifærið ef ég er á ferðinni og sé eitthvað fallegt. Mér finnst gaman að gefa gjafir og tók við því hlut- verki mömmu minnar að finna gjafir sem aðrir í fjölskyldunni ætla að gefa. Kannski hefur það verið heldur minna síðustu ár vegna þess hversu þétt dagskrá er í þinginu fyrir jólin. Síðustu dagana fyrir jól hef ég þó oft skotist út á milli atkvæðagreiðslna í þinginu til að kaupa síðustu jólagjafirnar,“ segir hún. Ráðuneyti Áslaugar Örnu, sem heitir því langa nafni háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðu- neytið, var sett á laggirnar í febrúar á þessu ári og hefur verið í mótun allt árið. „Það er ótrúlega ánægju- legt að vinna að málaflokkum sem maður brennur fyrir og það er ákveðinn hátíðarbragur yfir því að leggja lokahönd á verkefni ársins. Auðvitað reynir maður að púsla vinnunni saman við dýrmætan tíma með fjölskyldu og vinum ásamt því að undirbúa jólin,“ segir hún. Jólastemningin byrjar alltaf með afmælinu mínu Áslaug Arna varð 32 ára þann 30. nóvember og segir afmælisdaginn alltaf marka upphaf aðventunnar. „Jólin hefjast hjá mér eftir afmælið mitt, þá fer ég að huga meira að jólunum og geri mitt til að skapa skemmtilega jólastemningu. Aðventan er í mínum huga hátíð þar sem samvera með vinum og fjölskyldu er í hávegum höfð. Það er fátt sem mér finnst skemmti- legra og meira nærandi en að hitta dýrmæta vinahópa sem hafa fylgt manni í gegnum árin. Þótt ég hafi nóg að gera finnst mér ótrúlega skemmtilegt að undirbúa samverustundir með vinum. Ég skipulegg gjarnan eitthvað óvænt og spennandi fyrir einn vinkonu- hópinn minn á aðventunni. Þær styðja mig í mínum verkefnum og ég vil sýna þeim þakklæti mitt og endurgjalda það. Það er svo gaman að gefa til baka og gera eitthvað gleðilegt saman. Við kíkjum gjarn- an saman í miðbæinn, skoðum íslenska hönnun, förum á tónleika eða listsýningar og borðum saman góðan mat. Alltaf eitthvað nýtt á hverju ári, “ segir Áslaug Arna sem á stóran vinahóp. „Ég er mjög lánsöm með vini og fjölskyldu, það er mín stærsta lukka,“ segir hún og bætir við að tónleikar með Bríeti í Fríkirkjunni séu meðal annars komnir á dagskrá yfir hátíðirnar. Gæti unnið baksturskeppni Áslaug Arna segist vera lúmskt góður bakari ekki síður en kollegi hennar í fjármálaráðu- neytinu. Aðspurð telur hún sig myndi vinna hann í keppni um bragð en ekki endilega í útliti og skreytingum. Hún segist alltaf baka sörur fyrir jólin með vin- konum sínum. „Mamma og besta vinkona hennar, Magga, kenndu mér að baka sörur og nú hef ég verið að kenna vinkonum mínum. Við eigum saman góðan dag í Ãslaug Arna segist hafa mikla ástríðu fyrir öllu því sem fylgir starfinu, ástríðu og metnað fyrir því að við gerum betur sem samfélag. Þrátt fyrir annir ætlar hún að njóta aðventunnar og jólanna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Lúmskt góður bakari ekki síður en Bjarni bakstrinum fyrir jólin. Mér finnst gaman að halda í þessa hefð frá mömmu og baka fullt af sörum,“ segir hún. Jólaengill frá mömmu Áslaug segist alltaf kaupa sér litla, feita furu, eins og hún orðar það, og skreytir sem jólatré. „Furan gefur frá sér góðan ilm sem minnir á jólin þegar ég var barn en foreldrar mínir voru alltaf með furutré. Hátíðirnar snúast líka um hefðir og við sækjum í það sem við upplifðum sem börn með fólkinu okkar,“ segir hún. Áslaug segist ekki hafa hugsað mikið um það þegar hún var yngri að safna sér jólaskrauti. „Á síðustu jólunum sem ég átti með móður minni gaf hún okkur systkinunum mjög fal- legan jólaengil og það er dásam- lega notalegt að taka hann upp á aðventunni og minnast hennar. Engill sem gefur manni hlýjar tilfinningar,“ segir Áslaug, en í nóvember fyrir tíu árum missti hún móður sína. Spilað fram á nótt Áslaug segir að systir hennar, Nína Kristín, hlakki óstjórnlega til jólanna og sé mikið jólabarn. „Fjöl- skyldan er alltaf saman á aðfanga- dag og það er svo gaman að fylgjast með spenningnum hjá henni yfir öllu. Okkur finnst gott og mikil- vægt að eyða jólunum saman. Jólin voru erfiður tími fyrst eftir að mamma féll frá. Það varð stórt skarð í jólahátíðina okkar. Við höfum síðan skapað okkur fallegar hefðir þar sem við höldum minn- ingu hennar á lofti. Hún kenndi mér að láta stressið ekki ráða för á aðventunni. Streitan skemmir hinn eina sanna jólaanda.“ Áslaug segist hlakka mikið til jólanna þar sem bróðir hennar sé kominn með barn svo fjöl- skyldan hefur stækkað. „Lítill Sigurbjörn kom í heiminn á árinu og það verður gaman að vera með honum. Þannig að það er alltaf að fjölga yfir hamborgarhryggnum, líka eftir að pabbi gifti sig að nýju þar sem ég fékk auka systkini. Eftir að pakkar hafa verið teknir upp spilum við gjarnan borðspil, stundum langt fram eftir nóttu. Sú hefð skapaðist með nýjum fjölskyldumeðlimum og er mjög skemmtileg,“ segir hún. Þegar Áslaug er spurð hvort hún hafi tíma til að lesa jólabækurnar, svarar hún því játandi. „Ég reyni alltaf að lesa einhverjar nýjar, íslenskar bækur. Það eru helst glæpasögur eftir Ragnar og Yrsu. „Ætli Ragnar og Katrín Jakobs rati ekki í einhverja jólapakka þetta árið.“ Hvílir hugann á hestbaki Ferðalög hafa heillað Áslaugu og hún segir einstakt að fá að kynnast annars konar menningu. Hún hefur dvalið erlendis um jólin og hefur fundist það mjög áhugavert þótt það sé ekki eins jólalegt. „Við fjölskyldan vorum ein jólin á Spáni og það var góð tilbreyting. Maður losnaði við mikið stúss sem fylgir jólaundirbúningnum, við höfum öll gott af því að breyta stundum til en ég myndi ekki vilja gera það að reglu að vera annars staðar en heima á jólunum. Ferðalög geta upp að vissu marki talist áhugamál hjá mér en komast þó ekki upp fyrir hestamennskuna. Hestar eru mitt stærsta áhugamál og ég reyni að komast á hestbak svo oft sem mögulegt er. Hestar eru svo magnaðar skepnur, næmir og fallegir. Það er ekkert betra en að hvíla hugann á hestbaki,“ segir Áslaug, sem ætlar að eiga góðan dag fyrir jólin með starfsfólkinu í ráðuneytinu þegar sprettlota verkefna er afstaðin, eins og hún orðar það. „Þá munu starfsmenn kynna niðurstöður verkefna sinna. Það er partur af breyttu verklagi í ráðuneytinu. Ég vil hafa forgangs- verkefni skýr og að framvinda verkefna sé sýnileg.“ Með ástríðu fyrir starfinu Þegar þú horfir til baka yfir þetta ár í nýju ráðuneyti, hverju ertu stoltust af? „Ég er stolt af þeim breytingum sem við höfum unnið að í ráðu- neytinu og þeim málum sem við höfum klárað eða komið í farveg. Síðan er ég ótrúlega stolt af ritinu sem ég gaf út á dögunum en það er byggt á þeim verkefnum sem ég hyggst ná árangri með fyrir Ísland í mínum málaflokkum. Það er hægt að skoða ritið á aslaugarna. is en það byggir á að bæta lífs- gæði og skapa ný tækifæri með framtíðarsýn að leiðarljósi. Starf stjórnmálamanns er svo miklu meira en þau daglegu verkefni sem við fáumst við. Maður þarf að hafa mikla ástríðu fyrir öllu því sem fylgir starfinu, ástríðu og metnað fyrir því að við gerum betur sem samfélag. Ég trúi á Ísland og það er ástæðan fyrir því að ég hef ákveðið að helga líf mitt stjórnmálum,“ segir Áslaug Arna, sem ætlar þó að gefa sér smávegis tíma milli jóla og nýárs til að slappa af og njóta með fjölskyldu sinni og vinum. n 24 fréttablaðið 2. desember 2022jól 2022
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.