Fréttablaðið - 03.12.2022, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 03.12.2022, Blaðsíða 36
getur verið mjög hættulegt að taka neysluskammta af fólki. Það getur orðið mjög veikt og setur það í mikla neyð.“ Hann segir að annað sem lyfja­ skömmtunin geri sé að auka nánd þeirra sem njóta hennar við heil­ brigðiskerfið og að það hafi minnk­ að þá fordóma sem hann hefur alla jafna fundið fyrir í heilbrigðiskerf­ inu. Hann útskýrir að fólk sem notar vímuefni í æð þarf að passa vel upp á búnað og hreinlæti til að koma í veg fyrir sýkingar en ef þær komi þá þurfi þau á aðstoð heilbrigðisstarfs­ fólks að halda. „Eftir að Frú Ragnheiður byrjaði þá hefur þessum sýkingum fækkað,“ segir hann en þar getur fólk fengið hreinan búnað, aðstoð við sár og fengið sýklalyf. „Svo er Naloxonið auðvitað að bjarga miklu líka,“ segir Hákon en á þessu ári var Naloxone nefúði í fyrsta sinn gerður aðgengi­ legur í Frú Ragnheiði, lyfið er notað til þess að draga úr áhrifum of­ skömmtunar af ópíóíðum. „Frú Ragnheiður hefur gert svaka­ lega gott starf með því að dreifa búnaði. Heilbrigðiskerfið er búið að bregðast okkur svo mikið. For­ dómarnir þar eru svo miklir.“ Fjörutíu meðferðir að baki Hákon hefur farið í alls um 40 með­ ferðir á Vogi auk þess sem hann hefur farið í framhaldsmeðferðir á Staðarfelli, Hlaðgerðarkoti og Krýsuvík. Hann hefur prófað við­ haldsmeðferðir á Vogi með Subox­ one­lyfinu en segir að ekkert þess­ ara úrræða myndu hjálpað honum dag. „Ég hef náð góðum tíma edrú inn á milli. Ég hef líka strögglað mikið edrú. Ég hef prófað þetta allt, og Suboxone er ekki fyrir alla. Ég er auðvitað ekki læknir en það segir mér svolítið, að morfínið sem ég er á hefur minni fráhvörf en suboxone fráhvörfin og eru ekki varanleg.“ Hann segir að eitt sinn hafi hann þurft að leggjast inn tíu sinnum á Vog eitt árið, því þá hafi hann verið í Suboxone viðhaldsmeðferð hjá SÁÁ. „Ég var alltaf að missa Subox­ one því ég náði ekki að fylgja regl­ unum þeirra í að vera 100 prósent edrú. Manni leið eins og maður væri bara kominn með annan dópsala,“ segir Hákon og að skilyrðin hjá SÁÁ séu mjög ströng til að komast í við­ haldsmeðferð. „Fólk þarf síðan að pissa reglulega í glas, eins og gert er í fangelsum, og ef þú ert ekki alveg edrú, þá er þér refsað fyrir það og getur misst Suboxonið þitt, sem er lífshættulegt fyrir veikt fólk. Sjúkdómshugtakið er fokið út um gluggann við svona meðferð á morfínneytendum. Í dag, er ég ekki að nota til að vera dóp­ aður og vil ekki vera úti með fólki sem sést vel á að sé í vímu. Ég nota bara mín lyf, og that‘s it. Það gefur mér þann kost að geta verið hér og talað við þig, ég fúnkera núna.“ Er þetta sambærilegt og hjá ein- hverjum sem er að kljást við þung- lyndi? „Já, þetta er bara lyfið mitt. Við byrjum mörg á að vera með ein­ hvern undirliggjandi vanda eða mikla verki og svo leiðist það út í að vera háður lyfjunum, en yfirleitt byrjar þetta þannig.“ Fíknin sterk og áföllin erfið Hákon segir margþættar ástæður fyrir því að hann hafi ekki náð að hætta hingað til, bæði sé fíknin afar sterk en eins þá skipti félags­ legar aðstæður miklu máli og hvað sé í boði fyrir fólk þegar það er orðið edrú. „Þegar það fer að renna af fólki þá koma upp allar tilfinningarnar. Það geta verið undirliggjandi áföll og það er meira en að segja það að díla við það. Ef félagslegu aðstæðurnar eru í lagi þá kannski sér maður meiri ástæðu til þess að fara og reyna að vera edrú. En oft sér maður ekki til­ ganginn til að vera edrú þegar allt er uppi á móti manni.“ Fjallað var um það fyrr á árinu að lyfjatengdum andlátum hafi fjölgað og þau hafi aldrei verið fleiri. Hákon segir það ekki hafa farið fram hjá sér. „Já, ég hef misst marga. Það er mikil sorg í þessum hópi og ef við pælum of mikið í því þá verður maður allt of sorgmæddur. En maður bítur bara á jaxlinn. Tölum svo ekki um fólkið sem hefur misst börnin sín frá sér. Það er alveg hræðilegt að horfa á það. Þetta er rosalegt áfall og það eru helst kon­ urnar sem burðast með þetta stöð­ ugt á sér. Þær verða edrú og þá finna þær þetta allt og þess vegna eru þær svo margar hræddar við að verða edrú.