Fréttablaðið

Ulloq

Fréttablaðið - 02.12.2022, Qupperneq 94

Fréttablaðið - 02.12.2022, Qupperneq 94
Ef einhver elskar að skreyta heimilið sitt fyrir jólin og fara alla leið þá er það fagur- kerinn og lífskúnstnerinn Þórunn Högnadóttir stílisti. sjofn@frettabladid.is Þórunn er annáluð fyrir skreyting- arnar sínar og skortir aldrei nýjar hugmyndir þegar kemur að því að fanga augað með glysi, glingri og fallegum hlutum. Töfrar jólanna eru vissulega til staðar á heimili Þórunnar. Jólahátíðin er uppáhaldsárstím- inn hennar Þórunnar og veit hún ekkert skemmtilegra en að skreyta heimilið og setja í jólabúninginn. „Ég byrja yfirleitt að skreyta í nóvember. Ég get alveg gleymt mér í öllum jólaundirbúningnum. Innblásturinn sæki ég úti um allt, bæði verslunum og á Pinterest. Hugmyndirnar koma hreinlega til mín, ég vill alls ekki kópíera aðrar og geri ávallt mínar útfærslur.“ Þórunn segist eiga ofgnótt af jólaskrauti. Nota mikið lifandi greni „Ég á mikið af alls konar jólaskrauti og nota það oftast ár eftir ár, en breyti um stað og rými. Í ár er ég með mikið af lifandi greni um allt hús, í vösum hér og þar. Hvít kerti finnst mér alltaf vera hátíðleg. Lita- þemað mitt í ár er silfur og gull í bland við svart, mér finnst það svo fallegt saman.“ Þórunn er ávallt með lifandi jóla- tré. „Ég hef skipt um tegund á milli ára og í ár er það normannsþinur. Mér finnst normannsþinurinn vera einstaklega jólalegt tré og ilmurinn er svo góður.“ Súpa á aðfangadag Jólahefðirnar hafa ríkt hjá fjölskyldunni í áranna rás en síðastliðin tvö ár hefur fjölskyldan aðeins breytt til. „Til að mynda geri ég í súpuna í hádeginu á aðfanga- dag, sem var alltaf í forrétt, það er virkilega notalegt að eiga stund saman í hádeginu. Mamma var alltaf með frómas í eftirrétt, en núna höfum við bæði tiramisú og mini-pavlovur, svona eitthvað fyrir alla. Borðhaldið hefst ávallt kl. 18 á aðfangadag, þar sem hamborgar- hryggurinn með tilheyrandi með- læti er borinn fram og við hlustum á kirkjuklukkurnar í Bústaðakirkju hringja inn jólin, svo hátíðlegt. Við borðum síðan yfirleitt eftirrétt- inn í stofunni við arineld. Síðan sér yngsta dóttirin um að dreifa gjöfum á alla fjölskylduna í róleg- heitum.“ Þórunn gefur hér lesendum Fréttablaðsins uppskriftina af aspassúpunni sem kemur úr smiðju móður hennar, sem hún er aðeins búin að tvista til. Aspassúpa mömmu 2 dósir aspas, safinn notaður 1 l rjómi 70 g smjör ½ dl hveiti 1 búnt ferskur aspas 1 laukur Koníaksdreitill Kjötkraftur eftir smekk Paprikuduft til skrauts Byrjið á því að búa til smjörbollu úr hveiti og smjöri, bætið við aspassafanum ásamt rjóma og krafti. Steikið lauk á pönnu upp úr smá smjöri og koníaki síðan bætt út í. Steikið aspas á pönnu í smjöri og saltið til eftir smekk. Berið fram með snittubrauði eða því brauði sem ykkur langar í. n Pallíettudrottning töfrar fram jólin Fjölskylda Þórunnar prúðbúin fyrir jólahátíðina og búið að skreyta heimilið hátt og lágt. Birgitta Líf Brands- dóttir, Þórunn Högna, Brandur Gunnarsson, Tristan Þór Brandsson og yngsta heima- sætan Leah Mist Brandsdóttir. Jóladressið hennar Þórunnar er pallíettuflíkur en hún elskar glimmer og pallíettur og finnst einstaklega gaman að klæða sig í þessar flíkur í desember. “ Yngsta barnið á heimilinu, Leah Mist, fær að njóta þess að vera með jólatré í herberginu sínu í sínum uppáhaldslit, Kransana um allt hús er Þórunn búin að eiga í mörg ár. Þeir fá ávallt nýtt útlit fyrir hver jól. Þórunni finnst gaman að nota mismunandi borðbúnað og fékk sér þessar röndóttu skálar til að brjóta upp með sparistellinu. Hér notar hún glimmer- stjörnur yfir skálarnar með smágreni og slaufu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 72 FRÉTTABLAÐIÐ 2. desember 2022JÓL 2022
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.