Fréttablaðið - 02.12.2022, Page 90

Fréttablaðið - 02.12.2022, Page 90
Húsið er einstak- lega fallegt á aðventunni, sérstaklega þegar snjóar. Guðrún Birgisdóttir á gam- alt, fallegt hús á Ísafirði með glæsilegum garði. Guðrún hefur einstaklega gaman af því að skreyta húsið og ekki síst pallinn, sem er mikið notaður. elin@frettabladid.is Guðrún býr í gamla bænum, á Eyrinni svokölluðu, og margir vegfarendur stoppa við til að kíkja á herlegheitin hjá henni. Guðrún byrjar venjulega að skreyta í upp­ hafi aðventunnar en gerði það aðeins fyrr nú. „Eldhúsið er alltaf tilbúið þegar aðventan gengur í garð. Ég skreyti bæði úti og inni en gerði reyndar enn meira af skreytingum áður fyrr. Hef dregið úr þessu en, jú, ætli ég skreyti ekki ansi mikið,“ segir hún. „Ég hef líka verið dugleg að baka fyrir jólin, geri vinsælustu smákökurnar og fjölskyldan hefur gert piparköku­ hús saman sem er mjög skemmti­ legt. Einnig skerum við út laufa­ brauð svo fjölskyldustundirnar eru margar,“ segir Guðrún. „Við höldum í ákveðnar hefðir. Ég geri til dæmis alltaf ístertu fyrir jólin sem allir eru mjög ánægðir með.“ Jólasveinninn kemur á aðfanga- dag og heilsar upp á fjölskylduna Guðrún og eiginmaður hennar, Halldór Guðlaugsson, eiga þrjú börn og fjórtán barnabörn. „Það er oft líf og fjör í húsinu. Við reynum að hittast á aðventunni og erum með sérstaka gleði á aðfangadag þegar jólasveinninn kemur með glaðning handa öllum. Þá fáum við okkur heitt súkkulaði og jólasmá­ kökur. Fjölskyldan var öll búsett hér á Ísafirði en annar sonurinn flutti til Akureyrar í haust,“ segir Guðrún og bendir á að á Vest­ fjörðum sé Þorláksmessa fyrsti dagur hátíðarinnar með sinni hefðbundnu skötuveislu. „Vinkona mín býður okkur alltaf í frábæra skötuveislu.“ Guðrún segist vera með ham­ borgarhrygg á aðfangadag og svo verði einnig nú og hangikjöt á jóladag. Þau hjónin fluttu til Ísafjarðar fyrir 24 árum en hún ólst upp í Ólafsvík og í Borgarnesi. „Maðurinn minn er mjólkur­ fræðingur og við fluttum til Ísa­ fjarðar þegar mjólkurbúið var lagt niður í Borgarnesi. Móðir mín er Ísfirðingur og ég á því rætur hér,“ segir hún. Guðrún er skóla­ og sér­ kennslufulltrúi hjá Ísafjarðarbæ en er menntuð leikskólakennari. Hús þeirra hjóna var byggt 1903. „Það stóð upphaflega á skóla­ lóðinni og var byggt sem heimili skólastjóra. Fyrir tæpum þrjátíu árum var það flutt á Tangagötu þar sem það stendur núna. Þetta er hús með rosalega góða sál,“ segir hún. „Húsið var málað rautt þegar við keyptum það og við höfum haldið því. Það er einstaklega fallegt á aðventunni, sérstaklega þegar snjóar.“ 34 kassar af jólaskrauti Sólpallurinn við húsið fær einstakt útlit á aðventunni. Þar má sjá ýmsa Jólaskreyttur pallur við meira en hundrað ára gamalt hús Guðrún hefur mjög gaman af því að skreyta bæði úti og inni. Það vantaði bara jólasnjóinn á Ísafirði þegar myndirnar voru teknar núna. En fallegt er það. MYNDIR/AÐSENDAR Gamall sleði hefur fengið nýtt hlutverk sem borð þar sem kerta- luktirnar fá að skína. Allt er úthugsað og smáhlutirnir fá líka að vera með. Takið eftir jóla- kúlunum á grindverkinu. Séð yfir pallinn. Í fyrra var hann á kafi í snjó. fallega hluti sem margir eiga langa sögu. „Margir þessara gömlu hluta eru til hér í geymslunni og ég dreg þá fram á þessum árstíma. Fyrir nokkrum árum átti ég 34 kassa af jólaskrauti en börnin hafa fengið eitthvað af því þannig að núna á ég bara 15 eða 16 kassa,“ segir hún brosandi. „Mér finnst mjög gaman að fara á nytjamarkaði og finna eitthvað sem hægt er að endur­ nýta. Ég jafnvel breyti hlutum og geri þá að mínum,“ segir Guðrún, sem var á leið í stutta heimsókn til Danmerkur og ætlaði að kíkja á jólamarkaði. „Ég á örugglega eftir að falla fyrir einhverju þar,“ segir hún. Guðrún hefur undanfarin tvö ár sett upp gjafaborð fyrir framan húsið og leyft fólki að taka hluti sem því líst vel á. „Mér hugnast mjög vel að endurnýta hluti og gefa þeim nýtt líf,“ segir hún. Þegar Guðrún er spurð um uppáhaldshlut, svarar hún: „Það er gamalt jólatré sem amma mín og afi keyptu þegar þau hófu búskap 1939. Ég set það alltaf upp í sjónvarpsherberginu okkar. Síðan set ég alltaf danska fána á það. Ruth Tryggvason heitin í gamla bakaríinu gaf mér harðar kringlur fyrstu jólin hér og ég set þær alltaf á jólatréð ásamt fánunum, henni til heiðurs. Við hjónin bjuggum líka í Danmörku á meðan Halldór var í námi. Okkur er því hlýtt til landsins.“ Guðrún segir að þau hjónin noti pallinn mikið allt árið þegar veður leyfir. „Það er notalegt að liggja í pottinum á kvöldin. Síðasta vetur fylltist pallurinn reyndar af snjó. Ég hef boðið vin­ konum mínum í aðventufagnað á pallinum. Við fáum okkur heitt súkkulaði og höfum það kósí. Þetta er svo dásamlegur tími,“ segir Guðrún, sem hefur haldið úti bloggi í tíu ár undir nafninu Hvítar rósir og rómantík. „Þar fjalla ég um ýmislegt varðandi heimili og hvernig hægt er að breyta og bæta,“ segir Guðrún jólabarn á Ísafirði. n 68 FRÉTTABLAÐIÐ 2. desember 2022JÓL 2022
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.