“ Handleiðsla lykilatriði Það hefur verið rætt um að á Íslandi skorti skaðaminnkandi úrræði, eins og að það sé aðgengi að upp- lýsingum um öruggari vímuefna- notkun, skammtastærðir og hætt- unni á of skömmtun. Hvað heldurðu með það? „Það skiptir mjög miklu að fólk fái réttar upplýsingar um þetta allt. Um smithættur og um vímuefnin. Það dregur úr því að fólk fari sér ekki að voða. Þegar fólk byrjar að nota vímuefni í æð er mikilvægt að það fái handleiðslu til að tryggja öryggi þess. Skömmin er ástæðan fyrir að margir leita sér ekki aðstoðar og vitneskju eins og hægt er að fá hjá Frú Ragnheiði. Það er út af ótta við að vera dæmdur og að það fréttist. Þess vegna er mikilvægt að hægt sé að nálgast öruggar upplýsingar um þetta rafrænt og það þarf að fara að koma því á laggirnar, og það er mikilvægt að það sé á íslensku og aðgengilegt,“ segir Hákon ákveðinn. Þú talar um hik, hikar fólk almennt við að leita í heilbrigðis- kerfið? „Já, eðlilega. Fólk hefur lent svo illa í fordómum þar. Það er komið fram við það eins og annars flokks fólk í staðinn fyrir að það sé komið fram við það eins og hvern annan sjúkling. Ég veit um fólk hefur verið komið með drep og orðið alvarlega veikt en fer samt ekki. Auðvitað er inn á milli gott fólk sem gerir góða hluti. Ég tek það alls ekki af því, en það er þetta með fordómana sem er svo sárt fyrir fólki, það er skortur á þekkingu. Mér finnst skrítið að þetta sé enn svona árið 2022.“ Hvað með aðstandendur? „Ef einhver einstaklingur í fjöl­ skyldunni verður fíkill þá er honum stundum sparkað út um dyrnar og látið eins og hann sé ekki til. Það er ekki leiðin. Ef einhver verður veikur þá er ekki komið svona fram við manneskjur. Maður sér þetta oft, það er eins og fólk sé bara dáið þegar það er það ekki. Fjölskyldan mín gerði það aldrei en ég hugsa til þess að ef ég hefði til dæmis fengið þessa skaðaminnkandi meðferð áður en mamma dó þá hefði ég getað sinnt henni betur og fengið meiri tíma með henni, í stað þess að vera alltaf að redda mér allan daginn,“ segir Hákon. Úrræði sem verður að bæta við Hákon segir að hann fagni því að skaðaminnkandi meðferðin sem hann fær sé rædd opinberlega í fjöl­ miðlum en finnst sárt þegar fólk er að tala án þess að hafa nokkra þekk­ ingu á málinu eða skilning á sögu fólksins sem um ræðir. Hann telur nauðsynlegt að gera skaðaminnkandi meðferðina form­ lega og að það standi fólki með þungan vímuefnavanda til boða sem hafi reynt allt annað en án árangurs. „Þetta á ekki að vera það fyrsta sem fólk reynir. Þetta á að vera allra seinasti kosturinn og það þurfa að vera skilyrði og viðmið, þetta ætti helst ekki að vera fyrir of ungt fólk. Ég er að verða fimmtugur og er búinn að vera í þessu í tíu ár. Allir sem fá þessa skaðaminnkandi með­ ferð hafa reynt allt sem er í boði. Það hefur ekki gengið upp og mér finnst miklu frekar að þetta eigi þá að vera í boði fyrir veikasta hópinn, og að ráðamenn geti ekki þvegið hendur sínar af þessu og látið eins og þessi vandi sé ekki til staðar.“ Hann segir breytinguna sem verður á fólki sem kemst í þessa skaðaminnkandi meðferð í raun ótrúlega. „Fólk sem er að fá þessa meðferð, getur allt í einu verið í skóla, verið í vinnu og nær að halda húsnæði. Þetta gefur fólki kost á öllu þessu og að halda áfram með líf sitt. Það fær einnig tækifæri á að taka á sínum undirliggjandi vanda sem hefur þurft að sitja lengi á hakanum. Með­ ferðin hefur mikil jákvæð áhrif og hefur reynst þeim mjög vel sem eru á henni, ég hef séð það með mínum eigin augun.“ Hákon hefur gengið í gegnum ýmislegt um ævina. Hann hefur þurft að búa á götunni og á að baki sögu um af brot og hefur í tvígang setið í fangelsi fyrir þau, fyrir um þremur áratugum. Brot hans má tengja beint við þann vímuefna­ vanda sem hann hefur verið að kljást við og þörfinni á því að ein­ hvern veginn fjármagna hann. „Þetta kostar og þess vegna vinnur fólk baki brotnu við að redda sér. Ég er núna í samfélagsþjónustu og hef verið í því í sirka tvo mánuði og ég gæti ekkert verið þar ef ég væri ekki í þessari skaðaminnkandi meðferð. Ég veit ekki hvernig ég fór að þessu fyrir meðferðina. Þetta var svo erfitt, en maður sá það ekki þá. Maður þurfti að brjóta af sér alla daga, en þegar ég byrjaði í þessari meðferð þá hætti ég alveg að brjóta af mér. Því ég þurfti þess ekki lengur og hafði þá enga ástæðu til að gera það.“ Hvernig er sú tilfinning? „Of boðslega góð. Ég hef loksins öðlast mannsæmandi líf.“ n Já, ég hef misst marga. En það stoppar mann ekkert endilega. Það er sorg í þessum hópi og ef við pælum of mikið í því þá verður maður sorgmæddur. En maður bítur bara á jaxlinn. Hákon segir skilningsleysi samfélagsins og fordóma of mikla. Hann telur að það ætti að koma fram við fólk sem glímir við fíkn sem sjúkl- inga en ekki glæpamenn. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Þetta á ekki að vera í hönd- unum á einhverju fólki út í bæ sem er að reyna að græða peninga á veikindum annarra. 36 Helgin 3. desember 2022 LAUGARDAGURFréttablaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.