Fréttablaðið - 02.12.2022, Page 102

Fréttablaðið - 02.12.2022, Page 102
Guðmundur Hilmarsson gummih @frettabladid.is Hersir Freyr Albertsson fékk óvæntan glaðning frá dætrum sínum þremur á dögunum, en þær buðu honum á konfektnámskeið. Hersir, ásamt dætrunum Signýju og Ingimundu, sótti námskeiðið hjá Halldóri Kristjáni Sigurðssyni, bakara og konditor í Minigarð- inum, en á því er farið í alla grunn- þætti konfektgerðar. „Það var feðradagurinn um daginn og þær komu mér svona skemmtilega á óvart. Þær vildu endilega fara með karlinn á kon- fektnámskeiðið. Elsa Ant- heia, dóttir mín sem býr í Svíþjóð, gat ekki verið með okkur þótt glöð vildi,“ segir Hersir. „Þetta var tveggja og hálfs tíma námskeið þar sem við lærðum að tempra súkkulaði, fylla í mót og búa til fyllingu. Þetta var alveg geggjað og ég er strax orðinn heitur fyrir því að fara aftur og læra meira. Ég mun pottþétt föndra eitthvað við kon- fektgerðina fyrir jólin. Ég er búinn að kaupa mér fullt af mótum en á eftir nota þau. Við erum að plana Dæturnar buðu í konfektgerð Hersir ásamt dætrum sínum, Ingimundu og Signýju, sæl og glöð eftir kon- fektnámskeiðið. MYNDIR/AÐSENDAR Þeir eru girni- legir, konfekt- molarnir sem Hersir bjó til. að hafa konfektgerðarkvöld fljótlega og nýta okkur það sem við lærðum á námskeiðinu, sem ég mæli svo sannarlega með,“ segir Hersir. Hersir kann hvergi betur við sig en í eldhúsinu, en hann hefur ákaflega gaman af því að baka og af allri matargerð. „Ég elska það að baka og er alltaf opinn fyrir ein- hverju nýju. Við ræddum það í fyrra að það væri sniðugt að fara á svona námskeið. Við vorum að reyna að gúgla þetta sjálf með mis- jöfnum árangri, en svo kom þetta óvænta boð frá stelpunum mínum og það var virkilega gaman og gagnlegt. Nú held ég að það sé næst á dagskrá að fara á námskeið fyrir lengra komna og reyna fyrir sér meira út í skrautið. Þetta var svona grunnnámskeið til að koma sér af stað. Ég held að Halldór sé búinn að vera að kenna fólki konfektgerð í um 25 ár og við feðginin vorum afar ánægð.“ Þægilegt að kúpla sig frá vinnunni Nú í jólamánuðinum er Hersir svo sannarlega í essinu sínu, enda fær hann meiri tíma til að brasa í eldhúsinu og stússast við eldamennsku og bakstur. „Ég er í stressvinnu og í miklum látum og þá finnst mér afskaplega þægi- legt að kúpla mig frá vinnunni, setja hrærivélina í gang og hita bakarofninn. Í desember verður gríðarleg stemning og mikil við- vera í eldhúsinu þar sem ég mun prófa mig áfram með ýmislegt góðgæti,“ segir Hersir, sem starfar við sölumennsku hjá Ó. Johnsen & Kaaber/ISAM/SD Hersir segist ekki vera einn í matar- og bakstursgerðinni fyrir jólin. „Konan mín er með mér á fullu í þessu og við erum mjög góð í að skipta verkum.“ Haldið þið í hefðirnar um jólin hvað matinn varðar? „Við erum alltaf með mjög svipað. Þetta er hamborgarhrygg- ur, kalkúnn og hangikjöt. Núna er ég hins vegar að spá í að breyta aðeins til og vera með nautalund annan í jólum. Ég á góða vini og félaga sem eru kokkar og þeir eru alltaf tilbúnir í að henda til mín góðum ráðum og láta mig prófa hitt og þetta,“ segir Hersir, sem veit fátt skemmtilegra en að skella deigi í form og baka. „Ég geri ansi mikið af því að baka og oftar en ekki fæ ég barnabörnin mín til taka þátt í bakstrinum en þá hef ég þetta einfalt, kaupi tilbúið deig, sker það niður og baka. Fyrir jólin hef ég haft það fyrir sið að baka alltaf mömmukökur. Búa til kökur sem mamma gerði, en þegar ég var strákur át maður þær upp til agna. Ég mun baka eina sort af þeim fyrir jólin og svo auðvitað heima- lagað brauð,“ segir Hersir. Hersir segir að áhugi hans á eldamennsku og bakstri hafi verið lengi til staðar. „Ég hef eldað og bakað í mörg ár og það hefur bara aukist með árunum. Ég elska að setja inn myndir af hinum ýmsu réttum á Facebook og ég veit um tvo félaga mína sem hata mig fyrir það,“ segir Hersir og hlær dátt. „Þeir eru alltaf að biðja mig um hætta þessu en ég læt það ekki eftir þeim. Mér finnst það veita sálinni ró að elda og baka og ég næ að kúpla mig frá öllu á meðan. Samstarfsfólk konunnar elskar mig hins vegar því ég er stöðugt að færa þeim einhverjar kræs- ingar eftir sjálfan mig. Þau njóta góð af þessu.“ n Ég mun pottþétt föndra eitthvað við konfektgerðina fyrir jólin. Ég er búinn að kaupa mér fullt af mótum og við erum að plana að hafa konfekt- gerðarkvöld fljótlega. Hersir Freyr Albertsson 80 fréttablaðið 2. desember 2022jól 2022
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.