Fréttablaðið - 02.12.2022, Síða 62

Fréttablaðið - 02.12.2022, Síða 62
Myndi ekki velja annan afmælisdag Björn ásamt krökkunum sínum á afmæl- inu sínu í fyrra þegar hann varð fertugur. MYNDIR/AÐSENDAR Það hefur stundum verið grínast með að Björn sé jesúbarnið vegna afmælisdagsins. Björn í miðjunni ásamt frændsystkinum sínum. Þau eiga öll afmæli á jól- unum og fengu því stundum hvert sína eigin afmælisköku í jólaboðinu. Vélstjórinn Björn Kolbeins- son fæddist á aðfangadag árið 1981. Þó að afmælið hans hafi oft fallið í skugga jólanna kvartar hann ekki, enda jólin uppáhaldshátíðin hans. Frændsystkin Björns eiga líka afmæli á jólunum og stundum fengu þau hvert sína köku í jólaboðinu hjá ömmu og afa. sandragudrun@frettabladid.is Björn segir að þó að jólin séu þess valdandi að oft er ekki gert mikið úr afmælinu hans, þá gleymist það aldrei. Hann þarf ekki að segja fólki afmælisdaginn nema einu sinni og það man hann. „Ég hætti að bjóða í afmæli svona 11 eða 12 ára. Það bara fittaði aldrei almennilega inn í dagskrána. Fram að því hélt ég stundum upp á það 27. eða 28. desember með öðrum sem áttu afmæli í kringum jólin,“ segir hann. Á æskuárum Björns hélt fjöl- skyldan upp á afmælið hans í hádeginu á aðfangadag. En klukkan eitt var það búið af því allir voru uppteknir við að undir- búa jólin. „Hádegismaturinn á aðfanga- dag var í raun afmæliskaffið mitt. Þó það hafi verið jólastemning í matnum, jólagrautur og svona. En í hádeginu fékk ég afmælisgjöfina frá fjölskyldunni og líka pakkana sem höfðu verið sendir til mín frá ætt- ingjum,“ útskýrir Björn. „Ég var heppinn að því leyti að ég kem úr stórri fjölskyldu, Mamma og pabbi eiga bæði fimm systkini. Þannig að oft sendi fólk sem bjó ekki í sama bæ afmælis- pakka til mín, því það var hvort sem er að senda jólapakka. Þannig að þó ég hafi ekki fengið pakka frá bekkjarsystkinunum, þá fékk ég stundum pakka frá ættingjum í Reykjavík og á Akureyri, en ekki systir mín sem á afmæli í október. Ég græddi þess vegna smá á þessum afmælisdegi.“ Björn ólst upp á Stykkishólmi og átti þar frændsystkin sem eiga líka afmæli á jólunum. „Una frænka á afmæli á öðrum í jólum og Ágúst frændi og bróðir hennar á jóladag,“ segir Björn, en svo skemmtilega vill til að Una frænka hans eignaðist síðan dóttur sem á líka afmæli á jóladag, það mætti því halda að það sé ætt- gengt í fjölskyldunni að fæðast á jólunum. „Ágúst er svolítið eldri en ég og Una, svo ég man ekki mikið eftir að við höfum öll haldið upp á afmælin okkar saman. Fyrstu árin mín var eitthvað haldið upp á afmælin okkar allra heima hjá frænda mínum. Þá fengum við öll köku, en ég man ekki mikið eftir því. Það fellur allt í skuggann af jólunum,“ segir Björn. Alltaf verið mikið jólabarn Þrátt fyrir að lítið hafi verið haldið upp á afmælið á æskuárunum segist Björn aldrei hafa óskað þess að eiga annan afmælisdag. „Þetta er minn uppáhaldsárstími og mín uppáhaldshátíð þannig að ég myndi ekki vilja hafa þetta ein- hvern veginn öðruvísi. Mér hefur aldrei sárnað það að lítið hafi verið haldið upp á afmælið mitt. Það voru hvort sem er jól og mér fannst það bara fínt. Ég hef alltaf verið mikið jólabarn og elska jólin. Ætli ég haldi ekki bara enn meira upp á jólin til að bæta upp fyrir afmælis- leysið,“ segir Björn og hlær. „Ég hélt fyrst upp á stórafmæli þegar ég var þrítugur. Það var í fyrsta sinn sem ég hélt upp á afmælið mitt frá því ég var 12 ára. Svo hélt ég upp á fertugsafmælið mitt núna í ágúst, en það mátti ekki halda upp á það á sínum tíma út af veirunni,“ segir hann. Engin jólastemning í Barcelona Í dag er Björn búsettur í Barcelona með katalónskri eiginkonu sinni og börnum þeirra. Hann vinnur önnur hver jól á skipi en fer alltaf heim til Íslands með fjölskyldunni sinni þegar hann á frí og heldur upp á jólin með foreldrum sínum. „Þá verður allt að vera eins og það var þegar ég var lítill. Það voru margar jólahefðir heima hjá mömmu og pabba og ég vil halda í þær. Einu jólin sem ég hef haldið upp á úti í Barcelona voru þegar konan mín var ólétt. Mér fannst vanta alla stemningu í þau, það var einhver súpa í jólamatinn. Ég kunni ekkert á þetta,“ segir hann og hlær. Hann segir að í Barcelona sé 24. desember enginn sérstakur hátíðisdagur og jóladagur sé aðal- dagurinn þar. „Fjölskyldan mín hér úti myndi varla samþykkja að ég eigi afmæli á jólunum. Fyrir þeim á ég afmæli daginn fyrir jól. Afmælisdagurinn minn fellur því ekki í skuggann af jólunum hér.“ n Mér hefur aldrei sárnað það að lítið hafi verið haldið upp á afmælið mitt. Það voru hvort sem er jól og mér fannst það bara fínt. Ég hef alltaf verið mikið jólabarn og elska jólin. Allar nánari upplýsingar um Jólamarkaðinn í Heiðmörk, Jólaskóginn á Hólmsheiði og jólatrjáasölu á Lækjartorgi má finna á heidmork.is 40 FRÉTTABLAÐIÐ 2. desember 2022JÓL 2022
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.